Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GunnK ch. 7

Gunnars saga Keldugnúpsfífls 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (GunnK ch. 7)

Anonymous íslendingasögurGunnars saga Keldugnúpsfífls
678

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Einn dag var það að jarl lét kalla þá til sín, þá bræður. En
er þeir komu kvöddu þeir hann vel.



Hann mælti til Gunnars: "Þú munt mikill íþróttamaður," sagði
jarl.



"Eigi er það," sagði Gunnar.



"Eg vil þó sjá," sagði jarl.



"Helst mundi eg þá glíma," sagði Gunnar, "ef mennskur maður
væri."



"Það ber vel til," segir jarl, "og skalt þú glíma að hálfs
mánaðar fresti."



Þetta var nú statt gert.



Leið nú að þeirri stundu sem glíman var sett. Hugði jarl nú
gott til glímunnar. Kom þar margur maður. Þar kom og Bárður
vin Gunnars því að hann hafði frétt að glíman var lögð og
vildi hann finna Gunnar áður sá dagur kæmi. En er þeir
fundust spurði Bárður Gunnar hvort hann hefði játað glímunni.
Hann sagði það satt vera.



"Það vissi eg snemma," sagði Bárður, "að jarl vildi þig
feigan."



Gunnar svarar: "Svo verður nú að vera."



"Hér er einn hjúpur er eg vil gefa þér," segir Bárður. "Í
honum skaltu vera þá er þú glímir."



Skilja þeir nú tal sitt að sinni.



Nú var út borinn stóll jarls og hyggur nú margur gott til að
sjá þessa gleði. Var nú fram leiddur blámaður einn. Sá hafði
mörgum góðum dreng að bana orðið. Jarl spurði þá hvort Gunnar
væri þar kominn. Hann sagði það satt vera.



"Þá er nú upp að standa," sagði jarl, "og glíma við þenna
piltunginn sem þér er nú ætlaður."



"Ekki á eg að glíma við tröll," sagði Gunnar.



"Við þenna skaltu nú glíma," sagði jarl.



Síðan stóð Gunnar upp og gekk fram á völlinn þar sem þeir
skyldu glíma. Jarl spurði þá hví Gunnar færi ekki af fötum. Í
því var sleppt blámanninum. Þeir tókust þá á heldur sterklega
en þó var það öllum auðséð að Gunnar var ósterkari og bar
blámaðurinn hann um völlinn. En svo var Gunnar mjúkur að
aldrei kom hann honum af fótunum. Þar var ein hella stór á
vellinum. Þangað bárust þeir að svo að fætur Gunnars námu
helluna. Þá sleppti Gunnar þeim tökum sem hann hafði áður
haldið en tók báðum höndum í axlir honum en hljóp sjálfur
öfugur upp yfir helluna og í því kippti Gunnar að sér
blámanninum svo snöggt að hann tók sundur í tvo hluti við
hellunni. Þá varð óp mikið og þótti mörgum þetta hið mesta
þrekvirki. Þá kallaði jarl á menn sína og bað að taka Gunnar
höndum en það fórst fyrir því að Bárður hafði fjölmenni mikið
og veitti Gunnari lið svo að jarl náði honum ekki.



Fór Gunnar heim með Bárði og þeir bræður báðir og voru með
honum það sem eftir var vetrarins. Þótti Gunnar unnið hafa
mörgum manni hið mesta frelsi í drápi blámannsins en jarl
þóttist hafa fengið hina mestu sneypu er hann missti blámann
sinn en fékk ekki Gunnar.



Einhvern tíma sem þeir talast við, Bárður og þeir bræður,
spurði hann hvað þeir ætluðust fyrir.



"Í hernað vildi eg," sagði Gunnar, "í sumar og leita mér fjár
og frægðar."



Bárður sagði það til reiðu vera: "Skal eg fá þér þrjú skip og
menn sem þú vilt hafa."



Gunnar þakkaði honum þetta framlag. Voru þessi skip skjótt
búin bæði að mönnum og vopnum. Bárður fylgdi þeim til skips
og bað þá bræður þangað að halda að hausti en þeir játuðu
því. Síðan héldu þeir í burtu og herjuðu víða um sumarið.
Varð þeim gott til fjár og frægðar.



Einn dag sigldu þeir að eyjum nokkurum. Þeir lögðu að landi
og tjölduðu á landi og sofa af nóttina. Þeir sofnuðu skjótt
er menn voru drukknir og móðir. Gunnar stóð upp skyndilega og
tók vopn sín og gekk upp á eyna einn samt. Þá sá hann mörg
skip öðrum megin eyjarinnar. Hann hafði tölu á þeim. Þau voru
þrettán og öll stór. Hann sá og tjald á landi. Hann gekk
þangað sem búðir voru og hann sá að rauk. Hann vafðist í
dyrunum. Þeir spurðu að, sem inni voru, hver sá væri er sig
vildi kæfa. Hann kvaðst þar af landi ofan vera. Hann spurði
þá hver skipunum stýrði.



Þeir sögðu: "Þú ert fávís maður. Hefir þú ekki spurt af þeim
bræðrum, Svarti og Jökli, er nú eru frægastir og hver þjóð er
hrædd við?"



Gunnar fór aftur til manna sinna og vakti þá, bað þá að bera
fé allt af skipum en grjót í staðinn. Þeir höfðu þessu verki
lokið áður en lýsti. Þeir sigldu þá þegar burt úr höfninni og
fram fyrir nes. Sjá nú víkingar skipin róa að þeim í nálægð.
Gunnar spurði þá hverjir fyrir skipunum réðu.



Þeir bræður sögðu til sín "og viljum við bjóða yður tvo
kosti. Er sá annar að ganga hér frá skipum og annar sá að
berjast ef þér þorið."



"Þann skal upp taka," sagði Gunnar.



"Það þykir oss betra," sagði Svartur.



Síðan tókst þar bardagi hinn harðasti. Féllu margir af
hvorumtveggju og þó fleiri af víkingum. Gunnar gekk hart fram
og felldi margan með sverði því er Fála hafði gefið honum. Þá
komust þeir bræður upp á skip víkinga. Ruddust þeir þá fast
um til þess að þeir komu fram að siglu. Þá kom Jökull í móti
Gunnari. Hann hafði mæki stóran í hendi sér. Jökull hjó þá
til Gunnars með mækinum. Gunnar bar af sér höggið og kom það
í bitann svo að fal báða eggteinana. Hann laut þá eftir
högginu. Gunnar hjó þá til Jökuls með sínu sverði. Það beit
allt það sem því var boðið og tók af höndina og þar með
síðuna og renndi ofan á mjöðmina og tók þar undan honum
fótinn og féll Jökull þar dauður niður. Gunnar gekk þá fram
um siglu og kom þar að sem Svartur og Helgi börðust. Var
Helgi þá bæði sár og móður.



Gunnar bað hann þá hvíla sig en Helgi vildi það ekki og sagði
svo: "Ljá þú mér heldur sverð þitt."



Gunnar gerði sem hann bað því að það beit allt það sem því
var boðið. Sótti Helgi þá í ákafa. Þá bárust sár á Svart.
Helgi hjó þá eitt högg svo mikið í höfuð Svarti að hann klauf
það og búkinn að endilöngu svo að sinn veg féll hvor
hluturinn. Þá var æpt siguróp. Gengu þá víkingar á hönd þeim
bræðrum. Tóku þeir þar mikið herfang en gáfu hverjum manni
sem lifði eftir grið. Fór þá hver sem vildi.



En þeir bræður héldu í burt og ætluðu heim um haustið hvað eð
þeim gekk eftir vilja sínum.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.