Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GunnK ch. 6

Gunnars saga Keldugnúpsfífls 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (GunnK ch. 6)

Anonymous íslendingasögurGunnars saga Keldugnúpsfífls
567

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það bar til einn dag að Gunnar átti að ganga á jökla. Hann
vildi þá fara einn saman. Hann tók vopn sín og gekk fram með
firðinum og þar upp undir jökulinn þar sem fjörðurinn þraut.
Þar var lukt hömrum stórum svo að þar sá ekki meira en í
hálfrokknu húsi. Hann fór svo lengi þar til er hann sá elda
brenna. Hann hafði þar af ljós og gekk eftir því þar til er
hann kom að helli stórum. Þá nam hann staðar úti fyrir
hellinum. Þar sátu tröll mörg um eldinn.



Þá mælti eitt þeirra: "Betur kæmi hér Gunnar."



Þá svaraði annað þeirra: "Hvað væri oss það bati eða vissir
þú eigi hversu hann fór með þær systur Fálu og Gálu?"



Bóndi þeirra svaraði: "Það vildi eg að hann kæmi aldrei hér
því að eg ætla að mér standi af honum hin mesta ógæfa."



Gunnar gekk þá inn í hellinn öðrum megin undir bergið og stóð
þar nokkura stund þar til er þau karl og kerling fóru að
sofa. Þá var eftir sonur þeirra og tvær dætur. Þá gekk Gunnar
fram að eldinum og hjó til eins þeirra svo að af tók höfuðið.
Þau hlupu þá upp systkin og sóttu að Gunnari með miklu kappi.
Hann drap þau bæði skjótt. Síðan settist hann niður og lét
renna af sér mæði. Þá var dimmt orðið í hellinum því að
eldurinn var slokknaður.



Gunnar stóð þá upp og gekk innar eftir hellinum og vildi
finna þau karl og kerlingu. Fór hann leitandi til þess er
hann fann þau og gekk þar að sem þau lágu og fletti af þeim
klæðunum. Honum sýndist þau mjög svört og illileg. Hann lagði
þá á hann svo að í gegnum stóð. Hann brá þá svo hart við að
hann féll fram úr rúminu. Dó hann þá skjótt en kerling
vaknaði við þetta. Hún spratt upp og greip eitt sverð er lá
hjá henni og sótti að honum í miklum ákafa. Gunnar varði sig
vel en þóttist þó í enga raun meiri komið hafa. Hann fékk þá
mörg sár og stór. Gunnar sá þá að eigi mundi svo búið duga.
Hann kastaði þá öxinni og réð undir kerlingu. Þau glímdu þá
lengi og gekk flest upp fyrir þeirra fótagangi. Sá Gunnar þá
að eigi mundi svo búið hlýða.



Hann mælti þá fyrir munni sér: "Hvað mun mér í annað sinn
meiri þörf Fálu vinkonu minnar en svo?"



Nokkuru síðar sá hann hvar hún fór. Ekki var hún þá frýnleg,
snýr þar þegar að sem þau áttust við. Hún hjó hart og tíðum
með saxi því er hún hélt á, er Þrumur hét. Veittu þau henni
skjótt bana. Þá settust þau niður.



Hún mælti þá við Gunnar: "Nú vil eg að þú farir með mér."



Hann gerði þá sem hún bað. Síðan bjuggust þau þaðan í burt og
báru með sér mikið silfur og gull og marga aðra dýrgripi.
Síðan fóru þau leiðar sinnar. Gekk hún fyrir þar til er þau
komu í helli stóran. Þau lögðu þá niður byrðar sínar. Þar sá
hann allt tjaldað sem við veislu væri búið.



Hún mælti þá til Gunnars: "Mál er þér að hvílast og taka á
þig náðir."



Hún leiddi hann þá í afhelli. Þar var borð búið. Gunnar
settist undir borðið, át og drakk sem hann lysti. Síðan fór
hann að sofa. Var hann þar um nóttina.



Fála fór að finna föður sinn og móður. Þau heilsa henni vel.



Þá spurði karl: "Hvað hefir komið í kveld?" sagði hann.



En hún sagði sem var "og bið eg að þú takir vel við honum og
látir hann þess njóta er hann gerði til mín."



Karl svarar: "Láttu mig sjá hann er þú fylgir honum svo
fast."



Hún gekk þar að sem Gunnar lá og bað hann upp standa "því að
faðir minn vill sjá þig."



Hann klæddist skjótt og gekk með henni þangað sem faðir
hennar var. Hann heilsaði honum.



Skrámur mælti: "Hversu gamall maður ertu Gunnar?"



Hann svarar: "Nú er eg tólf vetra."



"Þú ert efnilegur maður," segir Skrámur, "og skaltu vera
velkominn með oss og svo vill dóttir mín."



Þar var Gunnar um hríð. Leið nú mjög á veturinn.



Það var einn dag að Gunnar kom að máli við Fálu vinkonu sína:
"Mál þykir mér að vitja manna minna."



Hún leysti hann burt með gjöfum góðum og fylgdi hún honum á
leið og bað Fála vel fyrir honum áður þau skildu. Gekk Gunnar
þá leið sína uns hann kom heim. Urðu hans menn honum fegnir.



Leið svo af veturinn.



En þegar er voraði bjuggu þeir skip sitt. En þegar er þeir
voru búnir héldu þeir þegar burt. Gaf þeim vel byri til þess
er þeir komu skipi sínu við Noreg þar sem Bárður átti garð
fyrir. Þá réð Hákon jarl Sigurðarson fyrir Noregi. Bárður
bauð þeim bræðrum heim til sín. Þeir þekktust það, fluttu
þangað varning sinn. Bárður bauð hverjum manni sem á hans
garði var að allir skyldu þeim þjóna.



Þetta fréttist skjótt víða um Noreg. Þetta kom og fyrir
jarlinn og bauð hann þegar Bárði til veislu en hann játaði að
fara. Sendimenn fóru aftur og sögðu jarli að Bárður hét að
koma.



Leið nú að þessari stundu sem veislan var sett.



Kom Bárður að máli við Gunnar: "Það vildi eg að þú værir
heima á meðan eg færi til veislu þeirrar sem jarl hefir mér
boðið."



Þá mælti Gunnar: "Fara vil eg með þér. Það þykir mér betra en
að vera heima."



"Svo skal þá vera," sagði Bárður.



Þeir bjuggu þá ferð sína og voru fimmtán saman, allir vel
vopnaðir. Þeir riðu þar til er þeir komu til hallar jarls,
stíga þá af baki hestum sínum og ganga fyrir jarl og kvöddu
hann vel. Hann tók Bárði harðla vel og setti hann hið næsta
sér. Þá spurði jarl Bárð hvað manni það væri er honum gekk
næst. Bárður segir að það væri útlenskur maður. Þá spurði
jarl hann að nafni en hann sagðist Gunnar heita.



"Hversu gamall maður ertu?" segir jarl.



Gunnar segir: "Eg er nú átján vetra," segir hann.



Þá mælti jarl: "Þú ert stór maður eða eru svo margir á
Íslandi?"



"Satt er það," sagði Gunnar, "að þar eru margir miklu framar
en eg er."



Féll niður þessi ræða.



Leið af veislan. En eftir veisluna bauð jarl Gunnari eftir að
vera en hann játaði því og þá boðið. Bárður bjóst í burt og
spurði Gunnar hvort jarl hefði boðið honum eftir að vera.
Hann sagði það satt vera.



"Ekki mun eg þess fýsa þig," sagði Bárður, "því að jarl vill
þig feigan og vil eg að þú farir heim með mér."



"Ekki skal það vera," sagði Gunnar, "og skal eg að vísu
þiggja það boð sem jarl bauð."



Þá mælti Bárður: "Það vil eg að þú vitjir mín ef þú þarft
nokkurs með."



Gunnar kvað svo gera mundu.



Síðan skildu þeir. Fór Bárður heim en Gunnar var eftir og
Helgi bróðir hans með hirðinni og skjótt vel virðir af
hverjum manni. Leið nú á veturinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.