Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GunnK ch. 5

Gunnars saga Keldugnúpsfífls 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (GunnK ch. 5)

Anonymous íslendingasögurGunnars saga Keldugnúpsfífls
456

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þorgrímur bóndi gekk út nokkuru síðar, sér nú vegsummerki að
synir hans lágu báðir dauðir. Brá honum mjög við þessa sýn og
lætur þá verða jarðaða eftir gömlum sið. Þetta spurðist víða
um héruð og þótti mikil tíðindi og voru þeir þó fám
harmdauðir. Voru nú miklar getur á hver þeim mundi að skaða
hafa orðið og kann það enginn öðrum að segja. Bar Þorgrímur
mikinn harm eftir sonu sína og varð þó svo búið að hafa.



Í þenna punkt létu þeir út og gaf þeim vel byri til þess er
þeir komu úr landssýn. Þá rak á fyrir þeim myrkva svo mikla
að þeir vissu ekki hvað þeir fóru. Rak þá um sjóinn allan
allt sumarið og sjá þeir hvergi land. Einn dag ræddu þeir um
hvað til mundi bera.



Þá mælti Bárður: "Vér skulum hluta mann í tré."



Og svo var gert. Gunnar hlaut að fara.



Þá mælti hann: "Það ætla eg að annað sé mér betur hent."



Þá mælti Bárður til Gunnars: "Viltu að eg fari og mun eg
leysa þig af þessu?"



"Eg skal fara," segir Gunnar.



Gunnar las sig bæði skjótt og fimlega upp eftir höfuðbendu
til þess er hann kom upp í siglutopp. Hann settist niður og í
því létti af myrkri öllu því sem áður hafði verið yfir skipi
þeirra. Sá hann þá víða og land fyrir stafn fram. Það var og
mjög jöklum vaxið. Hann sá þar fram undan ganga nes löng en
skerast inn í landið fjörðu marga og stóra, þeir er fullir
voru af allra handa veiðiskap.



Þeir lögðu í fjörð þann er Skuggi heitir. Þá var komið að
haustnótt og vetraði, en flestum þótti mál hvíldar af löngu
sjóvolki. Og var það af ráðið að skipa þar upp og ætluðu þar
um að búast, efla nú upp skálasmíð og gekk þeim það bæði vel
og skjótt. Var Gunnar þar formeistari að. Varð hún skjótt af
hendi leyst, settust þá um kyrrt, höfðu veiðiskap nógan bæði
sela, fiska og hvali.



Einn dag er þeir voru í skála sínum mælti Bárður til Gunnars:
"Hversu lengi skulum við hér svo vera að vér höfumst ekki
að?"



Gunnar segir: "Vér skulum skipta liði voru. Skal Helgi og
Bárður fara í annan stað við tólfta mann en eg skal fara við
sétta mann."



Svo gerðu þeir. Hlaut Gunnar þá að fara á jökla.



Fara þeir einn morgun heiman allir. Gunnar og hans félagar
gengu um daginn lengi og urðu við engan hlut varir. Þeir
sækja nú langt fram á jöklana þar til að þeir koma að gjá
einni stórri. Þeir fara lengi með gjánni og komast hvergi
yfir. Þá hljóp Gunnar yfir gjána en fylgdarmenn hans komust
eigi yfir og skildi þar með þeim.



Gunnar gekk þá lengi einn samt þar til að hann sá einn stóran
björn. Gunnar kallaði á hann og bað hann bíða. Þá leit bersi
aftur og settist niður og beið mannsins. Gunnar bar að
skjótt. Hann hafði stóra bjarnsviðu í hendi og lagði þegar
til dýrsins undir bóginn svo að í hjartanu stóð en dýrið dó
þegar. Þá gerði myrkt af nótt svo að hann sá þá eigi til gera
dýrið. Gunnar lagði þá bersa á bak sér og bar hann til þess
er hann kom að gjánni. Þá lagði hann niður dýrið og vissi
eigi hversu hann skyldi yfir komast gjána með byrði sína.
Hann tók á sig göngu og gekk með gjánni til þess að hann kom
þar að í einum stað að mjórra var yfir en annars staðar. Hann
fór þar yfir með byrði sína.



Hann gekk þá enn lengi þar til er hann heyrði hlátur mikinn.
Hann nam þá staðar og lagði af sér byrðina. Þetta nálgaðist
hann skjótt og gat hann að líta hvar tvær flagðkonur fóru.
Þær voru mjög svartar.



Þá mælti önnur þeirra: "Það væri okkur vel farið systir að
taka af Gunnari veiði sína en draga hann heim og færa hann
föður okkrum."



Gunnar heyrði hvað þær töluðu. Hann gekk í móti þeim og
spurði þær að heiti. Önnur nefndist þar Fála en önnur Gála.



Þá mælti Gála til Gunnars: "Leggðu af veiði þína við okkur
systur."



En hann kvaðst eigi því nenna að óreyndu. Þær sóttu þá að
Gunnari í ákafa en hann varði sig vel og drengilega. Hann hjó
þá til Gálu svo að af tók höndina. Hann hjó þegar á hálsinn
svo að af tók.



Þá mælti Fála til Gunnars: "Gef þú mér líf og skal eg vera
þér í liðsinni og eg skal gefa þér gull svo mikið sem þú vilt
þegið hafa."



Þá mælti Gunnar: "Þigg þú líf þitt af mér enda vertu mér
trú."



Þá mælti hún: "Far þú Gunnar heim með mér til hellis föður
míns og skal hann gefa þér vopn góð."



"Ekki má eg það," sagði Gunnar, "því að eg verð heim að fara
til skála míns. Veit eg að félagar mínir leita að mér. Skal
eg í annan tíma svo gera sem þú biður."



Skilja þau nú með þessu.



Gunnar fer nú til þess er hann kom heim. Þeir Bárður og Helgi
urðu honum fegnir. Hann lagði þá af sér byrði sína. Þeir
spurðu tíðinda eða hvað hann hefði dvalið. Hann sagði slík
sem orðið höfðu og þótti þeim hann mikinn frama fengið hafa
af flagðkonum þeim. Sátu þeir nú kyrrir í skála sínum og leið
nú mjög á veturinn.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.