Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GunnK ch. 1

Gunnars saga Keldugnúpsfífls 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (GunnK ch. 1)

Anonymous íslendingasögurGunnars saga Keldugnúpsfífls
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þorgrímur hét maður. Hann bjó þar sem nú heitir á Hörgslandi.
Hann var kvongaður maður og átti tvo sonu við sinni konu. Hét
annar Grímur en annar Jökull. Þeir voru ódælir og
uppivöðslumiklir og ójafnaðarmenn hinir mestu um allt það er
þeir máttu. Helga hét systir þeirra en dóttir Þorgríms. Hún
var væn kona og kurteis svo að eigi þótti þar í sveitum betri
kvenkostur. Þorgrímur hafði goðorð í millum Jökulsár og
Lómagnúps. Hann fór illa með sínu goðorði. Hann tók upp góss
fyrir bændum, bæði yxn og hesta. Varð hann af þessu öllu
saman mjög óvinsæll.



Enn verður fleiri menn að nefna til sögunnar.



Grís hét maður í Hörgsdal. Hann átti og tvo sonu. Hét annar
Hrafn en annar Þorsteinn. Þeir voru stórir menn og sterkir,
ágjarnir og illir viðureignar. Þeir voru miklir menn og vinir
Þorgrímssona.



Þorbjörn var bóndi nefndur er bjó að Keldugnúpi. Hann var
kvongaður maður og átti tvo sonu við konu sinni er svo hétu:
Helgi og Gunnar. Var Helgi skartsmaður mikill, hæfilátur og
hversdagsgæfur. Bróðir hans var honum óskaplíkur. Hann
lagðist í eldaskála. Unni faðir hans honum lítið því að hann
gerði slíkt mjög í móti hans vilja. Varð hann mjög óþokkasæll
af alþýðu fyrir þetta sitt tiltæki. Var hann nú kallaður af
þessu um allar sveitir Keldugnúpsfífl.



Geir hét bóndi. Hann bjó á Geirlandi. Kvongaður var hann og
hét Geirdís kona hans en Ingibjörg dóttir. Geir hafði tíu
þræla til vinnu. Kolur hét sá maður er fyrir þeim var. Það
var hans iðn að geyma fjár vetur og sumar. Kom hann aldrei
inn undir sótugan raft. En aðrir þrælar hans höfðu það verk
að höggva stóra hella á bæ Geirs að geyma þar í fénað og
fóður.



Kona er nefnd Þórdís. Hún bjó að Fossi og átti auð fjár.
Þórdís var fjölkunnug. Mikið vinfengi var í milli þeirra
Þorgríms og Þórdísar. Þótti honum ekki ráð ráðið nema hann
réðist við hana um.



Örn hét maður. Hann bjó að Vatnsenda. Þau voru systkin, Örn
og Þórdís. Voru þau og mjög lík að skapsmunum. Hann var
löngum með þeim Þorgrímssonum og bætti lítið um fyrir þeim.



Leikar voru upp teknir á Hörgslandi. Sótti þangað margt manna
um héraðið. Urðu þeir Þorgrímssynir öllum of sterkir þeim sem
að leikunum voru. Ekki fóru þangað Þorbjarnarsynir. Þorgrímur
hafði þræl þann er Svartur hét. Hann var með þeim bræðrum.
Flestum varð hann of sterkur. Meiddi hann margan mann en
deyddi suma. Urðu þeir af slíku óvinsælir Þorgrímssynir. Fór
nú svo fram nokkura stund.



Einn dag var það að Helgi stóð snemma upp. Veður var á hvasst
norðan með frosti. Þorbjörn spurði hvert hann ætlaði. Helgi
sagði að hann ætlaði til leiks.



Þorbjörn svarar: "Eigi er það mitt ráð og vildi eg frændi að
þú færir hvergi því að þér er ekki hent við kappi þeirra og
uppivöðslu."



Helgi sagði þó fara mundu.



Þorbjörn mælti: "Bið þú Gunnar bróður þinn að fara með þér."



"Ekki kann eg að biðja hann fylgdar," sagði Helgi.



Síðan fór Helgi til leiksins. En er hann kom báðu þeir hann
til leiks en Helgi vildi ekki að vera. En er kveldaði fór
hann heim. Þorbjörn spurði hann að um leikinn "eða varstu
eigi að leiknum?"



"Nógir voru þar sterkari."



Nú leið af nóttina og bjóst Helgi snemma til leiksins annan
morgun og gekk þá til eldahúss. Gunnar spurði hver þar færi.



"Hér er kominn bróðir þinn og vildi eg Gunnar frændi að þú
veittir mér brautargengi og færir til leiks með mér í dag."



Gunnar svaraði: "Ertu nú þá búinn?"



"Það er satt," segir Helgi.



Gunnar stóð þá upp og var eigi sinnilegur.



Helgi mælti: "Far þú og fá þér klæði," því að veðrið var
kalt.



Gunnar kvaðst eigi mundi taka klæðaskipti.



Síðan fara þeir leið sína þangað til er þeir koma á
Hörgsland. Eigi var til leiks tekið. Þeir bræður
Þorgrímssynir gengu í því fram í dyrnar og heilsuðu þeim
Þorbjarnarsonum en þeir bræður Helgi og Gunnar gengu til
stofu.



Jökull mælti: "Og er hér komið eldhússfíflið frá Keldugnúpi
eða hvað mun það hingað vilja?"



Og gerðu þeir að Gunnari mikinn gys.



Eftir það var farið til leiks. Þá bað Grímur þá bræður að
þeir skyldu að vera.



En Helgi svaraði: "Ekki er okkur það hent."



Grímur sagði leikfall verða mundu ef þeir væru eigi að. Helgi
sagði þá og ekki skyldi það vera.



Síðan var til leiks farið og hyggja Þorgrímssynir gott til og
skipa til glímna og skyldi Gunnar glíma við Svart en Helgi
við Jökul. Var þessu næst til gleði farið og kom þar að er
þeir Helgi og Jökull stóðu upp og gengu á gólf. Var þar
búkamunur mikill því að Jökull var stór vexti en digur með
mætti. Glímdu þeir lengi svo að varla mátti í milli sjá hvor
falla mundi. En þó varð það um síðir að Jökull féll. Þá varð
óp mikið og hlátur en Helgi gekk til bekkjar.



Eftir það þá stóðu þeir upp, Gunnar og Svartur, og voru þar
báðir sterkir en þó ætluðu allir að Gunnar mundi ekki við
hafa. Þeir tókust á sterklega. Varð þeirra atgangur bæði
harður og langur. Þóttust menn eigi vita mega hvor þar mundi
falla.



Þá mælti Gunnar við Svart: "Hefir þú fram lagt allt það er þú
hefir til?"



"Það er satt," sagði Svartur.



Síðan tók Gunnar hann upp á bringu sér og gekk með hann innar
að pallinum þar sem Þorgrímur sat og setti hann niður á
fótskörina svo að í sundur gekk í honum hryggurinn. Síðan
gekk Gunnar að bekknum og settist niður en Svartur var fram
borinn. Fóru menn nú til leiks sem áður. Ekki bar fleira til
nýlundu um daginn.



Fóru þeir heim bræður um kveldið. Þorbjörn spurði þá að
hversu leikurinn hefði fram farið um daginn. Þeir sögðu af
hið ljósasta.



Þorbjörn svarar: "Þá fór sem mig varði að þið munduð eigi
mega hjá sitja og munuð þið þessa margan dag iðrast."



Þá mælti Helgi: "Fleira þurfum við nú með en átalna einna."



Þorbjörn mælti: "Það ætla eg að margs manns blóði verði hér
fyrir út hellt, fyrir þessa ykkar tiltekt."



"Fari það sem má," sagði Helgi, "og hræðumst við það ekki."



En næsta morgun stóðu þeir bræður upp snemma um morguninn.



Þá mælti Þorbjörn: "Hvert skuluð þið nú fara?" sagði hann.



Helgi svarar: "Hvað mun þig það varða? Ekki muntu með okkur
til leggja gott."



Hann mælti: "Farið hvergi í dag því að ekki hlýðir það fyrir
þeim bræðrum Þorgrímssonum. Hafa þeir setið þeim eigi lengi
er þó hafa minna til gert við þá bræður en þið og því vil eg
þið farið hvergi í degi."



Þá mælti Helgi: "Hvert ráð viltu þá leggja á með okkur
bræðrum?"



Þorbjörn mælti: "Þið skuluð fara til þess manns er Þorgeir
heitir. Hann býr í Mörtungu. Hann er mikill vin minn. Þar
skuluð þið í vetur vera með honum."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.