Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ch. 4

Gunnars þáttr Þiðrandabana 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite ( ch. 4)

Anonymous íslendingaþættirGunnars þáttr Þiðrandabana
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þorkell Geitisson lét binda þá bræður bæði að höndum og fótum
og lágu þar undir stakkgarðinum. Þorkell Geitisson og félagar
hans fóru til geitahússins.



Gunnar tók til orða: "Ófriðsamlega hefir mig dreymt í nátt
Þormóður félagi," segir hann, "nú vil eg að við göngum út og
stefnum upp til fjalls því að eigi mun okkur rjúfast
ófriðurinn bráðlega."



Síðan gengu þeir út og var á logndrífa myrk. Nú sáu þeir
mennina og áttu skammt til hússins. Þeir hlupu undan í
drífunni. Þorkell Geitisson skaut spjóti og kom það á Þormóð
miðjan og dapraði honum undanferðin og bað Gunnar hjálpa sér
og halda undan. Gunnar kvaðst því óvanur að renna frá félögum
sínum.



"Sjá nú félagi hversu spjótið stendur og mun eg skjótt
deyja."



Gunnar sá að Þormóður var að bana kominn og sótti Gunnar þá
undan. Einskírt gerði veðrið. Og er Þorkell kom að Þormóði
veitti hann honum skjótan dauða og dvaldi það heldur ferð
þeirra er þeir styrmdu yfir honum dauðum.



Gunnar kom að bæ þeim er á Bakka hét í Borgarfirði. Þar bjó
sá maður er Sveinki hét, garpur mikill og hinn ódælasti
viðureignar. Hann var úti og kvöddust þeir.



Gunnar mælti: "Skjótt mun eg þurfa hjálpræða nokkurra þinna
bóndi því að hér fer Þorkell Geitisson við fimmta mann að
leita eftir lífi mínu en hefir drepið áður félaga minn."



Hann svarar: "Ekki höfum vér áður margt við ást en lítt ertu
nú við kominn en sýnt þig áður í góðri karlmennsku og hefndir
húsbónda þíns en vinar vors. Nú munu þér að litlu trausti
verða tillög vor en slíkir menn sækja vel eftir. En gakk inn
fyrst í anddyrið."



Og svo gerði hann. Síðan hvelfdi Sveinki yfir hann elditorfi
er inn var borið í framhúsið. Og eftir það komu þeir Þorkell
að bænum og hans menn og hittu Sveinka úti. Þorkell spurði
hvort Gunnar væri þar kominn og þóttist svip hafa af að hann
væri þar kominn.



Nú er það sumra manna sögn að í þessari ferð hafi verið Helgi
Droplaugarson með Þorkeli frænda sínum en eigi vitum vér
hvort satt er.



"Nú vildum vér," sagði Þorkell, "að þú seldir hann fram og
ættumst vér gott við."



Sveinki kvaðst ætla að eigi mundi hann þar finnast nema hann
væri til stofu genginn "nú megið þér þangað leita en eigi
hefi eg orðið fyrir rannsókn af nokkurum mönnum eða
óspektarferðum slíkum."



Síðan gengu þeir Þorkell til stofu.



Þá mælti Sveinki við þann mann er útidyr geymdi, sá var af
förunautum Þorkels: "Eg mun hér vera að eigi komist maðurinn
út ef hann er hér inni en þú gakk til stofu."



Nú hljóp þessi til stofu en Sveinki bað Gunnar upp standa og
út fara en rak slagbrand fyrir hurðina.



Þá mælti Sveinki: "Nú skulum við ganga ofan til skips er eg á
niður í fjöru."



Svo gerðu þeir. Þar hvolfdi skip eitt. Það var lítil skúta og
hafði látið bræða.



"Hér skaltu fara inn undir skipið og verður nú skjótt að taka
til ráða."



Sveinki rak þá lömb sín til fjöru í farið að eigi mætti sjá
tveggja manna far. Gunnar fór inn undir skipið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.