Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ch. 3

Gunnars þáttr Þiðrandabana 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite ( ch. 3)

Anonymous íslendingaþættirGunnars þáttr Þiðrandabana
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þjóðgeir hét maður og Þórir kringur. Þeir voru heimamenn
Ketils og féllu. En Þiðrandi vildi þá í burt ríða úr geilunum
suður frá bænum og félagar hans með honum þeir er eftir voru
og eru þeir fimm saman.



Heimakona hljóp inn og sagði það Gunnari og Þormóði og vissu
þeir ekki af þessum tíðindum er svo skjótt hafði að borist.



Hún mælti: "Undarlegir menn eruð þið er þér sitjið hér en
bóndi sé drepinn úti og nokkurir menn með honum og mun aldrei
dáð í ykkur," segir hún.



Gunnar kvað hana taka mikinn af og kvað þess litla þörf "eða
hver er sá í þeirra liði er mestur skaði er að?"



"Það er hann Þiðrandi," segir hún, hin auma kona, "og kemur
þá nokkuð fyrir bónda vorn ef þú drepur hann."



Gunnar skaut spjóti í flokk þeirra og kom spjótið á bak
Þiðranda og í gegnum hann. Var það hans bani og féll hann
dauður af hestinum. En Þorgerður húsfreyja og synir hennar
létu illa yfir þessu verki og kváðu þetta hið mesta óhapp.
Gunnar kvað nú svo búið vera mundu. Þau kváðust ætla að hér
mundi mikið eftirmæli verða og mikil ræki að ger og hétu þeim
í burt Austmönnum. Þorgerður kvað þeim hvergi fritt mundu
vera. En litlu síðar hurfu þeir á burt og vissi engi maður
hvað af þeim varð.



Allir menn hörmuðu þessa atburði því að Þiðrandi var manna
vinsælastur og þótti mikils verður. Fréttust nú þessi tíðindi
um öll héruð.



Og litlu síðar kom í Njarðvík Þorkell Geitisson með nokkura
menn að leita eftir Austmönnum og fé þeirra og kvað nauðsyn á
hvorumtveggjum, eftir leita og sinna harma að reka. Þorgerður
húsfreyja kvað það nauðsynjamál að leita eftir þeim og kvaðst
þá burt hafa rekið. Þeir Þorkell fóru í burt og heim við svo
búið.



Líður nú á veturinn og hafði Þorkell Geitisson mikinn grun á
að þeir Gunnar, er síðan var kallaður Þiðrandabani, og
Þormóður félagi hans mundu vera í varnaði þeirra bræðra
Ketilssona, Þorkels og Eyjólfs.



Um veturinn kemur Þorkell Geitisson að máli við heimamann
sinn þann er Þórður hét og mælti svo: "Sendiför hefi eg ætlað
þér ofan til Njarðvíkur að segja þeim bræðrum að hross eitt
var horfið frá stóðhrossum þeirra."



Þórður svarar: "Það eitt erindi vil eg þangað bjóða að þeim
bræðrum sé ekki misboðið í minni ferð."



"Til öngra svika skal þetta gera."



Þórður fer ofan til Njarðvíkur og segir þeim bræðrum um
hrossin. Þeir kváðu hann sýna góðvilja enn í þessu. Skilja
þeir nú við svo búið.



Litlu síðar fóru þeir bræður Þorkell og Eyjólfur Ketilssynir
til stakkgarðs þar er hrossin voru vön að vera í. Logndrífa
var á um daginn og var dimmt veðrið. Og er þeir bræður voru
við garðinn komu að þeim fimm menn. Var þar Þorkell
Geitisson. Þeir tóku þá bræður höndum og bundu hvorntveggja.
Þorkell bað þá segja til Austmanna, kvaðst vita að þeir væru
á þeirra valdi. Þeir þrættu og kváðust eigi vita til þeirra.
Þá leiddi Þorkell sérhvorn þeirra í burt. Þorkell Geitisson
hafði feld yfir sér. Hann lét höggva þar kálf einn undir
garðinum og lét blæða úr kálfstrjúpanum og á Þorkel
Ketilsson.



Þá bar hann aftur af honum feldinn og mælti til Eyjólfs og
bað hann segja til Austmanna "ella mun hann drepinn sem
bróðir hans" og sagði að þar var blóðið hans á feldinum.



Eyjólfur svarar: "Frekur er hver til fjörsins, og mun eg
heldur segja til þeirra en eg sé drepinn. Þeir eru hér að
geitahúsum vorum og höfum við bræður jafnan fært þeim þangað
mat í vetur þá er við höfum farið til hrossa."



Og er Eyjólfur hafði þetta mælt þá var Þorkell Ketilsson
þangað leiddur og var heill.



Þá mælti Eyjólfur: "Bragð hefir þú nú haft í við okkur
Þorkell," sagði hann, "en það vildi eg Þorkell Geitisson að
eg mætti segja þér þá sögu eitthvert sinn að þér væri eigi
minni skapraun í móti því er þú sagðir mér bróður minn
dauðan."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.