Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ch. 2

Gunnars þáttr Þiðrandabana 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite ( ch. 2)

Anonymous íslendingaþættirGunnars þáttr Þiðrandabana
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það sama sumar kom skip í Breiðavík, það er á milli Húsavíkur
og Borgarfjarðar, og voru þeir stýrimenn að annar hét Gunnar
en annar Þormóður. Áttu menn kaup við þá, og ætluðu hér að
vistast. Ketill reið til skips og tók við stýrimönnum. Fóru
þeir til vistar með honum. Gunnar var manna vasklegastur,
mikill og sterkur og manna vænstur að sjá.En Þiðrandi kom til Kórekssona um sumarið. Tóku þeir við
honum einka vel. Var hann þar um nóttina. Þeir buðu að gerast
fylgdarmenn hans og til allrar þjónustu við hann. Hann tók
því vel. Þeir kváðust nú vilja fara til Njarðvíkur með honum
að stefna Ásbirni. Þiðrandi játaði þeim því.Kórekur karl mælti: "Eigi segir mér vel hugur um þessa ferð
og hafið þið synir mínir góðan dreng í hættu en eigið við
allbráðan mann um þar er Ketill er en annan illan."Þrír voru þeir bræður Kórekssynir, Björn og Þorfinnur og
Halldór. Þórir Englandsfari var í ferð með Þiðranda og tveir
menn þeir er eigi eru nefndir og voru þeir sjö saman. Nú fara
þeir til þess er þeir komu í skóg þann er skammt er frá
Njarðvík og fóru þar af baki og gerðust í leik og skutu
skógvöndum í millum sín.Þá mælti Þiðrandi: "Það hygg eg að fóstra mínum munum vér
þykja helsti liðmargir og styggist hann."Það sá Ásbjörn vegghamar þar sem hann var á mýri nokkurri og
gróf torf. Ásbjörn sá á þá og þekkti hverjir voru og þóttist
vita hvert erindið var. Ásbjörn kastar nú niður verkfærum
sínum og tekur á skeiði miklu heim til bæjarins. Einn af þeim
bræðrum skaut til hans skotvendinum og kom á kvið Ásbirni.
Ekki hljóp hann að seinna. Þiðrandi kvað það betur ógert.
Ásbjörn hljóp heim og kom í eldahús og fór felmtur mjög en
Ketill bakaðist við eldinn og spurði hví hann fór svo hart.Hann svarar: "Spyrja er best til válegra þegna. Ertu kallaður
garpur mikill og hefnir mín eigi en spjót stendur í gegnum
mig."En þeir Þiðrandi urðu seinni er þeir máttu eigi ríða hið
gegnsta yfir mýrarnar. Þiðrandi kveðst gruna hversu Vegghamar
mundi túlka fyrir þeim.Ketill bakaðist við eldinn og kenndi ekki heitt af eldinum og
kvaðst það undarlegt þykja. Ásbjörn bað hann hefna sín ef
hann væri vaskur karlmaður.En Ketill varð við skapbráður og mælti: "Sjaldan hefir þurft
að frýja mér hugar."Ketill hleypur út og þrífur spjót mikið. En þeir Þiðrandi
voru þá komnir í túnið og allir saman. Þiðrandi bað sína menn
hlífast við fóstra sinn. Ketill hljóp þegar að Birni
Kórekssyni og lagði hann spjóti í gegnum því að hann var
næstur honum. Og er Þórir Englandsfari sér það hljóp hann að
Katli og hjó framan í fang honum og var það þegar banasár. Og
þar féll Þórir Englandsfari fyrir heimamönnum Ketils.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.