Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ch. 1

Gunnars þáttr Þiðrandabana 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite ( ch. 1)

Anonymous íslendingaþættirGunnars þáttr Þiðrandabana
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Ketill hét maður og var kallaður þrymur. Hann var Þiðrandason
og bjó í Njarðvík. Kona hans hét Þorgerður. Þorkell og
Eyjólfur hétu synir þeirra.Þar var sá sveinn á fóstri er Þiðrandi hét og var Geitisson
og þótti vera hinn efnilegasti maður af ungum mönnum í
Austfjörðum.Björn hét maður og var Kóreksson og bjó í Skriðudal. Hann var
góður bóndi. Þeir voru fleiri bræður.Eitthvert sumar er frá því sagt að mælt var til hestaats.
Átti annan Ketill bóndi í Njarðvík en annan Björn Kóreksson.
Þar var fjölmennt og góð skemmtan. Þar var Þiðrandi
Geitisson. Svo lauk hestavígum að Björn átti betra hest.Síðan veik hann að Þiðranda og mælti: "Við þig vil eg vingast
og gefa þér hest þann er eg atti í dag."Þiðrandi þakkaði honum gjöfina "og skaltu víst vináttu í móti
hafa."Björn kvaðst þá hafa það er hann vildi.Sá maður var á mannamótinu er Þórir hét og var kallaður
Englandsfari. Hann mælti og til vináttu við Þiðranda. Hann
hafði komið út áður annað sumarið og verið á vist með
Brodd-Helga. Hann hafði mikla vináttu við hann.Þetta haust er frá því sagt að maður kom til gistingar til
Bjarnar Kórekssonar og þeirra bræðra. Hann nefndist Ásbjörn
vegghamar, mikill maður og sviplegur, sterklegur, svartur á
hár og mjög hár, eygður illa og langhálsaður. Hann var
spurður hvaðan hann væri.Hann kvaðst vera sunnlenskur og verið á vist með Ásgrími
Elliða-Grímssyni, "vildi eg mér nú vistar leita," segir það
ef menn vilja sér góðan verkmann fá "þá sneiddu þeir eigi hjá
mér."Þeir kváðust og mjög þann verkmann þurfa er vel væri verkfær.
Þar tók hann sér vist með Kórekssonum. Þeim líkaði vel
verknaður hans og skapsmunir því betur sem hann hafði verið
lengur. Var hann með þeim nokkura hríð, nærri þremur vetrum,
og græddi fé og þá vildi hann á burt og beiddi að þeir skyldu
fá honum bólstað nokkurn. Þeir bræður sögðu að honum mundi
betur hent á griðvist en eiga búsifjar við menn. Hann kvað
ekki þurfa illgetur um það að hafa. Síðan fengu þeir honum
bólstað skammt frá sér og bjó hann þó mjög um þeirra fé en
skuldin óx mjög fyrir honum því að hann var óskuldvar.Þá mælti Björn til hans: "Það grunaði mig að búið mundi þér
eigi hent og vil eg að þú farir aftur til vor og vinnir af
þér skuldina."Hann kvað enn lítt reynt um bú sitt og bað að svo búið skyldi
vera og svo varð. Hann keypti það margt er honum þótti
girnilegt. Og er Þórir Englandsfari kom þar í sveit þá kom
Ásbjörn á hans fund og kvaðst vilja kaupa af honum varning.Hann svarar: "Ertu ekki félítill?"Ásbjörn sagði: "Ekki em eg fémikill en skjótt afla eg á
verkum mínum og þrifsemi."Þórir kvaðst mundu selja honum varning.Og er Þórir hitti Brodd-Helga spurði hann að um sölur hans en
hann sagði sem farið hafði."Þar hefir þú selt þeim manni er mér er óskapfelldur og
hroðavænlegur er."Og um sumarið fór Þórir að skuldaheimtum sínum og hitti
Ásbjörn vegghamar og spurði að um skuld sína. Hann kvaðst
eigi vita hvað til mundi verða um tolla slíka og fékk Þórir
ekki af honum. En þeir Kórekssynir misstu þó mest við hann.Og er Ásbjörn sá að hann mundi eigi um kyrrt mega sitja þá
hljópst hann í burt og kom ofan í Njarðvík og hitti Ketil og
beiddi hann viðurtöku: "Em eg þér hagfelldur því að eg em
verkmaður góður og þú ert iðjufullur sjálfur. En eg tek lítið
gott upp hjá þeim Kórekssonum."Ketill kvað sér lítið um vera að taka við honum, kvað ekki
vel spyrjast til hans atferða."Haf við raun þína bóndi," segir hann."Óráðlegt mun það vera að gera sér aðra menn að óvinum fyrir
þig," segir Ketill."Eigi mun svo mikið illt af standa," segir Ásbjörn.Það varð að Ketill tók við honum. Og er Kórekssynir spyrja
þetta hitta þeir Ketil í Njarðvík, sögðu að þeir fengu eigi
réttar skuldir af Ásbirni og kváðust missa mikils fjár við
hann.Ketill sagði að þeir mundu sannara hafa "en eigi nenni eg að
gjalda fé fyrir hann."Þiðrandi var þá í Njarðvík og lagði orð til að Ketill fóstri
mundi gjalda nokkuð fyrir Ásbjörn.Ketill svarar: "Eigi mun eg fé gjalda fyrir hann en leyfa mun
eg að þeir stefni honum við fá menn.""Undarlega líst mér þetta fóstri minn, við oftæki þitt, og
vonu betur verður ef þetta fer vel af hendi."Ketill svarar: "Mjög fylgir þú máli þessu og muntu launa
hestgjöfina."Þiðrandi kvaðst þess vilja fýsa er honum gegndi best. Við svo
búið ríða þeir í burt en Þiðrandi fór þá norður í Krossavík
og var um sumarið á mannamóti. Ræddu Kórekssynir um að þeir
mundu þá fara í Njarðvík að stefna Ásbirni ef Þiðrandi færi
þangað á kynnisleit. Þótti þá von að betur mundi þá fara með
þeim.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.