Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GullÞ ch. 15

Gull-Þóris saga 15 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (GullÞ ch. 15)

UnattributedGull-Þóris saga
141516

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það verður nú næst til tíðinda að Gísl skeiðarnef tók sótt og
andaðist en mágar Þóris buðu honum til erfis. Þeir buðu honum
og að hafa slíkt af búfé sem hann vildi því að Þórir þurfti
þá mikils við um sláturfé er hann hafði fjölmennt.



Þórir bjóst til ferðar þessarar og Guðmundur son hans,
Ketilbjörn, Gunnar, Grímur og allir fóstbræður Þóris. Þar var
og Gilli hinn suðureyski. Þeir voru tveir tigir saman er þeir
riðu inn með Gilsfirði. Þar fann Þórir Þórarin krók. Hann bað
Þóri fara varlega. Þá var sem mestur fjandskapur með þeim
Steinólfi því að þeir deildu um Steinólfsdal. Þórir bað
Þórarin halda njósnum til ef hann yrði var við nokkurar
skipaferðir.



Nú sat Þórir að erfinu en þeir feðgar í Ólafsdal sendu orð
Steinólfi að hann léti Þóri þá eigi undan komast. Steinólfur
sendi orð Kjallaki og sonum hans og komu þeir þann dag margir
saman er Þórir skyldi ríða frá erfinu. Gengu þeir Kjallakur
og Steinólfur á róðrarskútu eina mikla er Steinólfur átti við
fjóra tigu manna og reru til Króksfjarðarness og stefndu
fyrir sunnan nesið. Þórarinn krókur sá för þeirra og grunar
að ófriður muni vera. Reið hann þegar til Króksfjarðar og
safnar mönnum. Þeir Ólafur og Þorgeir gengu á skip við
nokkurum mönnum og reru yfir Gilsfjörð og lentu við Langeyri
út frá Gróstöðum og héldu þaðan njósnum um ferðir Þóris. Þeir
Steinólfur lentu fyrir sunnan Króksfjarðarnes og sendu sex
menn upp undir múla, var þar Blígur og Árni, og fjóra menn
aðra. Skyldu þeir þaðan hyggja að mannaferðum.



Þórir varð heldur seinn frá heimboðinu. Hann dvaldist í
Garpsdal um hríð. Þá gaf Halldór Héðinsson Þóri uxann Garp er
dalurinn var við kenndur. Var hann þá fimmtán vetra gamall.
En Þórir gaf Halldóri bauginn Brosunaut. Hann reið nú úr
Garpsdal og kom á Gróstaði. Gróa húsfreyja segir honum um
skipin. Þórir gaf henni gullbaug en hún sendi þegar mann í
Garpsdal að segja Halldóri að meiri von sé að Þórir þurfi
manna við.



Þeir Þórir riðu út með hlíðum. Þá sáu þeir sex menn vera
fyrir múlanum, vopnaðir. Litlu síðar sáu þeir hvar þeir fóru,
Kjallakur og Steinólfur, neðan frá skipi og voru skjaldaðir.
Þórir bað sína menn af baki stíga og dró á sig glófana
Agnarsnauta og vill nú fara höndum um þá. En Vöflu-Gunnar
keyrir hestinn sporum fram frá þeim og reið hina neðri leið.
Hann sá sex menn fyrir sér. Þar voru þeir Blígur og Árni og
þeirra félagar. Þeir réðu þegar í mót honum. Gunnar skaut
spjóti til Árna áður hann hljóp af baki og kom spjótið í fang
honum og þegar í gegnum hann. Eftir það hlaupa þeir að
Gunnari er eftir voru og sækir Gunnar þá fimm. Er þeir sáu þá
hvar þeir Ólafur og Þorgeir fóru neðan í brekkuna milli
þeirra Þóris, og hlupu þá fjórir förunautar Blígs í lið með
þeim en Blígur tók undan með rás og fékk Gunnar tekið hann í
mýri einni og drap hann þar og heitir þar Blígsmýr og
Blígsteinn þar sem hann var kasaður.



Í þann tíma finnast þeir Þórir og Þorgeir og eru þar nítján
hvorir. Slær þar þegar í bardaga og snýr Þórir að Þorgeiri og
höggur til hans með Hornhjalta og kemur á öxlina og sníður af
höndina fyrir utan geirvörtuna. Ólafur faðir hans stóð að
baki honum og kom blóðrefillinn í brjóst honum og renndi ofan
í kviðinn svo að út féllu iðrin og létust þeir þar báðir
feðgar af þessu höggvi. Ketilbjörn varð þegar manns bani er
þeir fundust. Og í þessu komu þeir Kjallakur og Steinólfur
með þrjá tigu manna. Þá kom Gunnar að og barðist
alldjarflega. Þórir bað sína menn hlífa sér og gæta síns sem
best. Tókst þá ei mannfallið allskjótt. Þá kom Halldór til
liðs við Þóri við tólfta mann. Þeir börðust nú um hríð. Urðu
menn sárir af hvorum tveggjum. Og þá komu njósnarmenn þeirra
Steinólfs og segja að eigi mundu færri menn ríða inn fyrir
Króksfjarðarmúla en fimm tigir. Þeir segja og mikið lið ríða
frá Gróstöðum.



Þá kallar Steinólfur á sína menn og biður þá halda til skipa
og láta þau gæta sín. Snúa þeir Kjallakur þá út undir bakkana
og til skipa sinna en hinir hlupu eftir þeim. Skipið var uppi
fjarað. Þeir Jósteinn hrundu fram skipinu en Þorvaldur bróðir
hans hélt upp bardaganum á eyrinni við Þóri. Vöflu-Gunnar kom
að þar er Jósteinn hafði flotað skipinu og hjó hann í sundur
í miðju við saxinu en brýndi upp skipinu. Þeir Þórarinn koma
þá á eyrina er Þorvaldur var fallinn og flestir allir hans
menn.



Hann bað menn hætta að drepa niður forystulausa menn: "Höldum
heldur eftir þeim Steinólfi og látum nú sverfa til stáls með
oss."



Þórir kvað þá fyrr ná mundu skipum sín en þeir yrðu teknir.
Þórarinn kveðst eiga teinæring "er marga menn mun bera og
eltum þá suður yfir fjörð."



Þórir bað hann ráða en kveðst svo hugur um segja að þá væri
best að skilja. En Þórarinn vill ekki annað en að fara eftir
þeim. Reið hann heim til skips með tuttugasta mann en Þórir
gekk á skip með nokkura menn. Menn Þóris voru bæði sárir og
vígmóðir og gekk seint róðurinn. En Þórarinn sótti ákaft
róðurinn og hans menn er þeir voru hvíldir og drógu skjótt
eftir þeim Steinólfi og Kjallaki.



Steinólfur bað þá ei undan róa að þeir hyrfu fyrir það aftur
er eftir sóttu "því að vera kann að þeir nenni eigi að bíða
hinna er eftir róa og mætti áður umskipti verða áður félagar
þeirra kæmu eftir."



Knútur bóndi á Knútsstöðum sá að þeir Steinólfur reru fyrir
landið. Hann kenndi skipið og sendir þegar menn í Fagradal og
stefndi mönnum til naustanna. Hann fór og þangað með sína
menn. Steinólfur stillir svo til um róðurinn að þeir yrðu
mjög jafnskjótir til lands og Þórarinn með sínum mönnum.
Gengu þeir Kjallakur þegar upp frá skipi og námu staðar á
ströndunni. Þórarinn eggjar þá sína menn til uppgöngu. Voru
þeir tveir tigir en þeir Steinólfur hálfur þriðji tugur. Þar
varð harður bardagi á eyrinni. Og er þeir höfðu skamma stund
barist kom Knútur við fimmtánda mann og veitti Steinólfi og
sneri þá skjótt mannfallinu á hendur þeim Þórarni og féll
hann þar og níu menn með honum en fimm af Steinólfi. Þeir
hlupu á kaf er eftir voru og tóku þeir Þórir þá af sundi er
þeir komu eftir og drógu upp í skip sitt. Þeir Gunnar og
Ketilbjörn vildu þegar að landi leggja en Þórir bannar þeim
og heldur Gunnari. En Ketilbjörn hljóp í framstafn á skipi
Steinólfs og dró að sér. Skutu þeir þá við forkum og fluttust
frá landi. Þeir Steinólfur hlupu þá ofan á fjöruna og eggja
Þóri upp að ganga á land en hann kvað þeim meira mundu fyrir
verða "að standa yfir höfuðsvörðum mínum."



Reri hann þá vestur yfir fjörð með bæði skipin en hinir
þóttust eigi skipakost til hafa að róa eftir þeim. Þórir
lenti við Langeyri og lágu þar níu menn dauðir og allir af
Ólafsdælum. Þorvaldur var græðandi og var í brott fluttur.
Sex menn voru þar dauðir er þeir höfðu fyrst fundist. En lið
það er Steinólfur hafði séð mart lið fara frá Gróstöðum, það
voru naut Gró og breiddi hún klæði á hornin. En mannföll
þessi eru sögð eftir kumlum þeim er fundin eru þar er
bardagarnir hafa verið.



Eftir þessi tíðindi fór Þórir heim til bús síns og fóru þá
menn í millum og varð griðum á komið um síðir. Ekki var þessi
sætt í saksóknir færð því að þessi tíðindi urðu fyrr en
Úlfljótur flutti lög til Íslands út.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.