Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GullÞ ch. 14

Gull-Þóris saga 14 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (GullÞ ch. 14)

UnattributedGull-Þóris saga
131415

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þórir seldi landið að Uppsölum Þorgerði í Þorgeirsdal því að
hún þóttist eigi búa mega fyrir beitingum Helga af Hjöllum.
Þá tók Þórir við Þorgeirsdal og beitti Helgi ei að síður.Það vandist á að Þórisstöðum að þar hurfu gimburlömb tvö
grákollótt hvert vor og höðnukið tvö með sama lit.Það var eina nótt um vorið að Þórir mátti ei sofa. Hann gekk
þá út og var regn mikið. Hann heyrði jarm þangað er stíað
var. Þórir gekk þangað og sá á réttargarðinum að þar lágu kið
tvö bundin og lömb tvö en í rétt sátu konur tvær. Þær léku að
hnettafli og var taflið allt steypt af silfri en gyllt allt
hið rauða. Þær brugðust við fast og urðu hræddar mjög. Þórir
fékk tekið þær og setti niður hjá sér og spurði því að þær
legðust á fé hans. Þær buðu allt á hans vald. Hann spurði
hverjar þær væru. Það var önnur Kerling dóttir Styrkárs í
Barmi en önnur kveðst vera dóttir Varða ofan úr Vörðufelli og
nefndist hún flagðkona en hin hamhlaupa. Þórir gerði þá sætt
með þeim að þær hefðu sauði með sér en hann taflið og það er
þar fylgdi en á tuglunum taflpungsins var gullbaugur settur
steinum en annar silfurbaugur var í borðinu. Þetta allt tók
Þórir og skildu við það. Þá sætt hélt Frosta vel en Kerling
illa.Með þeim Eyjólfi í Múla og Helga á Hjöllum var fjandskapur
mikill um beiting og beittu Hjallamenn fyrir Eyjólfi bæði tún
og eng.Það var einn veðurdag góðan að menn voru að heyverki í Múla
að þeir sáu hvar maður reið sunnan yfir Þorskafjörð og að
garði í Múla. En því var þessa við getið að þessi maður var
öðruvís búinn en þeir menn er þar riðu hversdaglega. Hann
hafði hjálm á höfði en skjöld á hlið gylltan. Hann reið í
steindum söðli og hafði öxi rekna á öxl nær alnar fyrir munn.
Hann reið ákafa mikinn og var hesturinn mjög móður. Og er
hesturinn kom í garðshliðið var hann staðþrotinn. Þá hljóp
maðurinn af baki og setti öxina í höfuð hestinum og var hann
þegar dauður. Hann tók ekki af söðulinn og gekk heim eftir
það. Eyjólfur bóndi spurði hann að nafni. Hann kveðst Gunnar
heita, austfirskur maður að ætt, en kveðst Þóri finna vilja.Hey mikið lá á vellinum um daginn er hirða skyldi en naut
Helga af Hjöllum gengu í. Gunnar spurði því að eigi skyldi
reka nautin úr vellinum."Ekki þykir oss það tjóa," segir Eyjólfur, "því að jafnskjótt
eru aftur rekin nautin sem vér rekum í brott."Gunnar segir: "Það þykir mér yður skömm mikil, venslamönnum
Þóris, að sitja ójöfnuð bændum hér í Þorskafirði.""Þann veg ræðir þú um," segir Eyjólfur, "sem þér sé ókunnigt
skaplyndi Helga eða Þórarins ákafa sonar hans."Gunnar segir: "Ekki ætla eg að ganga vagur fyrir skaplyndi
þeirra."Hann hljóp til nautanna, barði og elti út með sjónum sem
gatan lá og ofan fyrir einstigi það er var við ána. Grímur
var úti staddur, son Eyjólfs, og telgir kylfu. Hann segir
föður sínum um nautin og spurði hvort engi maður skyldi
fylgja þessum manni. Eyjólfur kveðst letja hvern sinna manna
að fylgja honum. Grímur kvað engum tjóa mundu að letja sig og
hljóp þegar eftir Gunnari með kylfuna.En er Gunnar kom í einstigið var þar fyrir Þórarinn ákafi með
fimmtán menn og vilja þegar aftur reka nautin. Gunnar sækir
þá að í ákafa en þeir ráða fast í mót. Helgi sat á hesti
fyrir utan ána og eggjar þaðan liðið. Þar vó Gunnar Þórarin
og tvo aðra en Grímur drap einn. Gunnar kastaði steini fyrir
brjóst Helga svo að hann féll af baki og lömdust
bringspelirnir. Fór hann við það heim og lá í rekkju lengi.En meðan þetta bar að tók Eyjólfur söðul af hesti Gunnars og
söðlar tvo hesta. Hann bað þá Grím og Gunnar fara til Þóris
"og segið honum þessi tíðindi" og biðja hann ásjá.Eftir það fóru þeir á Þórisstaði og sögðu honum til og leita
ráðs við hann.Þórir tók ekki mjög á þessum tíðindum og bað þó Grím fara til
sín "en ekki vil eg taka við Gunnari," segir hann, "því að
þær einar spurnir hefi eg frá honum að hann hafi meiri verið
í hreysti en hamingju. En hér er svo mönnum varið að vér
þurfum meir umbótamenn en þá að auki vor vandræði."Grímur kveðst við Gunnar aldrei skyldu skilja "því að hann
varð til þess að reka skömm af oss og var það þó eigi minni
þín skylda en hans eða mín."Þá mælti Þórir við Guðmund son sinn að hann skyldi fara í
Múla eftir fé og mönnum. Er þá rekið allt fé Eyjólfs á
Þórisstaði. Gunnar rak og þangað fjóra tigu geldinga er Helgi
átti. En Þórir vill eigi að síður reka hann á brott en Grímur
vill Gunnari fylgja en Guðmundur Grími. Sá Þórir þá hvar
komið var og bað þá alla þar vera en kvað sér þungt hug um
segja hversu að til tækist er bæði var von ófriðarins vestan
og sunnan.Það var nokkuru síðar er synir Helga eggjuðu hann til hefnda,
Frakki og Bljúgur. Þeir bjuggu í Frakkadal í Kollafirði.
Kálfur og Styr voru fylgdarmenn þeirra. Þeir voru allir á
laun á Hjöllum og sátu um Þóri. Þeir urðu þess varir að Þórir
fór að skera mön á hrossum sínum og Guðmundur son hans með
honum. Þeir Frakki og Bljúgur fóru til móts við þá og kom
Bljúgur fyrst að. Hann lagði þegar til Þóris sem hann var að
manskurðinum og hafði hengt skjöldinn á hlið sér. Lagið kom í
skjöldinn og renndi af út og kom á nára hestinum og þar á
hol. Féll hann þegar dauður niður. En Þórir snerist við fast
og laust Bljúg með skærahúsanum og kom í ennið en hann féll á
bak aftur og varð hola fyrir húsanum. Bað hann þá Guðmund
gæta hans. Þórir tók þá sverð sitt og hljóp á mýrina og vó
þar Frakka. Hét þar síðan Frakkamýr. Guðmundur vó Bljúg í
lækinum er síðan heitir Bljúgslækur. Þeir Kálfur og Styr tóku
undan. Þórir gat náð Styr á brekku uppi og drap hann. Þar
heitir nú Styrsbrekka. En Guðmundur elti Kálf ofan í
Kálfárgljúfur og dó hann þar.Ekki vill Þórir bæta þessi víg en fyrir víg Þórarins ákafa
galt hann Þorgeirsdal og voru þeir Helgi þá sáttir að kalla.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.