Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GullÞ ch. 11

Gull-Þóris saga 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (GullÞ ch. 11)

UnattributedGull-Þóris saga
101112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það verður þessu næst til tíðinda að vor eitt á einmánuði rak
hval í ey þeirri er Hvallátur heitir. Það var þá eyðiey og
átti Gull-Þórir eyna. Þórir fór til og skar hvalinn, flutti
suman heim en gaf héraðsmönnum sínum suman. Mikið lá þar enn
eftir óskorið hvalsins.



Þetta fréttir Steinólfur í Fagradal. Fer hann þá til og
mannar út áttæring. Og er þeir komu í eyna voru þar fyrir
nokkurir Reyknesingar að hvalskurðinum. Steinólfur og hans
félagar létu ófriðlega og þorðu hinir er að hvalskurðinum
voru eigi að verja þeim hvalinn og hopuðu undan. Báru þeir
Steinólfur þá hvalinn til skips og hlóðu og lögðu síðan brott
frá eynni. Vindur var á sunnan og fór heldur vaxandi.



En er þeir komu inn um eyjar sjá þeir að skip fer í móti
þeim. Kenna þeir að það er Þórir og Þorskfirðingar og svo
hvorir aðra. Þeir Þórir fella seglið en með því að skriður
mikill var á skipunum runnust þau hjá. Þórir skaut spjóti og
varð fyrir sá maður er næstur sat Steinólfi. Féll hann dauður
útbyrðis. Var þá við því búið að í baksegl slægi hjá
Steinólfi og ógreiddist honum ferðin. En fyrir sakir þess að
þá var komið ofviðri og sjógangur mikill gátu þeir Þórir eigi
veitt þeim eftirför. Steinólfur komst með nauðung til
Akureyja. Hafði hann þá rutt skipið að mestu af hvalnum. Beið
hann við eyjarnar til þess er veðrið lægði. Hélt hann þá heim
og sagði sínar farar eigi sléttar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.