Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 88

Grettis saga Ásmundarsonar 88 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 88)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
878889

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Í þenna tíma var Haraldur Sigurðarson í Miklagarði og kom
Þorsteinn sér í vináttu við hann. Þótti Þorsteinn nú
mikilhæfur því að Spes lét hann ekki fé skorta. Lögðust þau
nú á hugi, Þorsteinn og Spes. Fannst henni mikið um atgervi
hans. Varð henni féskylft mjög því að hún hélt sér mjög til
vinsælda. Bóndi hennar þóttist og finna að hún tók sér
háttaskipti, bæði í skaplyndi og margri breytni og einkanlega
í fjárauðn. Saknaði hann bæði gulls og gripa er hurfu úr
hennar geymslu.Og eitthvert sinn talaði Sigurður bóndi hennar við hana og
segir að hún tæki undarlega breytni upp "þú gefur eigi gaum
að góssi okkru og sukkar því ýmsa vega. En svo er sem eg sjái
þig í svefni og viltu aldrei vera þar stödd sem eg er. Nú
veit eg fyrir víst að eitthvert ber til."Hún svarar: "Eg sagði þér og svo frændur mínir þá er við
komum saman að eg vildi vera sjálfráð og frjáls allra þeirra
hluta sem mér stæði vel að veita og af því spara eg ekki fé
þitt. Eða viltu nokkuð aðra hluti við mig tala þá sem mér
megi blygð í verða?"Hann svarar: "Eigi er mér það grunlaust að þú haldir
einnhvern þann mann er þér þykir betri en eg.""Eigi veit eg," segir hún, "að mikið sé fyrir því en þó vil
eg það ætla að þú megir það með öngum sannindum segja. En
ekki munum við tvö ein við talast ef þú berð þessa óvissu að
mér."Hann lét nú falla niður þetta tal að sinni.Þau Þorsteinn héldu fram hinu sama og voru ekki viðsjál við
orði vondra manna því að hún treysti visku og vinsældum. Oft
sátu þau á tali og skemmtu sér.Það var eitt kveld er þau sátu í einu lofti þar sem í voru
gripir hennar. Hún bað Þorstein kveða nokkuð því að hún hugði
bónda sitja við drykk sem hann átti vanda til. Hún strengdi
aftur dyrnar. Og er hann hafði kveðið um stund var brotist á
hurðina og kallað að upp skyldi láta. Var þar kominn bóndinn
með marga sveina. Húsfreyja hafði lokið upp einni stórri
kistu og sýndi Þorsteini gripi sína. En er hún kenndi hver
var vildi hún ekki lúka upp dyrnar.Hún talar við Þorstein: "Skjót er ráðagerð mín. Hlaup hér
niður í kistuna og lát hljótt um þig."Hann gerði svo. Hún rak lás fyrir kistuna og settist þar upp
á. Í því kom bóndi inn í loftið og höfðu þeir þá brotið upp
loftið.Húsfreyja mælti: "Því farið þér með svo miklu harki eða fara
ófriðarmenn eftir yður?"Bóndi svarar: "Nú er vel að þú gefur sjálf raun hver þú ert.
Eða hvar er sá maður er mest renndi raustum áðan? Get eg að
þér þyki hann fagurhljóðari en eg."Hún mælti: "Enginn er allheimskur ef þegja má. Fer þér og
svo. Þú þykist vera slægur og ætlar að þú munir festa á mér
lygi þína en hér mun raun á nú. Ef þú hefir satt að mæla þá
tak þú hann því að eigi mun hann hlaupa út um veggina eða
ræfrið."Hann leitaði um húsið og fann ekki.Hún mælti: "Hví tekur þú hann ekki nú ef þú þykist þó eftir
vísu ganga?"Hann þagnaði þá og þóttist ekki vita við hver brögð hann var
kominn og frétti fylgdarmenn sína hvort þeim heyrðist eigi
sem honum. En er þeir sáu að húsfreyju mislíkaði varð ekki af
vitnisburði þeirra og sögðu að jafnan heyrði eigi eftir því
sem var. Gekk bóndi þá út og þóttist vita með sannindum þó að
hann fyndi eigi manninn. Lét hann þá af að forvitnast um
húsfreyju og hagi hennar langa stund.Annan tíma var það enn miklu síðar að þau Þorsteinn og Spes
sátu í fatabúri einu. Þar voru inni klæði bæði skorin og
óskorin er þau bóndinn áttu. Sýndi hún Þorsteini marga dúka
og röktu í sundur. Og er þau uggði minnst kom þar að þeim
bóndinn með marga menn og brutu upp loftið. En meðan þeir
gerðu það rak hún klæðin ofan á Þorsteinn og studdist við
klæðahlaðann er þeir komu inn í húsið."Hvort muntu enn þræta," segir bóndi, "að hér væri maður hjá
þér? Munu þeir menn vera hér nú er sáu ykkur bæði."Hún bað þá vera eigi svo óða "mun yður nú eigi bresta en
látið mig vera kyrra og skýfið mér hvergi."Þeir leituðu nú um húsið og fundu ekki, gefa upp um síðir.Þá mælti húsfreyja: "Gott er það jafnan að gefa betri raun en
margir ætla og var það von að eigi munduð þér það finna sem
ekki var til. Eða viltu nú bóndi ganga við heimsku þinni og
bera mig undan þessu illmæli?"Hann mælti: "Síður ber eg þig undan að eg þykist víst vita að
þú ert sönn að þessu sem eg hefi á þig borið. Skaltu og verða
þig við að hafa um það mál ef þú getur það af þér fært."Hún kvað sér það ekki í móti skapi. Skildu þau að því tal
sitt.Eftir þetta var Þorstein með Væringjum jafnan. Og það segja
menn að hann hafi leitað ráða undir Harald Sigurðarson og
ætla menn að þau hefðu eigi svo úr ráðið ef þau hefðu eigi
hans við notið og hans visku.Og þá er fram liðu stundir gerði Sigurður bóndi orð á því að
hann mundi fara heiman að einhverjum erindum sínum. Ekki
latti húsfreyja hann þess. Og er bóndi var á burtu kom
Þorsteinn til Spes og voru þau þá jafnan bæði saman. Svo var
háttað í garði hennar að hann var húsaður fram yfir sjóinn og
voru það nokkur hús er sjórinn gekk upp undir. Þar sátu þau
Spes og Þorsteinn jafnan. Þar var lítil hlemmur í gólfinu svo
að enginn vissi nema þau tvö. Skyldi hann opinn standa ef
skjótt þyrfti til að taka.Nú er frá bónda að segja að hann fór hvergi á burt nema hann
leyndist og vildi speja um húsfreyju. Bar það og svo til að
þá er þau varði síst á einu kveldi og þau sátu í
sjóvarloftinu og skemmtu sér að þar kom bóndinn að þeim
óvörum með fjölda fólks og leiddi nú nokkura menn til gluggs
er á var á húsinu og bað þá sjá hvort eftir því væri sem hann
sagði. Allir sögðu að hann hefði rétt talað og svo mundi fyrr
hafa verið, hlupu nú á loftið.Og er þau heyrðu brakið mælti hún til Þorsteins: "Hér verður
þú niður að fara hvað sem kostar. Ger mér vísbending ef þú
kemst fram undan húsunum."Hann kvað já við og steypti sér niður í gólfið en húsfreyja
spyrnti fæti sínum á hlemminn, féll síðan aftur í lag og sá
þá hvergi nývirki á gólfinu.Kom bóndi í loftið og hans menn. Þeir fóru nú leitandi og
fundu ekki sem von var. Loftið var autt svo að þar var engi
hlutur inni nema slétt gólfið og pallar. Sat húsfreyja þar og
lék að fingurgullum sínum. Hún gaf sér fátt að þeim og lét
sem hún ætti ekki um að vera. Nú þótti bónda allkynlegt og
spurði fylgdarmenn sína hvort þeir hefðu eigi séð manninn.
Þeir kváðust fyrir víst hafa séð hann.Þá mælti húsfreyja: "Hér mun koma að því sem mælt er að
þrisvar hefir allt orðið forðum. Hefir þér og svo farið
Sigurður," sagði hún. "Þú hefir gert mér þrisvar ónáðir að
því sem mér þykir. Eða eruð þér nú nokkuru hyggnari en fyrir
öndverðu?""Eg var nú ekki einn til frásagnar," segir bóndi. "Skaltu
fyrir allt það eiga undanfærslu því að eg vil með engu móti
þessa svívirðing hafa óbætta.""Eg ætla," sagði húsfreyja, "að þú beiðir þess er eg vil
bjóða því að mér þykir allgott að færast undan þessum áburð.
Er hann svo á loft kominn að mér verður mikill vanmetnaður í
ef eg hrind honum eigi af mér.""Einn veg skaltu þess synja," segir bóndi, "að þú hafir eigi
gefið góss vort né gripi."Hún svarar: "Þann tíma sem eg færist undan skal eg einn veg
hrinda af mér öllum þeim greinum sem þú hefir til mín að
tala. En hygg að hvar niður skal koma. Vil eg þegar nú á
morgun fara fram fyrir biskup og nefni hann mér fulla
undanfærslu fyrir svo fallin orð fyrir þenna áburð."Bóndi lét sér þetta vel nægja og gekk í burt með sína menn.Nú er frá Þorsteini að segja að hann lagðist fram undan
húsunum og gekk upp þar sem honum líkaði og tók sér eina
skíðu með logandi eldi og hélt upp svo að sjá mátti úr garði
húsfreyju. Hún var löngum úti um kveldið og um nóttina því að
hún vildi vita ef Þorsteinn kæmi á land. Og er hún sá eldinn
þóttist hún vita að hann var á land kominn því að þau höfðu
þetta ráð gert með sér.Eftir um morguninn bauð Spes bónda sínum að þau skyldu við
talast fyrir biskupi um sín mál og hann var þess albúinn.
Koma þau nú fram fyrir biskup og hefir bóndi hinar sömu sakir
við hana sem fyrr var getið. Biskup spurði hvort hún hefði
við þetta kennd verið fyrri en enginn sagðist það heyrt hafa.
Þá spurði hann með hverjum líkindum hann bæri þetta að henni.
Hann leiddi þá fram menn er séð höfðu að hún sat í læstu húsi
og þar einn maður hjá henni. Og á því sagði bóndinn sér grun
að sá maður mundi glepja hana. Biskup sagði að hún mátti vel
færast undan þessum áburð ef hún vildi.Hún kvað sér nú allvel líka "trúi eg," sagði Spes, "að mér
verði gott til eiðakvenna um þetta mál."Var henni nú nefndur eiður og ákveðinn dagur til að fram
skyldi koma. Fór hún eftir það heim og lét vel yfir sér.
Fundust þau Þorsteinn og Spes og gerðu ráð sín.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.