Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 82

Grettis saga Ásmundarsonar 82 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 82)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
818283

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er frá því að segja að Grettir var svo sjúkur að hann
mátti eigi á fætur standa. Sat Illugi yfir honum en Glaumur
skyldi halda vörð. Hann hafði þá enn mörg orð í móti og kvað
þeim svo þykja sem falla mundi fjör úr þeim þó að ekki bæri
til. Nú fór hann út úr skálanum og allnauðigur.Og er hann kom til stiganna mæltist hann við einn saman og
sagði nú að hann skyldi eigi upp draga stigann. Tók hann nú
að syfja mjög og lagðist niður og svaf allan daginn og allt
þar til er Þorbjörn kom til eyjarinnar. Þeir sáu nú að
stiginn var ekki upp dreginn.Þá mælti Þorbjörn: "Brugðið er nú lagi," segir hann, "úr því
sem vant er að öngvir eru menn á gangi enda stendur stiginn
þeirra. Má vera að fleira beri til tíðinda í ferð vorri en
vér hugðum fyrir öndverðu. Nú skulum vér flýta oss til
skálans og látum nú eigi áræðisskort verða. Vitum það fyrir
víst ef þeir eru heilir að vér munum þurfa að hver dugi sem
best."Síðan gengu þeir upp á eyna og lituðust um og sáu hvar maður
lá skammt frá uppgöngunni og hraut fast.Þorbjörn kenndi Glaum og gekk að honum og rak sverðshjöltin
við eyra honum og bað mannfýluna vaka "og sannlega er sá eigi
vel staddur er líf sitt á undir þínum trúnaði."Glaumur sest upp og mælti: "Nú ætla þeir að láta sem vant er.
Eða þykir ykkur of mikið frelsi mitt þó að eg liggi hér í
kuldanum?"Öngull mælti: "Ertu vitlaus er þú skynjar ekki að óvinir
yðrir eru komnir og munu drepa yður alla."Þá mælti Glaumur ekki en æpti upp sem hann mátti er hann
kenndi mennina."Gerðu annaðhvort," segir hann Öngull, "að þú þegir í stað og
seg oss frá híbýlum yðrum ella drep eg þig."Þá þagði Glaumur sem honum væri í vatn drepið.Þorbjörn mælti: "Eru þeir að skála bræður eða því eru þeir
ekki á ferli?""Eigi er það hið hægra," segir Glaumur, "því að Grettir er
sjúkur og kominn að bana en Illugi situr yfir honum."Öngull spurði að heilsufari hans og hvað til hefði borið. En
síðan sagði Glaumur hversu til hafði borið um skeinu Grettis.Þá hló Öngull og mælti: "Satt er hið fornkveðna, að
langvinirnir rjúfast síst, og hitt annað, illt er að eiga
þræl að einkavin, þar sem þú ert Glaumur og hefir þú
skemmilega svikið þinn lánardrottin þó að hann væri eigi
góður."Margir lögðu illt til hans fyrir sína ódyggð og lömdu hann
nálega til bótleysis og létu hann þar liggja. En þeir gengu
heim til skálans og komu við hurðina stundar fast.Þá mælti Illugi: "Knýr Hösmagi hurð bróðir," segir hann."Og knýr heldur fast," sagði Grettir, "og óþyrmilega" og í
því brast sundur hurðin.Þá hljóp Illugi til vopna og varði dyrnar svo að þeir náðu
eigi inngöngu. Sóttust þeir þá lengi og komu þeir engu við
nema spjótalögum og hjó Illugi öll þau af skafti. Og er þeir
sáu að þeir gátu ekki að gert hlaupa þeir upp á skálann og
rufu. Þá færðist Grettir á fætur og þreif spjót og lagði út á
milli viða. Þar varð fyrir Kár heimamaður Halldórs frá Hofi
og stóð þegar í gegnum hann.Öngull mælti og bað þá fara varlega og geyma sín vel "því að
vér megum sigra þá ef vér geymum ráðs að."Rufu þeir nú um ásendana og treystu síðan á ásinn þar til er
hann brast í sundur. Grettir mátti eigi af knjánum rísa.
Greip hann þá saxið Kársnaut. Í því hlupu þeir ofan í tóftina
og varð nú hörð svipan með þeim. Grettir hjó með saxinu til
Víkars fylgdarmanns Hjalta Þórðarsonar og kom á öxlina
vinstri í því er hann hljóp í tóftina og sneið um þverar
herðarnar og niður hina hægri síðuna og tók þar sundur þvert
manninn og steyptist búkurinn ofan á Gretti í tvo hluti. Gat
hann þá ei upp rétt saxið svo skjótt sem hann vildi. Og í því
lagði Þorbjörn öngull í milli herða Gretti og var það mikið
sár.Þá mælti Grettir: "Ber er hver á bakinu nema sér bróður
eigi."Illugi kastaði skildi þá yfir hann og varði hann svo Gretti
rösklega að allir menn ágættu vörn hans.Grettir mælti þá til Önguls: "Hver vísaði yður leið í eyna?"Öngull mælti: "Kristur vísaði oss leið.""En eg get," sagði Grettir, "að hin arma kerlingin fóstra þín
hafi vísað þér því að hennar ráðum muntu treyst hafa.""Fyrir eitt skal nú yður koma," sagði Öngull, "hverjum sem
vér höfum treyst."Þeir sóttu að fast en Illugi varði þá báða alldrenglega. En
Grettir var með öllu óvígur bæði af sárum og sjúkleika. Þá
bað Öngull að þeir skyldu bera skjöldu að Illuga "því að eg
hefi öngvan fundið hans líka, eigi eldra mann."Þeir gerðu nú svo og þröngdu að honum með viðum og vopnum svo
að hann kom öngri vörn við. Gátu þeir þá handtekið hann og
héldu honum. Hann hafði flestum veitt nokkura áverka þeim sem
í atsókninni voru en drepið þrjá fylgdarmenn Önguls.Eftir það gengu þeir að Gretti. Var hann þá fallinn áfram.
Varð þá engi vörn af honum því að hann var áður kominn að
bana af fótarsárinu. Var lærið allt grafið upp að smáþörmum.
Veittu þeir honum þá mörg sár svo að lítt eða ekki blæddi. En
er þeir hugðu að hann mundi dauður þreif Öngull til saxins og
kvað hann nógu lengi hafa borið það. En Grettir hafði fast
hneppt fingur að meðalkaflanum og varð ekki laust. Fóru þeir
þá til margir og gátu ekki að gert. Átta tóku þeir til áður
en lauk og fengu eigi að gert að heldur.Þá mælti Öngull: "Því skulum vér reka sparmælið við
skógarmanninn? Og leggið niður höndina við stokkinum."Og er það var gert hjuggu þeir af honum höndina í úlfliðnum.
Þá réttust fingurnir og losnuðu af meðalkaflanum. Þá tók
Öngull saxið tveim höndum og hjó í höfuð Gretti. Varð það
allmikið högg svo að saxið stóðst ei og brotnaði skarð í
miðri egginni. Og er þeir sáu það spurðu þeir því að hann
spillti svo góðum grip.Öngull svarar: "Þá er auðkenndara ef að verður spurt."Þeir sögðu þessa eigi þurfa þar sem maðurinn var dauður áður."Að skal þó meira gera," segir Öngull.Hjó hann þá á háls Gretti tvö högg eða þrjú áður af tæki
höfuðið."Nú veit eg víst að Grettir er dauður," sagði Öngull.Lét Grettir þann veg líf sitt, hinn vaskasti maður er verið
hefir á Íslandi, vetri fátt í hálffimmtugum er hann var
veginn. En þá var hann fjórtán vetra er hann vó Skeggja, hið
fyrsta víg, og þá gekk honum allt til vegs og frama til þess
er hann átti við Glám þræl og var hann þá tuttugu vetra. En
er hann féll í útlegð var hann hálfþrítugur. En í sekt var
hann vel nítján vetur og kom oft í stórar mannraunir og hélt
ávallt vel trú sína úr því sem ráða var. Sá hann flest fyrir
þó að hann gæti eigi að gert."Hér höfum vér mikinn garp að velli lagt," sagði Þorbjörn.
"Skulum vér nú hafa höfuðið með oss til lands því að eg vil
eigi missa þess fjár sem lagt hefir verið til höfuðs honum.
Mega þeir þá ekki dyljast við að eg hefi drepið Gretti."Þeir báðu hann ráða og létu sér þó fátt um finnast því að
öllum þótti óprúðlega að unnið.Þá mælti Öngull við Illuga: "Mikill skaði er það um svo
röskvan mann sem þú ert er þig hefir hent sú óviska að ráðast
til illvirkja með útlegðarmanni þessum og verða fyrir það
dræpur og ógildur."Illugi svarar: "Svo fremi veistu það sem úti er alþingi í
sumar hverjir útlægir verða. En ei muntu né kerling fóstra
þín dæma þessi mál því að galdrar ykkrir og forneskja hafa
drepið Gretti þó að þér bæruð járn á hann dauðvona og gerðuð
svo mikið níðingsverk ofan á fordæðuskap."Þá sagði Öngull: "Rösklega segir þú en eigi mun svo vera. Vil
eg sýna það að mér sýnist mannskaði í þér og mun eg gefa þér
líf ef þú vilt vinna oss trúnaðareið að hefna öngum þeim er í
þessari ferð hafa verið."Illugi mælti: "Það þætti mér umtalsmál ef Grettir hefði mátt
verja sig og hefðuð þér unnið hann með drengskap og
harðfengi. En nú er þess engi von að eg muni það til lífs mér
vinna að vera slíkur ódrengur sem þú. Er það skjótt af að
segja að enginn skal yður óþarfari en eg ef eg lifi því að
seint mun fyrnast mér hversu þér hafið unnið á Gretti. Kýs eg
miklu heldur að deyja."Þá átti Þorbjörn tal við förunauta sína hvort þeir skyldu
láta Illuga lifa eða eigi. Þeir kváðu hann ráða skyldu
aðgerðum því að hann hafði ráðið ferðinni. Öngull kvaðst eigi
kunna að eiga þenna mann yfir höfði sér er öngu vildi heita
þeim.Og er Illugi vissi að þeir ætluðu að höggva hann þá hló hann
og mælti svo: "Nú réðuð þér það af er mér var nær skapi."Leiddu þeir hann þá er lýsti austur á eyna og hjuggu hann þá
og lofuðu allir hans hreysti og þótti hann öllum ólíkur sínum
jafnöldrum. Þeir dysjuðu þá bræður báða þar í eyjunni en tóku
síðan höfuð Grettis og báru með sér og allt það sem þar var
fémætt í vopnum og klæðum. Saxið góða lét Öngull ekki í
skipti koma og bar það lengi síðan.Þeir höfðu Glaum með sér og bar hann sig allilla. Veður féll
þegar um nóttina. Reru þeir til lands um morguninn. Fór
Öngull þar á land sem honum þótt gegnast en sendi út skipið
til Bjarnar.Og er þeir komu mjög inn til Óslands þá tók Glaumur svo illa
að bera sig að þeir nenntu eigi að fara með hann lengra og
drápu hann þar og grét hann hástöfum áður en hann var
höggvinn.Öngull fór heim í Viðvík og þóttist vel hafa fram gengið í
þessari ferð. Höfuð Grettis lögðu þeir í salt í útihúsi því
er Grettisbúr var kallað þar í Viðvík. Lá það þar um
veturinn. Öngull var óþokkaður mjög af þessum verkum þegar að
menn vissu að Grettir hafði með gerningum unninn verið.Sat Öngull kyrrt fram yfir jól. Þá reið hann móts við Þóri í
Garði og sagði honum af vígum þessum og það með að hann
þóttist eiga fé það er lagt var til höfuðs Gretti.Þórir sagði að hann mundi eigi dylja þess að hann hefði ollað
sektum Grettis "hefi eg og oft fengið hart af honum en ekki
vildi eg það til lífs hans vinna að gera mig að ódáðamanni
eða fordæðu sem þú hefir gert. Mun eg síður leggja þér fé að
mér sýnist þú ólífismaður vera fyrir galdur og fjölkynngi."Öngull svarar: "Meir ætla eg að þér komi til féfesti og
vesalmennska en að þú hirðir með hverju að Grettir væri
unninn."Þórir sagði að skjótur væri vegur með þeim að þeir skyldu
bíða alþingis og hafa það er lögmanni sýndist réttast. Skildu
þeir með því að þar stóð á illu einu með Þóri og Þorbirni
öngli.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.