Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 78

Grettis saga Ásmundarsonar 78 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 78)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
777879

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Fóstru átti Þorbjörn öngull er Þuríður hét. Hún var mjög
gömul og til lítils fær að því er mönnum þótti. Hún hafði
verið fjölkunnig mjög og margkunnig mjög þá er hún var ung og
menn voru heiðnir. Nú þótti sem hún mundi öllu týnt hafa. En
þó að kristni væri á landinu þá voru þó margir gneistar
heiðnar eftir. Það hafði verið lög hér á landi að eigi var
bannað að blóta á laun eða fremja aðra forneskju en varðaði
fjörbaugssök ef opinbert yrði. Nú fór svo mörgum að gjörn var
hönd á venju og það varð tamast sem í æskunni hafði numið. Og
svo sem Þorbjörn öngull var þrotinn að ráðagerðum leitar hann
þangað til trausts sem flestum þótti ólíklegast en það var
til fóstru sinnar og spurði hvað þar væri til ráða að taka
hjá henni.



Hún svarar: "Nú þykir mér koma að því sem mælt er að margur
fer í geitarhús ullar að biðja. En hvað mundi eg síður en
þykjast fyrir héraðsmönnum öðrum en vera til einskis maður
þegar að mikið reyndi til? Nú sé eg eigi að mér mætti firr um
fara en þér þótt eg rísi varla úr rekkju. Ef þú vilt mín ráð
hafa þá vil eg ráða hversu með er farið."



Hann játaði því og kvað hana sér lengi heilráða verið hafa.
Leið nú fram að tvímánuði sumars.



Það var einn veðurdag góðan að kerling mælti við Öngul: "Nú
er kyrrt veður og bjart. Vil eg nú að þú farir til Drangeyjar
og troðir illsakir við Gretti. Mun eg fara með yður og vita
hversu geymilega honum fara orð. Mun eg hafa eitthvað fyrir
satt ef eg sé þá hversu heilladrjúgir þeir munu vera og mun
eg þá mæla yfir þeim slíkum orðum sem mér líkar."



Öngull svarar: "Lest eg á ferðir til Drangeyjar því að jafnan
er mér verra í hug þá eg fer í burt þaðan en þá eg kem."



Þá mælti kerling: "Ekki skal eg til leggja með þér ef þú
lætur mig öngu ráða."



"Eigi skal svo vera fóstra mín," segir hann, "en það hefi eg
mælt að eg vildi svo koma þar í þriðja sinni að eitthvert
skapaðist að með oss."



"Hætta verður á það," segir kerling, "og muntu margt erfiði
verða fyrir að hafa áður Grettir er við jörðu lagður og oft
mun þér ósýnt um þykja hver þinn hluti verður og þungt muntu
af fá um það er lýkur. En þó ertu svo undir bundinn að
eitthvert verður úr að ráða."



Eftir það lætur Þorbjörn öngull setja fram teinæring og sté
þar á við tólfta mann. Kerling var í ferð með þeim. Tóku þeir
róðrarleiði út til Drangeyjar. Og er þeir bræður sáu það
gengu þeir fram að stiganum og tóku þeir enn að tala um mál
sín og sagði Þorbjörn að hann var enn kominn að vitja þeirra
mála ef Grettir vildi á burt fara og kvaðst enn leggja í
léttan stað um fémissu og þarvist ef þeir skildu slysalaust.



Grettir kvaðst engi miðlunarmál á því hafa eða gera að fara
þaðan "hefi eg þetta oft sagt og þarf þetta eigi við mig að
tala," segir hann. "Munuð þér það að gera sem þér viljið en
hér mun eg bíða þess sem að höndum kemur."



Nú þóttist Þorbjörn sjá að hans erindi varð ekki að sinni og
mælti: "Vita þóttist eg við hverja heljarmenn að hér er um að
eiga og það er líkast að líði nokkur dagur áður eg kem hér
aftur."



"Eigi tel eg það með skaða mínum þótt þú komir hér aldrei,"
segir Grettir.



Kerling lá aftur í skut og voru borin að henni klæði.



Hún hrærðist þá og mælti: "Þessir menn munu vera hraustir og
hamingjulausir. Verður yðvar mikill mannamunur. Þú býður þeim
marga kosti góða en þeir neita öllum og fátt vísara til ills
en kunna eiga gott að þiggja. Nú mæli eg það um við þig
Grettir að þú sért heillum horfin, allri gift og gæfu, og
allri vörn og visku, æ því meir sem þú lifir lengur. Vænti eg
að þú eigir hér fá gleðidaga héðan frá en hingað til."



Og er Grettir heyrði þetta brá honum mjög við og mælti hann:
"Hvað fjanda er á skipi með þeim?"



Illugi svarar: "Það hygg eg að það sé kerlingin, fóstra
Þorbjarnar."



"Fussum þeirri gerningavætti," sagði Grettir, "og var þar
eigi hins verra eftir von og við engin orð hefir mér meir
brugðið en þessi er hún mælti. Og það veit eg að af henni og
hennar fjölkynngi leiðir mér nokkuð illt. Skal hún og
eitthvert til mín hafa er hún hefir okkur heim sótt" og þreif
upp stein stundar mikinn og kastaði ofan á skipið og kom á
fatahrúguna.



Það var þó lengra steinkast en Þorbjörn ætlaði að nokkur
maður mundi kasta. Við það kom upp skrækur mikill. Hafði
steinninn komið á þjólegg kerlingar svo að í sundur gekk.



Þá mælti Illugi: "Ekki vildi eg að þú hefðir þetta gert."



"Lasta þú eigi þetta," segir Grettir, "en það uggir mig að of
lítt hafi á komið því að eigi væri of goldið fyrir okkur báða
þó að ein kerling komi fyrir okkur."



"Hvað mun hún koma fyrir okkur?" sagði Illugi, "og lítið
leggst þá fyrir okkur."



Þorbjörn fór nú heim og varð ekki af kveðjum er þeir skildu.



Hann mælti þá við kerlingu: "Nú fór sem mig varði að þú
mundir litla sæmdarför fara til eyjarinnar. Hefir þú fengið
örkuml en vér erum öngri sæmd að nær en áður og verðum að
hafa bótalausa hverja svívirðing ofan á aðra."



Hún svarar: "Þetta mun upphaf óheilla þeirra og get eg að
héðan af fari þeim heldur signanda. Kvíði eg eigi því ef eg
lifi að eg geti eigi hefnt þessa atviks sem mér hefir gert
verið."



"Hugstigin þykir mér þú vera fóstra," sagði Þorbjörn.



Nú komu þau heim og lagðist kerling í rekkju og lá nær mánuð.
Þá var saman runninn leggurinn er verr var. Tók hún þá á
fætur að færast.



Mikinn hlátur gerðu menn að ferðum þeirra Þorbjarnar og
kerlingar og þótti nú oft áleikur í viðskiptum þeirra
Grettis, það fyrst á vorþingi um griðasöluna en í annað sinn
þá Hæringur týndist og nú hið þriðja sinni er þjóleggur
kerlingar brotnaði og varð hér ekki í móti leikið. Hafði
Þorbjörn öngull mikla skapraun af þessum orðum.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.