Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 76

Grettis saga Ásmundarsonar 76 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 76)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
757677

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þetta sumar kom skip út í Gönguskarðsósi. Þar var á sá maður
á skipi er Hæringur hét. Hann var ungur maður og fær svo vel
að hann kleif hvert bjarg. Hann fór til vistar með Þorbirni
öngli og var þar fram á haust. Hann fýsti Þorbjörn mjög til
að fara til Drangeyjar og kvaðst vildu sjá hvort hún væri svo
mikið bjarg að hvergi mætti upp komast. Þorbjörn kvað hann
eigi til einskis vinna skyldu ef hann kæmist upp á eyna og
fengi veitt Gretti áverka eða drepið hann. Gerði hann þetta
ágengilegt fyrir Hæringi.



Og eftir þetta fóru þeir til Drangeyjar og skutu honum,
Austmanninum, upp í einhverjum stað og skyldi hann leynast að
ef hann kæmist upp á eyna en þeir lögðu að stiganum og tóku
tal við þá Gretti. Spurði Þorbjörn Gretti hvort hann ætlaði
ekki úr eyjunni. Hann kveðst í öngu jafnráðinn.



"Mjög hefir þú á oss leikið," segir Þorbjörn, "nær sem vér
fáum þess hefnt en eigi uggir þú mart að þér."



Lengi áttust þeir þetta við og kom ekki ásamt með þeim.



En frá Hæringi er það að segja að hann kleif aftur og fram um
bjargið og fékk upp komist í einhverjum stað þar sem hvorki
hefir maður farið áður né síðan. En er hann kom upp á bjargið
sér hann hvar þeir bræður voru og horfðu baki við honum.
Hugðist hann nú á skammri stundu að vinna bæði til fjár og
frægðar. Þá varði einskis um hans ferðir því að þeir hugðu að
hvergi mátti upp komast nema þar sem stigarnir voru. Grettir
fékkst við þá Þorbjörn og skorti þar eigi tygileg orð af
hvorumtveggja. Þá varð Illuga litið hjá sér og sá mann kominn
mjög að þeim.



Hann mælti þá: "Maður er hér kominn að okkur með reidda öxi
og sýnist mér heldur ófriðlega láta."



"Snú þú í móti honum þá," segir Grettir, "en eg mun geyma
stigans."



Illugi réðst í móti Hæringi og er Austmaðurinn sá það sneri
hann undan einhvers staðar eftir eyjunni. Illugi elti hann
meðan eyin vannst og þegar hann kom fram á bjargið hljóp
Hæringur þá ofan fyrir og brotnaði í honum hvert bein. Lauk
hans ævi svo. Þar heitir Hæringshlaup síðan sem hann týndist.



Illugi kom aftur og spurði Grettir hversu hann hefði við
þenna skilið er honum var ætlaður.



"Ekki vildi hann mér að hlíta," segir Illugi, "að sjá ráð
fyrir sér og braut hann bekrann ofan fyrir bjargið og biðji
bændur fyrir honum sem hann sé dauður."



Og er Öngull heyrði það bað hann þá burt leggja "hefi eg nú
farið tvær ferðir til móts við Gretti en eg mun eigi fara í
þriðja sinn ef eg verð þá einskis vísari. En nú þykir mér
meiri von að þeir megi sitja í Drangey fyrir mínum sökum. En
það ætla eg að Grettir muni skemur sitja héðan af en hingað
til."



Nú fóru þeir heim. Þótti þessi ferð verri en hin fyrri og sat
Grettir þenna vetur í Drangey og hittust þeir Þorbjörn ekki
þann vetur.



Á þessum misserum andast Skafti lögmaður Þóroddsson. Var
Gretti það skaði mikill því að hann hafði heitið að ganga
fyrir um sýknu hans þegar Grettir hefði tuttugu vetur í sekt,
en sjá var hinn nítjándi sektar hans er nú var frá sagt um
hríð.



Um vorið andaðist Snorri goði og mart bar til tíðinda á
þessum misserum það sem ekki kemur við þessa sögu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.