Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 75

Grettis saga Ásmundarsonar 75 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 75)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
747576

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Býst Grettir nú til sunds og hafði söluvoðarkufl og gyrður í
brækur. Hann lét fitja saman fingurna. Veður var gott. Hann
fór að áliðnum degi úr eyjunni. Allóvænlegt þótti Illuga um
hans ferð.



Grettir lagðist nú inn á fjörðinn og var straumur með honum
en kyrrt með öllu. Hann sótti fast sundið og kom inn til
Reykjaness þá er sett var sólu. Hann gekk til bæjar að
Reykjum og fór í laug því honum var orðið nokkuð kalt.
Bakaðist hann lengi í lauginni um nóttina og fór síðan í
stofu. Þar var mjög heitt því að eldur hafði verið um kveldið
og var lítt rokin stofan. Hann var móður mjög og sofnaði
fast. Lá hann þar allt á dag fram.



En er á leið morguninn stóðu heimamenn upp og komu konur tvær
í stofu fyrst. Það var griðkona og dóttir bónda. Grettir var
við svefn og höfðu fötin svarfast af honum ofan á gólfið. Þær
sáu hvar maður lá og kenndu hann.



Þá mælti griðkona: "Svo vil eg heil, systir, hér er kominn
Grettir Ásmundarson og þykir mér raunar skammrifjamikill vera
og liggur ber. En það þykir mér fádæmi hversu lítt hann er
vaxinn niður og fer þetta eigi eftir gildleika hans öðrum."



Bóndadóttir svarar: "Því ber þér svo mart á góma? Og ertu
eigi meðalfífla og vertu hljóð."



"Eigi má eg hljóð vera um þetta, sæl systirin," segir
griðkona, "því að þessu hefði eg eigi trúað þó að nokkur
hefði sagt mér."



Fór hún nú yfir að honum og gægðist en stundum hljóp hún til
bóndadóttur og skellti upp og hló.



Grettir heyrði hvað hún sagði. Og er hún hljóp enn yfir á
gólfið greip hann til hennar og kvað vísu:



Váskeytt er far flásu.

Fár kann sverð í hári

æskiruðr fyr öðrum

örveðrs séa görva.

Veðja eg hins að hreðjar

hafit þeir en vér meiri

þótt éldraugar eigi

atgeira sin meiri.


Síðan svipti hann henni upp í pallinn en bóndadóttir hljóp
fram. Þá kvað Grettir vísu:



Sverðlítinn kvað sæta,

saumskorða, mig orðinn.

Hrist hefir hreðja kvista

hælin satt að mæla.

Alllengi má ungum,

eyleggjar bíð Freyja,

lágr í læra skógi,

lotu, faxi mér vaxa.


Griðka æpti hástöfum en svo skildu þau að hún frýði eigi á
Gretti um það er lauk.



Litlu síðar stóð hann upp og gekk til Þorvalds bónda og sagði
honum til vandkvæða sinna og bað hann flytja sig út og gerði
hann svo og léði skip og flutti hann út og þakkaði Grettir
honum fyrir þenna drengskap.



En er það fréttist að Grettir hafði lagst viku sjóvar þótti
öllum frábært, frækleikur hans bæði á sjá og landi.



Skagfirðingar ámæltu mjög Þorbirni öngli fyrir það er hann
kom eigi Gretti burt úr Drangey og kváðust mundu aftur taka
hver sinn part. Honum þótti sér óhægt um og bað þá vera góða
í.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.