Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 72

Grettis saga Ásmundarsonar 72 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 72)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
717273

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Líður nú þar til er menn fara til Hegranessþings um vorið.
Kom fjölmenni mikið úr öllum héruðum þeim sem menn áttu
þangað að sækja. Sátu menn þar lengi á vorið bæði yfir málum
og gleði því að þá var mart gleðimanna í héröðum.En er Grettir spurði að alþýða manna var farin til þingsins
hafði hann gert ráð við vini sína því að hann átti ávallt
gott við þá sem næstir honum voru og sparði ekki við þá það
sem hann fékk til. Hann sagði að hann vildi fara til lands
til aðdrátta en þeir Illugi og Glaumur skyldu eftir vera.
Óráðlegt þótti Illuga þetta vera en lét þó svo vera sem
Grettir vildi. Hann bað þá geyma stigans og sagði þeim þar á
liggja. Eftir það fór hann á land og aflaði það sem hann
þóttist þurfa. Hann duldist nú hvar sem hann kom og varði
öngvan að hann mundi á land kominn. Nú spurði hann af þinginu
að þar var gleði mikil. Var Gretti forvitni á að koma til
þingsins og tekur fornan búning, heldur vondan, og kemur svo
á þingið að menn gengu frá lögréttu heim til búða.Þá töluðu til sumir menn ungir að veður væri gott og fagurt
og sé gott ungum mönnum að hafa glímur og skemmtan. Þeir
kváðu það allráðlegt. Fóru menn þá og settust niður fram frá
búðunum. Gengu þeir Þórðarsynir mest fyrir skemmtan.Þorbjörn öngull var uppvöðslumikill og ruddi fast til gleði.
Varð hver til að fara sem hann vildi. Tók hann í herðar
hverjum manni og hnykkti fram á völlinn. Nú glímdu fyrst þeir
sem ósterkastir voru og þá hver að öðrum og gerðist af þessu
gleði mikil.En er flestir höfðu glímt nema þeir sem sterkastir voru áttu
bændur um að tala hver til mundi verða að taka á öðrum hvorum
þeirra Þórðanna er fyrr voru nefndir en þar varð enginn til.
Þeir gengu þá fyrir ýmsa menn og buðu sig fram en því firr
fór sem nær kallaði.Þorbjörn öngull litast þá um og sá hvar maður sat, mikill
vexti, og sá óglöggt í andlit honum. Þorbjörn þreif til hans
og kippti honum fast. Hann sat kyrr og bifðist hvergi.Þá mælti Þorbjörn: "Enginn hefir setið jafnfast fyrir mér í
dag sem þú eða hver er þessi maður?"Hann svarar: "Gestur heiti eg."Þorbjörn mælti: "Þú munt vilja skemmta nokkuru og ertu
aufúsugestur."Hann svarar: "Skjótt þykir mér mart skipast kunna og mun eg
ekki hlaupa í leik með yður en mér er allt ókunnigt fyrir."Töluðu þá margir að hann væri góðs fyrir verður ef hann vildi
skemmta mönnum nokkuru, ókunnur maður. Hann spurði hvers þeir
beiddu hann. Þeir báðu hann glíma við einnhvern.Hann kvaðst niður hafa lagt að rjá "en gaman þótti mér að því
um skeið."En er hann afneitti eigi með öllu báðu þeir hann því meir.Hann mælti: "Ef yður þykir undir um að eg sé dreginn þá munuð
þér það til vinna að handsala mér grið hér á þinginu og þar
til sem eg kem til heimilis míns."Þá þutu upp allir og kváðust það gjarna vilja. Hafur hét sá
maður er mest fýsti að þessum manni væru grið gefin. Hann var
Þórarinsson, Hafurssonar, Þórðarsonar hnapps er land hafði
numið upp frá Stíflu í Fljótum til Tunguár. Hann bjó á
Hnappsstöðum og var orðamaður mikill. Hann sagði fyrir griðum
með mikilli röksemd og er þetta upphaf á:"Hér set eg grið," segir hann, "allra manna á millum,
einkanlega þeim sama Gest til nefndum er hér situr, og að
undir skildum öllum goðorðsmönnum og gildum bændum og allrar
alþýðu vígra manna og vopnfærra og allir aðrir héraðsmenn í
Hegranessþingi eða hvaðan sem hvorir eru að komnir, nefndra
manna eða ónefndra, handsölum grið og fullan frið komumanni
hinum ókunna er Gestur nefnist, til gamans, glímu og gleði
allrar, til hérvistar og heimferðar hvort er hann þarf að
fara á legi eða landi eða flutningi. Skal hann hafa grið í
öllum stöðum, nefndum og ónefndum, svo lengi sem hann þarf
til heillar heimkomu að höldnum tryggðum. Set eg þessi grið
fyrir oss og vora frændur, vini og venslamenn, svo konur sem
karla, þýjar og þræla, sveina og sjálfráða menn. Sé sá
griðníðingur er griðin rýfur eða tryggðum spillir, rækur og
rekinn frá guði og góðum mönnum, úr himinríki og frá öllum
helgum mönnum og hvergi hæfur manna í milli, og svo frá öllum
út flæmdur sem víðast varga reka eða kristnir menn kirkjur
sækja, heiðnir menn hof blóta, eldur brennur, jörð grær, mælt
barn móður kallar og móðir mög fæðir, aldir elda kynda, skip
skríður, skildir blika, sól skín, snæ leggur, Finnur skríður,
fura vex, valur flýgur vorlangan dag og standi honum beinn
byr undir báða vængi, himinn hverfur, heimur er byggður og
vindur veitir vötn til sjóvar, þrælar korni sá. Hann skal
firrast kirkjur og kristna menn, heiðna hölda, hús og hella,
heim hvern nema helvíti. Nú skulum vér vera sáttir og sammála
hver við annan í huga góðum hvort sem vér finnumst á fjalli
eða fjöru, skipi eða skíði, jörðu eða jökli, í hafi eða á
hests baki, svo sem vin sinn í vatni finni eða bróður sinn á
braut finni, jafnsáttir hver við annan sem sonur við föður
eða faðir við son í samförum öllum. Nú leggjum vér hendur
saman og allir vér og höldum vel griðin og öll orð töluð í
tryggðum þessum að vitni guðs og góðra manna og allra þeirra
er orð mín heyra eða nokkurir eru nær staddir."Tóku þá margir til orða að mikið var um mælt.Gestur mælti þá: "Vel hefir þú um mælt og sagt ef þér spillið
eigi um síðar. Skal eg nú ekki dvelja það sem eg hefi til
fram að láta."Eftir það kastaði hann kuflinum og því næst öllum bolklæðum.
Þá leit hver til annars og brá mjög vo fyrir grön. Þóttust
þeir kenna að þetta var Grettir Ásmundarson því að hann var
ólíkur öðrum mönnum fyrir vaxtar sakir og þrekleika og
þögnuðu nú allir en Hafur þóttist ósvinnur orðinn. Gengu
tveir og tveir saman af héraðsmönnum og ámælti hver öðrum en
þeim mest er fyrir griðunum hafði sagt.Þá mælti Grettir: "Gerið greiðlegt fyrir mér hvað yður býr í
skapi því að ekki sit eg lengi klæðlaus. Eigið þér miklu
meira í hættu en eg hvort þér haldið grið yður eða eigi."Þeir svöruðu fá og settust niður. Þórðarsynir og Halldór
mágur þeirra tóku nú tal með sér. Vildu sumir halda griðin en
sumir eigi. Hnippaði hver kolli að öðrum.Grettir kvað vísu:Dulist hefir margr í morgun

menja runnr við kunnan.

Renna víst á runna

ranns ímu tvær grímur.

Skotið mun heldr fyr hölda

hvassorða leikborði.

Öld bilar orð að halda.

Allt dró slafr af Hafri.


Þá mælti Tungu-Steinn: "Þykir þér svo vera Grettir eða hvað
munu þeir af ráða, höfðingjarnir? En satt er það að þú ert
afbragðsmaður fyrir hreysti sakir. Eða sérð þú eigi að hver
þeirra kjáir nefinu að öðrum?"Grettir kvað þá vísu:Héldu Hlakkar tjalda

hefjendr saman nefjum

Hildar veggs og hjuggust

hregg-Nirðir til skeggjum

og geðstrangir gengu,

griða tóku að iðrast,

Sváfnis látrs í sveitir

sviptendr er mig kenndu.


Þá mælti Hjalti Þórðarson: "Ekki skal svo vera, segir hann.
"Halda skulum vér grið vor þó að vor hafi orðið
hyggindismunur. Vil eg eigi að menn hafi það til eftirdæma að
vér sjálfir höfum gengið á grið þau sem vér höfum sett og
seld. Skal Grettir fara liðugur þangað sem hann vill og hafa
grið til þess er hann kemur aftur úr þessari ferð. Eru þá úti
þessi tryggðamál hvað sem í gerist með oss."Allir þökkuðu honum fyrir og þótti hann höfðinglega gera,
slíkar sakir sem til voru. Þorbjörn öngull varð hljóður við.Var þá talað til að annar hvor þeir Þórðanna mundi taka á
Gretti en hann bað þá ráða. Nú gekk annar fram þeirra bræðra.
Grettir stóð fyrir réttur en hinn hljóp að honum sem snarast
og gekk Grettir hvergi úr sporum. Grettir seildist aftur yfir
bak Þórði og tók svo í brækurnar og kippti upp fótunum og
kastaði honum aftur yfir höfuð sér svo að hann kom að herðum
niður og varð það allmikið fall. Þá mæltu menn að þeir skyldu
fara til báðir bræðurnir senn og svo var gert. Þá urðu
allmiklar sviptingar og máttu ýmsir betur en þó hafði Grettir
ávallt annan hvorn undir en ýmsir fóru á kné eða fengu
slyðrur fyrir öðrum. Svo tókust þeir fast á að hvervetna var
blátt og blóðrisa. Öllum þótti að þessu hin mesta skemmtun.Og er þeir hættu þökkuðu allir fyrir glímuna þeim og var það
dómur þeirra er hjá sátu að þeir væru eigi sterkari tveir en
Grettir einn en hvor þeirra hafði tveggja manna megin þeirra
sem gildir voru. Þeir voru svo jafnsterkir að hvorgi bar af
öðrum ef þeir reyndu með sér.Grettir var ekki lengi á þinginu. Bændur báðu hann gefa upp
eyna en hann neitti því og gátu bændur ekki að gert.Grettir fór aftur til Drangeyjar og tók Illugi feginsamlega
við honum. Settust þeir um kyrrt. Sagði Grettir þeim nú frá
ferðum sínum. Leið nú fram á sumarið.Öllum þótti Skagfirðingar mikinn drengskap sýnt hafa og
hversu vel þeir héldu grið sín og má þá af slíku marka
hverjir dygðarmenn þá voru, slíkar sakir sem Grettir hafði
gert við þá.Bændur þeir sem óríkari voru töluðu með sér að þeim væri
lítið gagn að eiga lítinn part í Drangey og buðu nú að selja
Þórðarsonum en Hjalti kvaðst eigi kaupa vilja. En bændur
skildu það til að sá er kaupa vildi skyldi annaðhvort drepa
Gretti eða koma honum burt. Þorbjörn öngull kvaðst eigi spara
að bindast fyrir um atför við Gretti ef þeir vildu gefa honum
fé til. Hjalti bróðir hans lagði af við hann sinn part í
eyjunni því að Þorbjörn var þeirra harðfengari og óvinsæll.
Svo gerðu þá fleiri bændur. Fékk Þorbjörn öngull þá mikinn
hlut eyjarinnar með litlu verði en hann bast undir að koma
Gretti á burtu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.