Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 69

Grettis saga Ásmundarsonar 69 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 69)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
686970

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Grettir reið norður til Bjargs litlu síðar en þeir Þóroddur
skildu og duldist þar enn um stundar sakir. Þá gerðist svo
mikið bragð að myrkfælni hans að hann þorði hvergi að fara
þegar er rökkva tók. Móðir hans bauð honum þar að vera en
kvaðst þó sjá að það mundi honum eigi duga fyrir þann skuld
að hann átti sökótt um allt landið.



Grettir kvað hana öngvar ónáðir af sér skyldu hafa "en eigi
mun eg það lengur til lífs mér vinna," segir hann, "að vera
einn saman."



Illugi bróðir hans var þá fimmtán vetra gamall og allra manna
gervilegastur. Hann var hjá viðtali þeirra. Grettir sagði
móður sinni hvað Guðmundur hinn ríki hafði ráðið honum og
lést mundu leita ef kostur væri að komast í Drangey en þó
kvaðst hann eigi þar vera mega nema hann fengi einnhvern
dygðarmann að vera hjá sér.



Þá mælti Illugi: "Eg mun fara með þér bróðir en eigi veit eg
að þér sé fylgd í mér utan það að trúr mun eg þér vera og
eigi renna frá þér meðan þú stendur uppi og gerr veit eg hvað
um þig líður ef eg fylgi þér."



Grettir svarar: "Þú ert svo manna að mér er mest gleði að og
ef móður minni væri ei í móti skapi vildi eg gjarna að þú
færir með mér."



Ásdís mælti þá: "Er svo nú komið að eg sé að tvennum
vandræðum gegnir. Eg þykist ekki Illuga missa mega en eg veit
að svo mikil atkvæði eru að um hagi Grettis að hann verður
eitthvert úr að ráða. En þó að mér þyki mikið fyrir að sjá á
bak ykkur báðum sonum mínum þá vil eg það þó til vinna ef
Grettir væri þá nær en áður."



Illugi varð glaður við þetta því að hann hugði gott til að
fara með Gretti. Hún fékk þeim lausafé mikið. Bjuggust þeir
þá til ferðar.



Leiddi Ásdís þá frá garði og áður en þau skildu mælti hún
svo: "Nú farið þið þar synir mínir tveir og mun ykkur
samdauði verða tregast og má enginn renna undan því sem honum
er skapað. Mun eg hvorigan ykkarn sjá sinni síðan. Látið nú
eitt yfir ykkur ganga. En eigi veit eg hverja heill þið sækið
þangað í Drangey en þar munuð þið beinin bera og margir munu
þar fyrirmuna ykkur þarvistar. Sjáið þið vel fyrir svikum. En
vopnbitnir munuð þið verða. En undarlega hafa mér draumar
gengið. Gæt ykkar vel við gerningum. Fátt er rammara en
forneskjan."



En er hún hafði þetta mælt grét hún mjög.



Þá mælti Grettir: "Grát þú eigi móðir. Það skal sagt að þú
hafir sonu átt en eigi dætur ef við erum með vopnum sóttir.
Og lif vel og heil."



Eftir það skildu þau.



Þeir fóru nú norður um sveitir og hittu frændur sína.
Dvöldust svo á haust fram til vetrar. Þá sneru þeir til
Skagafjarðar og fóru norður Vatnsskarð og svo til
Reykjaskarðs og svo ofan Sæmundarhlíð og svo á Langholt. Þeir
komu til Glaumbæjar að áliðnum degi. Grettir hafði kastað
hetti sínum á öxl sér. Svo gekk hann jafnan úti hvort sem var
betra eða verra.



Þaðan fóru þeir og er þeir komu skammt á veg kom maður til
móts við þá, höfuðmikill, hár og mjór og illa klæddur. Hann
heilsaði þeim og spurðu hvorir aðra að nafni. Þeir sögðu til
sín en hann nefndist Þorbjörn. Hann var einhleypur maður og
nennti ekki að vinna og skrumaði mikið og var hent að honum
gaman mikið eða dáruskapur af sumum mönnum. Hann gerði sér
við þá dælt og sagði mart ofan úr héraði frá
byggðarlagsmönnum. Gretti þótti gaman mikið að honum.



Hann spurði hvort þeir þættust ekki þurfa þess manns er
starfaði fyrir þeim "vildi eg gjarna fara með ykkur," segir
hann.



Svo fékk hann um talað að þeir létu hann fylgja sér. Var
fjúkanda mjög og kalt. En með því að þessi maður var
umfangsmikill og hinn mesti gárungur átti hann kenningarnafn
og var kallaður glaumur.



"Mikið fannst þeim í Glaumbæ er þú gekkst þar heim hettulaus
í því illviðri," sagði Glaumur, "hvort þú mundir því
hraustari sem þú varst ókulvísari. En hér voru bóndasynir
tveir, afburðarmenn allmiklir, og kvaddi sauðamaður þá til
fjár með sér og þóttust varla geta klætt sig fyrir kulda."



Grettir sá einn ungan mann inn í dyrum og dró þar á sig
vöttur sína en annar gekk á milli fjóss og haugs "og mun eg
hvorigan þeirra hræðast."



Eftir það fóru þeir ofan til Reyniness og voru þar um
nóttina. Þaðan fóru þeir út á ströndina til þess bæjar er að
Reykjum hét. Þar bjó sá maður er Þorvaldur hét og var góður
bóndi. Bað Grettir hann ásjá og sagði honum fyrirætlan sína
að hann vildi komast út í Drangey. Bóndi sagði að
Skagfirðingum mundi það þykja engi vinsending og taldist
undan. Grettir tók þá fésjóð er móðir hans hafði gefið honum
og fékk bónda. Hann varð léttbrýnn við féið og fékk til
húskarla sína þá að flytja þá um nóttina í tunglsljósi. Frá
Reykjum er skemmst til eyjarinnar og er það vika sjós.



En er þeir komu í eyna þótti Gretti þar gott um að litast því
að hún var grasi vaxin en sjábrött svo að hvergi mátti upp á
komast nema þar sem stigarnir voru við látnir og ef upp var
dreginn hinn efri stiginn þá var það einskis manns færleikur
að komast á eyna. Þar var þá og fuglberg mikið á sumrum. Þar
var þá átta tigir sauða í eynni er bændur áttu. Það voru mest
hrútar og ær er þeir ætluðu til skurðar. Settist Grettir þar
nú kyrrt. Þá hafði hann fimmtán vetur eða sextán í sekt verið
að því sem Sturla Þórðarson hefir sagt.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.