Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 66

Grettis saga Ásmundarsonar 66 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 66)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
656667

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er frá Gretti að segja að hann lætur stein í festaraugað
og lét svo síga ofan að vatninu.



"Hvern veg ætlar þú nú," segir prestur, "að fara?"



"Ekki vil eg vera bundinn," segir Grettir, "þá er eg kem í
fossinn. Svo boðar mér hugur um."



Eftir það bjó hann sig til ferðar og var fáklæddur og gyrti
sig með saxinu en hafði ekki fleiri vopn. Síðan hljóp hann af
bjarginu og niður í fossinn. Sá prestur í iljar honum og
vissi síðan aldrei hvað af honum varð. Grettir kafaði undir
fossinn og var það torvelt því að iða var mikil og varð hann
allt til grunns að kafa áður en hann kæmist upp undir
fossinn. Þar var forberg mikið og komst hann inn þar upp á.
Þar var hellir mikill undir fossinum og féll áin fram af
berginu.



Hann gekk þá inn í hellinn og var þar eldur mikill á bröndum.
Grettir sá að þar lá jötunn ógurlega mikill. Hann var
hræðilegur að sjá. En er Grettir kom að honum hljóp jötunninn
upp og greip flein einn og hjó til þess er kominn var því að
bæði mátti höggva og leggja með því. Tréskaft var í. Það
kölluðu menn þá heftisax er þann veg var gert. Grettir hjó á
móti með saxinu og kom á skaftið svo að í sundur tók.
Jötunninn vildi þá seilast á bak sér aftur til sverðs er þar
hékk í hellinum. Í því hjó Grettir framan á brjóstið svo að
nálega tók af alla bringspalina og kviðinn svo að iðrin
steyptust úr honum ofan í ána og keyrði þau ofan eftir ánni.



Og er prestur sat við festina sá hann að slyðrur nokkurar rak
ofan eftir strengnum, blóðugar allar. Hann varð þá laus á
velli og þóttist nú vita að Grettir mundi dauður vera. Hljóp
hann þá frá festarhaldinu og fór heim. Var þá komið að kveldi
og sagði víslega að Grettir væri dauður og sagði að mikill
skaði væri eftir þvílíkan mann.



Nú er frá Gretti að segja. Hann lét skammt höggva í milli þar
til er jötunninn dó. Gekk Grettir þá innar eftir hellinum.
Hann kveikti ljós og kannaði hellinn. Ekki er frá því sagt
hversu mikið fé hann fékk í hellinum en það ætla menn að
verið hafi mikið. Dvaldist honum þar fram á nóttina. Hann
fann þar tveggja manna bein og bar þau í belg einn. Leitaði
hann þá úr hellinum og lagðist til festarinnar og hristi hana
og ætlaði að prestur mundi þar vera. En er hann vissi að
prestur var heim farinn varð hann þá að handstyrkja sig upp
festina og komst hann svo upp á bjargið.



Fór hann þá heim til Eyjardalsár og kom í forkirkju belgnum
þeim sem beinin voru í og með rúnakefli því er vísur þessar
voru forkunnlega vel á ristnar:



Gekk eg í gljúfr hið dökkva,

gein veltiflug steina

við hjörgæði hríðar

hlunns úrsvölum munni.

Fast lá framan að brjósti

flugstraumr í sal Naumu.

Heldr kom á herðar skáldi

hörð fjón Braga kvonar.


Og enn þessi:



Ljótr kom mér í móti

mellu vinr úr helli.

Hann fékkst heldr að sönnu

harðfengr við mig lengi.

Harðeggjað lét eg höggvið

heptisax af skepti.

Gangs klauf brjóst og bringu

bjartr gunnlogi svarta.


Þar sagði svo að Grettir hafi bein þessi úr hellinum haft. En
er prestur kom til kirkju um morguninn fann hann keflið og
það sem fylgdi og las rúnirnar. En Grettir hafði farið heim
til Sandhauga.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.