Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 63

Grettis saga Ásmundarsonar 63 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 63)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
626364

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er þar til að taka að Grettir er kominn austan úr fjörðum
og fór nú huldu höfði og duldist því að hann vildi ekki finna
Þóri og lá úti um sumarið á Möðrudalsheiði og í ýmsum stöðum.
Hann var og stundum á Reykjaheiði.Það frétti Þórir að Grettir var á Reykjaheiði og safnaði
mönnum og reið á heiðina og ætlaði nú að hann skyldi eigi
undan reka. Grettir varð eigi nálega var við er þeir komu að
honum. Hann var þá við sel er þar stóð skammt frá veginum. Þá
var hann við annan mann. Og er þeir sáu flokkana, og varð
skjótt til ráða að taka, þá bað Grettir að þeir skyldu fella
hestana og draga inn í selið og svo gerðu þeir. Þórir reið um
fram norður eftir heiðinni og misstu vinar í stað og fundu
ekki og hurfu nú aftur.Og er flokkurinn var vestur um riðinn þá mælti Grettir: "Eigi
mun þeim ferðin þykja góð ef vér finnumst eigi. Nú skaltu
geyma hesta okkar en eg skal fara móts við þá. Væri þeim það
hjáleikur ef þeir kenndu mig eigi."Förunautur hans latti þessa en þó fór hann og tók sér annan
búning og hafði síðan hött niður fyrir andlitið og hafði staf
í hendi, gekk síðan á veginn fyrir þá. Þeir heilsuðu honum og
spurðu hvort hann hefði nokkra menn séð ríða um heiðina."Séð mun eg hafa þá sem þér leitið að. Skorti yður nú
alllítið að finna þá því að þeir voru hér fyrir sunnan
mýrarnar þær sem eru til vinstri handar."En er þeir heyrðu þetta þeystu þeir út á mýrarnar. Þar voru
svo mikil fen að þeir komust hvergi fram og urðu að draga úr
hestana og hröktust þar í lengi dags. Báðu þeir illa fyrir
honum, þessum förumanni er þá hafði svo dárað.Grettir sneri skjótt aftur til móts við félaga sinn og er
þeir fundust kvað Grettir vísu:Ríðkat rækimeiðum

randar hóts á móti.

Sköpuð er þessum þegni

þraut, fer eg einn á brautu.

Vilkat Viðris bálkar

vinnendr snara finna.

Hnekki eg frá þar er flokkar

fara Þóris mjög stórir.


Þeir riðu nú sem hvatast vestur af og fram um bæinn í Garði
áður en Þórir kom af fjallinu með flokk sinn. Og er þeir komu
nærri bænum kom maður í för þeirra. Sá kenndi þá ekki. Þeir
sjá að kona stóð úti, ung og skrautbúin. Grettir spurði hver
kona sú mundi vera. Sá hinn nýkomni maður sagði að það væri
dóttir Þóris.Þá kvað Grettir vísu:Svinn mun segja kunna

Sól gullinna stóla,

opt þótt eigi skipti

orð mín, föður þínum

hvar eg ríð um bæ breiðan,

barðjós, og nær garði,

láðskreytis er lítið

lið, með dreng hinn þriðja.


Af þessu þóttist sjá vita hinn nýkomni maður hverjir vera
mundu og reið til byggðar og sagði að Grettir væri um riðinn.En er Þórir kom heim þótti mörgum Grettir hafa vafið héðin að
höfði þeim. Setti Þórir þá gíslingar fyrir Gretti hvar sem
hann kæmi. Tók Grettir það til ráðs að hann sendi fylgdarmann
sinn vestur á sveitir með hestana en hann fór upp til fjalla
og var í dularkufli og fór svo norður þar öndverðan vetur svo
að hann kenndist ekki.Öllum þótti Þórir nú hafa fengið af slíkt eða verra en fyrr í
þeirra viðskiptum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.