Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 62

Grettis saga Ásmundarsonar 62 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 62)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
616263

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Litlu síðar en Grettir fór af Arnarvatnsheiði kom sá maður á
heiðina er Grímur hét. Hann var son ekkjunnar á Kroppi. Hann
hafði drepið son Eiðs Skeggjasonar úr Ási og varð fyrir það
sekur ger. Hann settist nú þar sem Grettir hafði áður verið
og veiddi vel úr vatninu. Hallmundi lék öfund á er Grímur var
kominn í stað Grettis og hugsaði að honum skyldi engi árferð
í vera þótt hann veiddi mart.Svo bar til einn dag að Grímur veiddi hundrað fiska og bar
heim til skála og bjó um úti. En um morguninn eftir er hann
kom til var í burtu hver fiskur.Þetta þótti honum undarlegt og fór til vatnsins og veiddi nú
tvö hundruð fiska, færði heim og bjó um og fór allt á sömu
leið að allir voru í burt að morgni. Nú þótti honum eigi að
einum brunni bera.Hinn þriðja dag veiddi hann þrjú hundruð fiska, bar heim og
vakti yfir skála sínum. Grímur sá út í hurðarboruna ef nokkur
kæmi til skálans. Leið nú svo nokkuð fram á nóttina. Og er
eigi var þriðjungur af nótt þá heyrir hann gengið úti hjá og
stigið heldur hart. Og er Grímur varð þessa var tók hann öxi
er hann átti. Það var allhvasst vopn. Hann vildi vita hvað
þessi hafðist að. Komumaðurinn hafði mikinn meis að baki og
setti niður og litaðist um og sá öngvan mann úti. Hann baukar
til fiskanna og þykir nú gott hönd á að hafa, rótar ofan í
meisinn öllum fiskunum. Þá er fullur meisinn. Fiskurinn var
svo stór að Grímur ætlaði að hestur mundi eigi bera meira.
Hinn tekur nú og ræðst undir byrðina. Og í því er hann vildi
upp standa hljóp Grímur út og hjó tveim höndum á hálsinn svo
að öxin sökk að hamri. Hinn brá við hart og hefir á rás með
meisinn suður á fjall. Grímur sneri eftir honum og vildi vita
hvort honum hefði tekið. Þeir fóru allt suður undir
Balljökul. Þar gekk þessi maður inn í helli. Eldur var
bjartur í hellinum. Þar sat kona við, stór vexti og þó
skörugleg. Það heyrir Grímur að hún heilsaði föður sínum og
nefndi Hallmund. Hann kastaði niður hart byrðinni og
andvarpaði hátt. Hún spurði því hann væri blóðugur.Hann svarar og kvað þetta:Það er mér sýnt

að sínu má

engi maðr

afli treysta

því að svo bregst

á banadægri

hölda hugr

sem heill bilar.


Hún spurði þá innilega að atburðum þeirra en hann sagði allt
sem farið hafði."Skaltu nú heyra til," segir hann, "en eg mun segja frá
athöfnum mínum og mun eg kveða þar um kvæði en þú skalt rísta
eftir á kefli."Hún gerði svo.Þá kvað hann Hallmundarkviðu og er þetta þar í:Þótti eg gildr

er eg Gretti strauk

nógu fast

niðr af taumum.

Sá eg hitt

að horfa gerði

sýna stund

sér í gaupnir.Það var næst

er Þórir kom

Arnarvatns

upp á heiði

og við tveir

við tigu átta

odda leik

eiga knáttum.Sýndust gild

Grettis handa

skýlihögg

á skjöldum þeirra.

Þó frá eg mín

miklu stærri

eggja spor

ýtum sýnast.Eg lét hendr

og höfuð fjúka

brögnum af

er að baki gengu

svo að kappar

Kelduhverfis

átján þar

eftir lágu.Hefi eg þursa

og þeirra kyn

hart leikið

og hamarsbúa

en meinvætti

marga barði

og blendingum

að bana orðið.Svo álfa kind

og óvættum

nær hefi eg öllum

óþarfr verið.Margra athafna sinna gat Hallmundur í kviðunni því að hann
hafði farið um allt landið.Þá mælti dóttir hans: "Ekki hefir sjá maður sleppifengur
verið og var það eigi ólíklegt því að þú settir illa á stofn
við hann. Eða hver mun nú hefna þín?"Hallmundur svarar: "Eigi er víst að þess verði auðið. Vita
þykist eg að Grettir mundi hefna ef hann mætti sér við koma
en ekki mun hægt að ganga í móti gæfu þessa manns því að
honum mun mikið lagið verða."Eftir það dró svo mikið mætti Hallmundar sem fram leið
kvæðinu. Var það nú og jafnskjótt að kviðunni var lokið og
Hallmundur dó. Hún bar sig þá lítt og grét allsárt.Þá gekk Grímur fram og bað hana hreysta sig "og verður hver
þá að fara er hann er feigur. Varð þetta mjög af tilstofningu
hans. Mátti eg varla sjá að hann rændi mig."Hún kvað hann mikið hafa að mæla um það "og gefst illa
ójafnaður."Gladdist hún þá heldur í viðræðunni. Þar dvaldist Grímur
margar nætur í hellinum og nam kviðuna og fór þá laglega með
þeim.Grímur var á Arnarvatnsheiði um veturinn eftir dauða
Hallmundar. Eftir það kom Þorkell Eyjólfsson til móts við
hann á heiðina og börðust þeir. Lauk svo þeirra viðskipti að
Grímur átti vald á lífi Þorkels og vildi eigi drepa hann en
Þorkell tók hann til sín og kom honum utan og gaf honum mikið
góss og þótti þar hvortveggi vel gera við annan. Grímur varð
síðan farmaður og er mikil saga frá honum sögð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.