Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 60

Grettis saga Ásmundarsonar 60 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 60)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
596061

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er Grettir hafði verið tvo vetur í Fagraskógafjalli og er
hinn þriðji var kominn þá fór Grettir suður á Mýrar á þann bæ
er í Lækjarbug heitir og hafði þaðan sex geldinga að óvilja
þess er átti. Þaðan fór hann ofan til Akra og rak á burtu tvö
naut til sláturs og marga sauði og fór upp fyrir sunnan
Hítará.



En er bændur urðu varir við ferð hans gerðu þeir orð Þórði á
Hítarnesi og báðu hann fyrir bindast að ráða Gretti af en
hann fór undan. En við bæn manna fékk hann til Arnór son
sinn, er síðan var kallaður jarlaskáld, að fara með þeim og
bað þá eigi láta Gretti undan reka. Voru þá menn sendir um
alla byggðina.



Bjarni hét maður er bjó á Jörva í Flysjuhverfi. Hann safnaði
mönnum fyrir utan Hítará. Ætluðu þeir svo til að sínum megin
skyldu koma hvorir flokkarnir.



Grettir var við þriðja mann. Hét sá Eyjólfur er fór með
honum, son bónda úr Fagraskógum, og var röskur maður og hinn
þriðji maður með þeim.



Þeir komu fyrst, Þórarinn frá Ökrum og Þorfinnur úr Lækjarbug
og voru nær tuttugu menn saman. Grettir vildi þá leita út
yfir ána. Þá komu þeir Þorgeir og Arnór og Bjarni utan að
ánni. Nes mjótt gekk fram í ána þeim megin sem Grettir var.
Hann rak féið í framanvert nesið þá er hann sá mannaförina
því að hann vildi aldrei laust láta það sem hann fékk höndum
á komið.



Mýramenn réðu þegar til atgöngu og létu gildlega. Grettir bað
fylgdarmenn sína að geyma að þeir gengju eigi að baki honum.
Ei máttu í senn allmargir að honum ganga. Varð þar hörð
viðureign með þeim. Grettir hjó á tvær hendur með saxinu og
varð þeim eigi auðvelt að sækja að honum. Féllu þá sumir
Mýramenn en sumir urðu sárir. Þeir urðu seinir utan yfir ána
því að vaðið var ei allnær. Ei höfðu þeir lengi barist áður
en þeir hurfu frá. Þórarinn frá Ökrum var gamall maður mjög,
svo að hann var ekki í atsókninni.



En er úti var bardaginn þá kom að Þrándur son Þórarins og
Þorgils Ingjaldsson bróðurson Þórðar og Finnbogi son Þorgeirs
Þórhaddssonar úr Hítardal og Steinólfur Þorleifsson úr
Hraundal. Þeir eggjuðu menn mjög til atsóknar. Gerðu þeir enn
harða hríð.



Grettir sá nú að annaðhvort varð að gera, flýja eða hlífast
ekki við. Gengur hann nú svo hart fram að öngvir héldust við
því svo var mannmargt að honum þótti ósýnt til undankomunnar
utan sem vinna sem mest áður en hann félli, vildi og hafa
þann einnhvern fyrir sig er honum þótti manntak í vera. Hljóp
hann þá að Steinólfi úr Hraundal og hjó til hans í höfuðið og
klauf hann í herðar niður og þegar annað högg hjó hann til
Þorgils Ingjaldssonar og kom á hann miðjan og tók nálega í
sundur. Þá vildi Þrándur fram hlaupa og hefna frænda síns.
Grettir hjó til hans á lærið hægra svo að úr tók allan
vöðvann og varð hann þegar óvígur. Eftir það veitti hann
Finnboga mikinn áverka.



Þá kallaði Þórarinn og bað þá frá hverfa "því að því verra
munuð þér af honum fá sem þér berjist lengur en hann kýs menn
úr liði yðru."



Þeir gerðu svo og sneru frá. Þar voru fallnir fimm menn en
fimm sárir til ólífis og örkumla. En flestir höfðu nokkurar
skeinur þeir sem á fundinum höfðu verið. Grettir var ákaflega
móður en lítt sár. Leituðu Mýramenn við þetta undan og höfðu
fengið mikinn mannskaða því að þar féllu margir röskvir menn.



En þeim utan yfir ána fórst seint og komu eigi fyrr en slitið
var fundinum. Og er þeir sáu ófarir sinna manna þá vildi
Arnór ekki hafa sig í hættu og fékk hann mikið ámæli af föður
sínum og mörgum öðrum. Ætla menn að hann hafi engi garpur
verið. Það heitir nú Grettisoddi er þeir börðust.



En þeir Grettir tóku sér hross og riðu upp undir fjall því að
þeir voru allir sárir. Og er þeir komu í Fagraskóga var
Eyjólfur þar eftir. Þar var bóndadóttir úti og spurði að
tíðindum.



Grettir sagði af hið ljósasta og kvað vísu:



Hæg munat, hirði-Sága

hornflæðar, nú græða

stór, þótt steyptust fleiri,

Steinólfs höfuðskeina.

Því er um Þorgils ævi

þung von að bein sprungu.

Lýðr segir átta aðra

auðbrjóta þar dauða.


Eftir það fór Grettir í bæli sitt og sat þar um veturinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.