Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 58

Grettis saga Ásmundarsonar 58 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 58)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
575859

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þá bjó í Hólmi Björn Hítdælakappi. Hann var Arngeirsson,
Bersasonar goðlauss, Bálkasonar er nam Hrútafjörð sem fyrr
segir. Björn var höfðingi mikill og harðfengur og hélt jafnan
seka menn. Grettir kom í Hólm og tók Björn vel við honum því
að vinátta hafði verið með hinum fyrrum frændum þeirra.
Grettir spurði ef hann vildi honum nokkra ásjá veita.



Björn sagði að hann ætti svo sökótt um allt land að menn
mundu forðast bjargir við hann um það er sekt nemur "en
heldur skal eg þér gagn gera ef þú lætur þá menn vera í friði
sem í minni vernd eru hvers sem þú gerir við aðra menn hér í
byggð."



Grettir játaði því.



Björn mælti: "Að því hefi eg hugað að í því fjalli sem fram
gengur fyrir utan Hítará mun vera vígi gott og þó fylgsni ef
klóklega er um búið. Er þar bora í gegnum fjallið og sér það
neðan af veginum því að þjóðgatan liggur niðri undan en
sandbrekka svo brött fyrir ofan að fáir menn munu upp komast
ef einn maður röskur er til varnar uppi í bælinu. Nú líst mér
það helst ráð og umtalsmál að vera þar því að þaðan er hægt
að leita til fanga ofan á Mýrar og út til sjóvar."



Grettir kvaðst hans forsjá hlíta mundu ef hann vildi nokkuð
til leggja. Fór Grettir þá í Fagraskógafjall og bjóst þar um.
Hann tjaldaði með grá vaðmáli fyrir boruna á fjallinu og
þótti sem þar sæi í gegnum neðan af götunum. Réð hann þá til
fanga ofan í byggðina. Þótti Mýramönnum mikill vágestur
kominn er Grettir var.



Þórður Kolbeinsson bjó þá á Hítarnesi. Hann var skáld gott. Í
þenna tíma var fjandskapur mikill með þeim Birni og Þórði og
þótti Birni eigi verr en hálfneytt þó að Grettir gerði óspekt
mönnum Þórðar eða fé.



Grettir var jafnan með Birni og reyndu þeir margan frækleik,
og vísar svo til í sögu Bjarnar að þeir kölluðust jafnir að
íþróttum. En það er flestra manna ætlan að Grettir hafi
sterkastur verið á landinu síðan þeir Ormur Stórólfsson og
Þórálfur Skólmsson lögðu af aflraunir. Þeir Grettir og Björn
lögðust í einu eftir allri Hítará ofan frá vatni og út til
sjóvar. Þeir færðu stéttir þær í ána er aldrei síðan hefir úr
rekið hvorki með vatnavöxtum né ísalögum eða jöklagangi. Sat
Grettir í Fagraskógafjalli svo einn vetur að honum voru
öngvar aðfarir gervar en þó misstu þá margir síns fyrir honum
og fengu ekki að gert því að hann hafði gott vígi en átti
jafnan vingott við þá sem næstir honum voru.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.