Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 56

Grettis saga Ásmundarsonar 56 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 56)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
555657

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þórir í Garði spyr nú hvar Grettir er niður kominn og vildi
setja til eitthvert ráð að hann yrði drepinn.Maður hét Þórir rauðskeggur. Hann var manna gildastur og
vígamaður mikill og fyrir það var hann sekur ger um allt
landið. Þórir í Garði sendi honum orð og er þeir fundust
beiddi hann Rauðskegg fara sendiferð sína og drepa Gretti
hinn sterka. Rauðskeggur kvað það eigi auðveldaverk, sagði að
Grettir var vitur maður og var um sig.Þórir bað hann til ráða "og er slíkt drengilegt svo röskum
manni sem þú ert en eg skal koma þér úr sekt og þar með gefa
þér nógt fé."Við þessu ráði tók Rauðskeggur. Sagði Þórir honum hversu hann
skyldi að fara að vinna Gretti. Eftir það fór Rauðskeggur
fyrir austan land því að honum þótti gruna mega síður um
ferðir sínar. Hann kom að Arnarvatnsheiði þá er Grettir hafði
verið þar einn vetur. En er Grettir og Rauðskeggur fundust
beiddi hann Gretti viðurtöku.Hann svarar: "Eigi kann eg að láta fleiri svo oft leika að
mér sem sá er hér kom í fyrra haust og lét allskjallkænlega.
En þegar hann hafði hér verið litla hríð sat hann um líf
mitt. Nú mun eg eigi á það hætta oftar að taka við
skógarmönnum."Þórir svarar: "Full vorkunn þykir mér þér á vera þó að þú
trúir illa skógarmönnum en heyrt muntu mín hafa getið um
vígaferli og ójafnað en aldrei um slíkt dáðleysi að svíkja
lánardrottin minn. Nú er því illt illum að vera að margur
ætlar þar annan eftir vera. Mundi eg og eigi hafa hingað
farið ef eg ætti betra kosti en eigi þykir mér við upp gefnir
ef við veitumst að. Nú máttu hætta á við mig fyrst hversu þér
gest að mér. Lát mig þá fara á burt ef þú finnur ódyggð með
mér."Grettir svarar: "Hætta má eg enn á við þig en vit það fyrir
víst ef eg gruna um svik við þig þá verður það þinn bani."Þórir kvað hann svo gera. Eftir það tók Grettir við honum og
fann hann það að hann mundi hafa tveggja manna megin til
hvers sem hann gekk. Var hann búinn til hvers sem Grettir
vildi senda hann. Til einkis þurfti Grettir að víkjast og
aldrei hafði honum þótt ævi sín jafngóð síðan hann kom í
útlegð en þó var hann svo var um sig að aldrei sá Þórir færi
á honum.Þórir rauðskeggur var tvo vetur hjá Gretti á heiðinni. Tók
honum nú að leiðast á heiðinni að vera, hugsar nú um hvert
ráð hann skal gera það sem Grettir sæi eigi við.Eina nótt um vorið kom á stormviðri mikið er þeir voru í
svefni. Grettir vaknaði og spurði hvar bátur þeirra væri.
Þórir spratt upp og hljóp til bátsins og braut hann allan í
sundur og kastaði ýmsa vega brotunum og var því líkt sem
veðrið hefði fleygt.Eftir það gekk hann inn í skálann og mælti hátt: "Eigi hefir
nú vel til tekist, vinur minn", sagði hann, "að bátur okkar
er allur brotinn í sundur en netin liggja langt út í vatnið.""Sæk þú þau þá," segir Grettir, "því að mér þykir þér
sjálfrátt verið hafa er báturinn er brotinn."Þórir svarar: "Það er svo í atgervi að mér er minnst hent er
sund er. En flest annað þykist eg reyna mega við hvern annan
óbreyttan mann. Máttu það vita að eg hefi eigi þér starf
ætlað síðan eg kom til þín. Mundi eg eigi biðja þessa ef eg
væri til fær að gera."Grettir stóð upp og tók vopn sín og gekk til vatnsins. Þar
var svo við vaxið að nes gekk fram í vatnið en víkurhvarf
mikið var öðrumegin nessins. Vatnið var djúpt að landinu.Grettir mælti: "Leggst út eftir netjunum og lát mig sjá
hversu fær maður þú ert.""Sagði eg þér áðan," segir Þórir, "að eg er ekki syndur og
eigi veit eg hvar nú er garpskapur þinn og áræði.""Ná mun eg netunum," sagði Grettir, "en svík þú mig ekki er
eg trúi þér."Þórir svarar: "Ætla þú mér eigi slíka svívirðing og
dáðleysi."Grettir mælti: "Þú munt sjálfur gefa þér raun hver þú ert."Síðan kastaði hann klæðunum og vopnunum og lagðist eftir
netunum. Sveipar hann þeim saman og fer að landi og kastar
þeim upp á bakkann. Og er hann ætlaði á land að ganga þá
greip Þórir saxið og brá skjótt. Hann hljóp þá skjótt á móti
Gretti er hann sté upp á bakkann og hjó til hans. Grettir
kastaði sér á bak aftur ofan í vatnið og sökk sem steinn.
Þórir horfði út á vatnið og ætlaði að verja landið ef hann
kæmi upp. Kafaði Grettir nú sem næst bakkanum svo að Þórir
mátti ekki sjá hann þar til sem hann kom í víkina að baki
honum og gekk þar á land. Við þessu gat Þórir eigi séð. Fann
hann eigi fyrr en Grettir tók hann upp yfir höfuð sér og
færði niður svo hart að saxið hraut úr hendi honum og fékk
Grettir tekið það og hafði ekki orða við hann og hjó þegar
höfuð af honum og lauk svo hans ævi.Eftir það vildi Grettir aldrei við skógarmönnum taka en þó
mátti hann varla einn saman vera.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.