Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 52

Grettis saga Ásmundarsonar 52 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 52)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
515253

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þá er Grettir kom yfir Þorskafjarðarheiði í Langadal lét hann
sópa greipur um eignir smábænda og hafði af hverjum það er
kallaði. Tók hann af hverjum vopn en sumum klæði. Gengu þeir
mjög misjafnt af en allir sögðust nauðgir láta þegar hann var
á brottu.Þá bjó í Vatnsfirði Vermundur hinn mjóvi bróðir Víga-Styrs.
Hann átti Þorbjörgu dóttur Ólafs pá Höskuldssonar. Hún var
kölluð Þorbjörg hin digra.Vermundur var þenna tíma til þings riðinn er Grettir var í
Langadal. Hann fór ofan yfir háls til Laugabóls. Þar bjó sá
maður er Helgi hét. Hann var þar helst fyrir bændum. Þaðan
hafði Grettir góðan hest er bóndi átti. Þaðan fór hann inn
til Gervidals. Þar bjó sá maður er Þorkell hét. Hann var vel
birgur að kosti og þó lítilmenni. Hafði Grettir þaðan slíkt
er hann vildi og þorði Þorkell ekki að að finna eða á að
halda. Þaðan fór Grettir til Eyrar og svo út þeim megin
fjarðar og hafði af hverjum bæði vistir og klæði og gerði
mörgum harðleikið og þótti flestum þungt undir að búa.Grettir fór nú djarflega og hafði enginn varðhöld á sér. Hann
fór nú uns er hann kom í Vatnsfjarðardal og fór þar til sels.
Dvaldist hann þar margar nætur og lá þar í skógum og svaf og
hugði ekki að sér.En er smalamenn vissu það fóru þeir til bæjar og sögðu að sá
dólgur væri kominn í byggðina að þeim þótti ekki dæll
viðfangs. Söfnuðust þá bændur saman og höfðu þrjá tigu manna.
Leyndust þeir í skóginum svo að Grettir vissi ekki til og
létu smalamenn halda njósnum nær færi gæfi á Gretti en þó
vissu þeir ógjörla hver maðurinn var.Nú bar svo til einn dag þá er Grettir lá og svaf að bændur
komu að honum. Og er þeir sáu hann áttu þeir ráðagerð um
hversu þeir skyldu taka hann svo að minnst yrði manntjón í og
skipuðu til að tíu skyldu á hann hlaupa en sumir skyldu bera
bönd að fótunum. Þeir gerðu nú svo og fleygðu sér ofan á hann
en Grettir brá við svo hart að þeir hrutu af honum en hann
komst á kné og í því gátu þeir kastað böndum á hann og fætur
honum. Þá spyrnti Grettir svo fast við eyrun á tveimur að
þeir lágu í roti. Nú hljóp á hann hver að öðrum en hann
ruddist um fast og lengi en þó gátu þeir hlaðið honum um
síðir og bundu hann.Eftir það áttu þeir um að tala hversu við hann skyldi gera.
Báðu þeir Helga af Laugabóli taka við honum og annast hann
þar til að Vermundur kæmi heim af þingi.Hann svarar að "annað ætla eg mér þarfara en láta húskarla
mína sitja yfir honum því að eg á lönd erfið og kemur hann
aldrei í mína ferð."Þá báðu þeir Þorkel í Gervidal við honum að taka, kváðu hann
vera nógtarmann.Þorkell mælti í móti og kvað öngvan kost á því "þar sem eg
ligg einn í húsi og kerling mín en hvar fjarri öðrum mönnum
og komið þér ekki þeim kassa á mig," segir hann."Þú, Þórálfur á Eyri," sögðu þeir, "tak við Gretti og ger til
hans vel um þingið ella fær þú hann af þér til næsta bæjar og
ábyrgst að hann verði ekki laus. Set hann svo bundinn niður
sem nú tekur þú við honum."Hann svarar: "Ekki vil eg við Gretti taka því að eg hefi
hvorki til föng né fé að halda hann. Hefir hann og ekki á
minni jörðu tekinn verið. Líst mér heldur vandræði en virðing
við honum að taka eða gera mikið með honum og hann kemur
aldrei í mín hús inn."Eftir það leituðu þeir við hvern bónda og mæltu allir í móti.
Og eftir þessu viðtali þeirra hafa kátir menn sett fræði það
er Grettisfærsla hét og aukið þar í kátlegum orðum til gamans
mönnum.En er þeir höfðu þetta talað lengi þá kom það ásamt með þeim
að þeir mundu eigi gera happ sitt að óhappi og fóru til og
reistu gálga þar þegar í skóginum og ætluðu hengja Gretti og
hlömmuðu nú mjög yfir þessu.Þá sáu þeir ríða þrjá menn neðan eftir dalnum. Var einn í
litklæðum. Þeir gátu að mundi Þorbjörg húsfreyja úr
Vatnsfirði og svo var. Ætlaði hún til sels. Hún var skörungur
mikill og forvitur. Hún hafði héraðsstjórn og skipaði öllum
málum þegar Vermundur var eigi heima.Hún veik þangað að sem mannfundurinn var og var hún af baki
tekin. Bændur fögnuðu henni vel.Hún mælti þá: "Hvað þingi hafið þér eða hver er þessi hinn
hálsdigri er hér situr í böndum?"Grettir nefndi sig og heilsaði henni.Hún svarar: "Hvað rak þig til þess Grettir," sagði hún, "að
þú vildir gera hér óspektir þingmönnum mínum?""Eigi má nú við öllu sjá. Vera varð eg nokkur.""Slíkt er mikið gæfuleysi," segir hún, "að vesalmenni þessi
skyldu taka þig svo að ekki lagðist fyrir þig. Eða hvað ætlið
þér nú af honum að gera?"Bændur sögðu henni að þeir ætluðu að festa hann á gálga fyrir
óspektir sínar.Hún svarar: "Vera má að Grettir hafi sakir til þess en ofráð
mun það verða yður Ísfirðingum að taka Grettir af lífi því að
hann er maður frægur og stórættaður þó að hann sé eigi
gæfumaður. Eða hvað viltu nú vinna til lífs þér Grettir ef eg
gef þér líf?"Hann svarar: "Hvað mælir þú til?""Þú skalt vinna eið," sagði hún, "að gera öngvar óspektir hér
um Ísafjörð. Öngum skaltu hefna þeim sem í aðför hafa verið
að taka þig."Grettir kvað hana ráða. Síðan var hann leystur. Og þá kvaðst
hann mest bundist hafa að sínu skaplyndi að hann sló þá eigi
er þeir hældust við hann. Þorbjörg bað hann fara heim með sér
og fékk honum hest til reiðar. Fór hann þá heim í Vatnsfjörð
og beið þar til þess er Vermundur kom heim og gerði húsfreyja
vel við hann. Varð hún af þessu mjög fræg víða um sveitir.Vermundur var ófrýnn er hann kom heim og spurði því Grettir
væri þar. Þorbjörg sagði allt sem farið hafði með þeim
Ísfirðingum."Hvers naut hann að því," sagði Vermundur, "er þú gafst honum
líf?""Margar greinir voru til þess," sagði Þorbjörg. "Það fyrst,"
segir hún, "að þú munt þykja meiri höfðingi en áður er þú
áttir þá konu er slíkt þorði að gera. Þá mundi það og ætla
Hrefna frændkona hans að eg mundi eigi láta drepa hann. Það
hið þriðja að hann er hinn mesti afreksmaður í mörgum
greinum.""Vitur kona ertu," sagði Vermundur, "í flestu og haf þökk
fyrir."Þá mælti hann til Grettis: "Lítið lagðist nú fyrir þig,
þvílíkur garpur sem þú ert, er vesalmenni skyldu taka þig og
fer svo jafnan óeirðarmönnum."Grettir kvað þá vísu þessa:Mitt var gilt

gæfuleysi

í marþaks

miðjum firði

er gamlir

grísir skyldu

halda mér

að höfuðbeinum.


"Hvað vildu þeir af þér gera," kvað Vermundur, "þá er þeir
höfðu tekið þig?"Grettir kvað:Sögðu mér,

þau er Sigar veitti,

mægða laun

margir hæfa

uns lofgróinn

laufi sæmdar

reynirunn

rekkar fundu.


Vermundur mælti: "Hvort mundu þeir hafa hengt þig ef þeir
einir hefðu um vélt?"Myndi eg sjálfr

í snöru egnda

helsti brátt

höfði stinga

ef Þorbjörg

þessu skáldi,

hún er allsnotr,

eigi byrgi.


Vermundur mælti: "Hvort bauð hún þér til sín?"Grettir svaraði:Mig bað hjálp

handa tveggja

Sifjar vers

með sér fara.

Sú, gaf þveng

Þundar beðju

góðan hest,

er mig gæddi friði.


"Mikil mun verða ævi þín og erfið," segir Vermundur, "og er
þér kennt að varast óvini þína. En ekki nenni eg að halda þig
og hafa þar fyrir þykkju margra ríkra manna. Er þér enn best
að leita til frænda þinna en fáir munu verða til að taka þig
ef öðru mega við koma. Ertu og ekki auðkvæður til fylgdar við
flesta menn."Grettir var í Vatnsfirði nokkura hríð og fór þaðan til
Vestfjarða og leitaði til margra göfugra manna og bar jafnan
eitthvert við það er engi tók við honum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.