Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 51

Grettis saga Ásmundarsonar 51 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 51)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
505152

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þorgils Arason reið til þings með fjölmenni. Kom þar allt
stórmenni um landið. Brátt fundust þeir Skafti lögmaður og
tóku tal með sér.Þá mælti Skafti: "Er það satt Þorgils að þú hefir haldið þá
þrjá menn í vetur er mestir ójafnaðarmenn þykja vera og þó
allir sekir og stillt þá svo að enginn hefir öðrum mein
gert?"Þorgils segir að það var satt.Skafti mælti: "Mikill höfðingsskapur er slíkt. Eða hversu
þykir hver þeirra skapi farinn eða hver hreystimaður hver
þeirra mun vera?"Þorgils segir: "Alla ætla eg þá fullröskva til hugar en þeir
eru tveir að eg ætla hræðast kunna. Er það þó ólíkt því að
Þormóður er maður guðhræddur og trúmaður mikill en Grettir er
svo myrkfælinn að hann þorir hvergi að fara þegar að myrkva
tekur ef hann gerði eftir skapi sínu. En Þorgeir frænda minn
hygg eg ekki hræðast kunna.""Svo mun hver skapi farinn sem þú segir," segir Skafti.Skildu þeir svo talið.Á þessu alþingi kærði Þóroddur drápustúfur um víg Þorbjarnar
öxnamegins því að hann hafði eigi fram komið á Húnavatnsþingi
fyrir frændum Atla. Hugði hann að hér mundi hans mál síður
fyrir borð borið. Þeir frændur Atla sóttu Skafta að málinu en
hann kvaðst sjá lögvörn í því svo að þar mundu fullar fébætur
fyrir koma.Síðan voru málin í gerð lagin og var það flestra ætlan að
vígin mundu á standast, Atla og Þorbjarnar. En er Skafti
vissi það gekk hann til gerðarmanna og spurði hvaðan þeir
tóku það. Þeir kölluðu þá jafna bændur er vegnir voru.Skafti spyr: "Hvort var fyrr, Grettir sekur ger eða Atli var
veginn?"En er það var reiknað þá varð það viku munur er Grettir var
sekur ger á alþingi en hitt varð þegar eftir þingið.Skafti mælti: "Það grunaði mig að yður mundi yfir sjást um
málatilbúnaðinn að þér hélduð þann aðila er sekur var áður og
hvorki mátti sín mál verja né sækja. Nú segi eg Gretti ekki
eiga að gera með vígsmálinu og taki eftirmál sá sem næstur er
að lögum."Þá mælti Þóroddur drápustúfur: "Hver skal þá svara víginu
Þorbjörns bróður míns?""Sjáið þér sjálfir fyrir því," segir Skafti, "en ekki munu
frændur Grettis ausa fé fyrir hann eða verk hans ef honum
kaupist enginn friður."Og er þess varð var Þorvaldur Ásgeirsson að Grettir var af
sagður eftirmálinu leituðu þeir þá eftir hverjir næstir voru.
Urðu þá skyldastir þeir Skeggi son Gamla að Melum og Óspakur
son Glúms af Eyri úr Bitru. Þeir voru báðir kappsmenn miklir
og framgjarnir. Varð Þóroddur nú að lúka bætur fyrir víg
Atla. Var það tvö hundruð silfurs.Þá lagði til Snorri goði: "Viljið þér nú Hrútfirðingar,"
sagði hann, "að niður falli fégjald þetta og verði Grettir
sýkn því að eg ætla að hann verði sárbeittur í sektinni?"Þeir frændur Grettis tóku vel undir það og sögðust aldrei
hirða um fé ef hann fengi frið og frelsi. Þóroddur kvaðst sjá
að hans hlutur varð erfiður og lést þenna mundu upp taka
fyrir sína hönd.Snorri bað þá vita áður hvort Þórir úr Garði vildi leyfi til
leggja að Grettir yrði sýkn. En er hann varð þess vís brást
hann reiður við og kvað Gretti aldrei skyldu úr sektum ganga
eða komast "og að firr að hann verði sýkn," sagði hann, "að
meira fé skyldi leggja til höfuðs honum en nokkurum öðrum
skógarmönnum."En er hann tók þetta svo þvert varð ekki af sýknuninni. Tóku
þeir Gamli féið til sín og varðveittu en Þóroddur drápustúfur
fékk öngvar bætur eftir Þorbjörn bróður sinn. Lögðu þeir
Þórir þá báðir fé til höfuðs Gretti, þrjár merkur silfurs
hvor þeirra. Það þótti mönnum nýlunda því að aldrei hafði
verið meira lagt en þrjár merkur. Snorri kvað þetta
óviturlegt að bekkjast til að hafa þann mann í sektum er svo
miklu illu mætti orka og kvað þess margan gjalda mundu.
Skildu menn við það og riðu heim af þinginu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.