Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 47

Grettis saga Ásmundarsonar 47 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 47)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
464748

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Að áliðnu sumri kom Grettir Ásmundarson út í Hvítá í
Borgarfirði. Fóru menn til skips um héraðið. Þessi tíðindi
komu öll senn til Grettis, það fyrst að faðir hans var
andaður, annað það að bróðir hans var veginn, það þriðja að
hann var sekur ger um allt landið.Þá kvað Grettir vísu þessa:Allt kom senn að svinnum,

sekt mín, bragar tíni.

Föður skal drengr af dauða

drjúghljóðr og svo bróður.

Þó skal margr í morgun

mótrunnr Héðins snótar,

brjótr, um slíkar sútir,

sverðs, daprari verða.


Svo segja menn að Grettir brygði öngvan veg skapi við þessar
fréttir og var jafnglaður sem áður. Nú sat Grettir við skip
um hríð því að hann fékk öngvan fararskjót sem honum gast að.Sveinn hét maður er bjó að Bakka upp frá Þingnesi. Hann var
góður bóndi og kátur maður og kvað oft svo að gaman var að.
Hann átti merhryssi eitt, brúnt að lit, allra hrossa
skjótast. Það kallaði Sveinn Söðulkollu.Grettir fór eina nótt burt af Völlum því að hann vildi ekki
að kaupmenn yrðu varir við. Hann fékk sér svartan kufl og
steypti utan yfir klæði og duldist svo. Hann gekk upp hjá
Þingnesi og svo upp til Bakka. Var þá ljóst orðið. Hann sá
brúnt hross við túnið og fór til og lagði við beisl, steig á
bak og reið upp með Hvítá og fyrir neðan Bæ og svo til
Flókadalsár og svo upp á götur fyrir ofan Kálfanes. Vinnumenn
á Bakka stóðu upp í þann tíma og sögðu til bónda að maðurinn
var á bak kominn.Hann stóð upp og brosti að og kvað þetta:Héðan reið á burt beiðir

barðéls, nærri garði

þjófr lét hönd um hrífa,

hjálmþollr, Söðulkollu.

Sjá mun Freyr að fleirum

fullsterkr svaðilverkum

Þundar skýs en þessu,

það er heldr að mér belldi.


Síðan tók hann hest sinn og reið eftir. Grettir reið þar til
er hann kom upp fyrir bæinn á Kroppi. Þar fann hann mann er
nefndist Halli og kvaðst fara skyldu ofan til skips á Völlu.Grettir kvað vísu:Segðu í breiðar byggðir,

bráðlyndr, að þú fyndir

uppi allt hjá Kroppi,

álmþollr, Söðulkollu.

Þar var staddr á steddu,

strjúk allmikinn, Halli,

drengr, sá er drýgir löngum

dufl, í svörtum kufli.


Og nú skilja þeir og fór Halli ofan eftir götum og allt ofan
að Kálfanesi áður Sveinn kom á móti honum. Þeir kvöddust
skjótt.Þá kvað Sveinn:Sáttu, hvar reið hinn reitni,

raun er oss mikil, hrossi

slyttimákr, að slíku,

slægr frá næstum bæjum.

Héraðsmenn skulu hvinni

hefning fyrir það nefna.

Bera skal búk að hvoru

blán ef eg nái hánum.


"Máttu það af því," kvað Halli, "eg fann þann mann er ríða
kvaðst Söðulkollu og bað mig það að segja ofan í byggðina og
héraðið. Var sá mikill vexti og var í sortum kufli.""Eiga þykist hann mikið undir sér," kvað bóndi, "og skal eg
vita hver hann er" og reið síðan eftir honum.Grettir kom í Deildartungu. Var þar úti kona.Grettir fann hana að máli og kvað vísu:Færðu hafloga hirði,

hefir braut gripið lautar

áll, vel borin vella,

vigg, dís, gamanvísu.

Og vildi svo jöldu

Yggs líðgjafi ríða

æst að eg mun gista,

orðrakkr, að Gilsbakka.


Konan nam vísuna. Hann reið eftir það leið sína.Sveinn kom þar litlu síðar, og var hún eigi inn gengin, og
þegar hann kom kvað hann þetta:Hverr reið hóti fyrri

héðan í róstuveðri

hart á hrossi svörtu

hjörgráðs boði áðan.

Hann mun heldr að sönnu

hundeygr í dag undan,

djarfr er dáðum horfinn

drengr sjá, rekast lengi.


Hún sagði þá slíkt sem henni var kennt.Hann hugsaði vísuna og mælti: "Ei er ólíklegt að þessi maður
sé eigi mín leika en þó skal eg finna hann."Reið hann nú eftir byggðinni. Sá jafnan hvor annars ferð.
Veður var bæði hvasst og vott. Grettir kom á Gilsbakka um
daginn og er Grímur Þórhallsson vissi það fagnaði hann honum
harðla vel og bauð honum með sér að vera. Hann þekkist það.
Hann lét lausa Söðulkollu og sagði Grími hversu hún var til
komin.Þá kom Sveinn og steig af baki og sá þar hross sitt. Hann
kvað þetta:Hverr reið hryssu vorri?

Hver verðr raun á launum?

Hverr sá hvinn hið stærra?

Hvað mun kuflbúinn dufla?


Grettir var þá farinn af vosklæðum sínum og heyrði stökuna:Heim reið eg hryssu að Grími.

Hann er gildr hjá kotmanni.

Þat mun eg launa litlu.

Láttu okkr vera sátta.


"Satt skal jafnt vera," sagði bóndi, "og er fulllaunuð
hrossreiðin."Eftir það kvað hvor sínar vísur og kvaðst Grettir eigi mundu
að finna við það er hann átti eftir sínu að sjá. Var bóndi
þar um nóttina og þeir báðir og gerðu að þessu gaman mikið.
Þetta kölluðu þeir Söðulkolluvísur. Um morguninn reið bóndi
heim og skildust þeir Grettir vel.Grímur sagði Gretti marga hluti norðan úr Miðfirði þá sem
gerst höfðu meðan hann var utan og það að Atli var öngu
bættur en uppgangur Þorbjarnar öxnamegins var svo mikill að
væri óvíst að Ásdís húsfreyja gæti setið á Bjargi ef svo
stæði.Nú dvaldist Grettir fár nætur með Grími því að hann vildi að
engin frétt færi fyrir honum norður um heiðar.Grímur bað hann vitja sín ef hann þyrfti ásjár við "en
forðast mun eg lög, að verða sekur um bjargir við þig."Grettir kvað honum vel fara "en það er líkara að síðar muni
meir við þurfa."Reið Grettir nú norður Tvídægru og svo til Bjargs og kom þar
á náttarþeli. Var fólk allt í svefni utan móðir hans. Hann
gekk á bak húsum og þær dyr er þar voru því að honum voru þar
kunnig göng og svo til skála og að rekkju móður sinnar og
þreifaðist fyrst fyrir. Hún spurði hver þar væri. Grettir
sagði til sín.Hún settist þá upp og hvarf til hans og blés við mæðilega og
mælti:"Ver velkominn frændi," sagði hún, "en svipul verður mér
sonaeignin. Er sá nú drepinn er mér var þarfastur en þú
útlægur ger og óbótamaður en hinn þriðji er svo ungur að ekki
má að hafast.""Það er fornt mál", segir Grettir, "að svo skal böl bæta að
bíða annað meira. En fleira er mönnum til hugganar en fébætur
einar og er það líkast að hefnt verði Atla. En það er til mín
kemur þá munu þar ýmsir sínum hlut fegnir er vér eigumst
við."Hún kvað það eigi ólíklegt. Var Grettir þar nú um hríð á
fárra manna vitorði og fréttist fyrir um atferli héraðsmanna.
Höfðu menn ekki spurt til þess að Grettir væri kominn til
Miðfjarðar. Hann spurði að Þorbjörn öxnamegin var heima og
var fámennt hjá honum. Þetta var eftir túnannir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.