Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 42

Grettis saga Ásmundarsonar 42 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 42)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
414243

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þar er nú til að taka er áður er frá horfið að Þorbjörn
öxnamegin spurði víg Þorbjarnar ferðalangs sem fyrr var sagt.
Brást hann reiður mjög og kveðst vilja að ýmsir ættu högg í
annars garði.Ásmundur hærulangur lá lengi sjúkur um sumarið og er honum
þótti að sér draga heimti hann til sín frændur sína og sagði
að hann vildi að Atli tæki við allri fjárvarðveislu eftir
hans dag "en uggir mig," sagði Ásmundur, "að þú megir varla í
kyrrðum sitja fyrir ójafnaði. En það vildi eg að allir mínir
tengdamenn sinnuðu honum sem best. En til Grettis kann eg
ekki að leggja því að mér þykir á hverfanda hjóli mjög um
hans hagi. Og þó hann sé sterkur maður þá uggir mig að hann
eigi meir um vandræði að véla en fulltingja frændum sínum. En
þótt Illugi sé ungur þá mun hann þó verða þroskamaður ef hann
heldur sér heilum."Og er Ásmundur hafði skipað með sonum sínum sem hann vildi
dró að honum sóttin. Andaðist hann litlu síðar og var
jarðaður að Bjargi, því að Ásmundur hafði látið gera þar
kirkju, og þótti héraðsmönnum það mikill mannskaði.Atli gerðist nú gildur bóndi og hafði mannmargt með sér. Hann
var aðfangamaður mikill. Að áliðnu sumri fór hann út á
Snjófellsnes að fá sér skreið. Hann rak marga hesta og reið
heiman til Mela í Hrútafjörð til Gamla mágs síns. Réðst þá
til ferðar með Atla Grímur Þórhallsson, bróðir Gamla, við
annan mann. Riðu þeir Haukadalsskarð vestur og svo sem liggur
út á Nes, keyptu þar skreið mikla og báru á sjö hestum, sneru
heimleiðis er þeir voru albúnir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.