Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 39

Grettis saga Ásmundarsonar 39 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 39)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
383940

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var einn dag þá er konungur sat að málstefnu að Grettir
gekk fyrir konunginn og kvaddi hann vel.



Konungur leit við honum og mælti: "Ertu Grettir hinn sterki?"



Hann svarar: "Kallaður hefi eg svo verið og er eg af því hér
kominn að eg vænti af yður nokkurrar linunar um það illmæli
er mér hefir kennt verið en eg þykist þessa eigi valdur."



Ólafur konungur mælti: "Ærið ertu gildur en eigi veit eg
hverja gæfu þú berð til að hrinda þessu máli af þér. En
líkara væri að þú hefðir eigi viljandi mennina inni brennt."



Grettir kvaðst gjarna vilja af sér koma þessu ámæli ef
konungi þætti það vera mega. Konungur bað hann satt frá segja
hversu farið hefði með þeim.



Grettir sagði þá allt sem áður var greint og það með að þeir
lifðu allir er hann komst út með eldinn "vil eg nú bjóða mig
til slíkrar undanfærslu sem yður þykja lög til standa."



Ólafur konungur mælti þá: "Unna viljum vér þér að bera járn
fyrir þetta mál ef þér verður þess auðið."



Gretti líkaði það allvel. Tók hann nú að fasta til járnsins
og leið til þess er sá dagur kom er skírslan skyldi fram
fara. Þá gekk konungur til kirkju og biskup og fjöldi fólks
því að mörgum var forvitni á að sjá Gretti, svo mikið sem af
honum var sagt. Síðan var Grettir til kirkju leiddur. Og er
hann kom til kirkjunnar litu þeir margir til hans er fyrir
voru og töluðu þeir að hann væri ólíkur flestum mönnum fyrir
sakir afls og vaxtar. Gekk Grettir nú innar eftir gólfinu.



Þá hljóp fram piltur einn frumvaxta, heldur sviplegur, og
mælti til Grettis: "Undarlegur háttur er nú hér í landi þessu
þar sem menn skulu kristnir heita að illvirkjar og ránsmenn
og þjófar skulu fara í friði og gera þeim skírslur. En hvað
mundi illmenninu fyrir verða nema forða lífinu meðan hann
mætti? Hér er nú einn ódáðamaðurinn er sannreyndur er að
illvirkjum og hefir brennt inni saklausa menn og skal hann þó
enn ná undanfærslu og er þetta allmikill ósiður."



Hann fór að Gretti og rétti honum fingur og skar honum höfuð
og kallaði hann margýgjuson og mörgum öðrum illum nöfnum.
Gretti varð skapfátt mjög við þetta og gat þá eigi stöðvað
sig. Grettir reiddi þá upp hnefann og sló piltinn undir eyrað
svo að hann lá þegar í óviti en sumir segja að hann væri
dauður þá þegar. En engi þóttist vita hvaðan sjá piltur kom
eða hvað af honum varð en það ætla menn helst að það hafi
verið óhreinn andi sendur til óheilla Gretti.



Nú varð hark mikið í kirkjunni og var nú sagt til konunginum
að sá barðist um sem járnið skyldi bera.



Ólafur konungur gekk nú fram í kirkjuna og sá hvað um var og
mælti: "Mikill ógæfumaður ertu Grettir," segir konungur, "er
nú skyldi eigi skírslan fram fara svo sem nú var allt til
búið og mun eigi hægt að gera við ógæfu þinni."



Grettir svarar: "Það hafði eg ætlað að eg mundi meiri sæmd
til yðvar sækja herra en nú horfist á fyrir sakir ættar
minnar" og sagði hversu mönnum var farið með þeim Ólafi
konungi sem fyrr var talað.



"Vildi eg nú gjarna," sagði Grettir, "að þér takið við mér.
Hafið þér þá marga með yður að ekki mun víglegri þykja en
eg."



"Sé eg það," sagði konungur, "að fáir menn eru nú slíkir
fyrir afls sakir og hreysti sem þú ert en miklu ertu meiri
ógæfumaður en þú megir fyrir það með oss vera. Nú skaltu fara
í friði fyrir mér hvert er þú vilt vetrarlangt en að sumri
far þú út til Íslands því að þar mun þér auðið verða þín bein
að bera."



Grettir svarar: "Eg vildi fyrst færast undan brennumálinu ef
eg mætti því að það hefi eg eigi viljandi gert."



"Það er alllíklegt," segir konungur, "en fyrir sakir þess að
nú ónýttist skírslan fyrir sakir þolleysis þíns þá muntu
þessu máli ekki framar fá af þér hrundið en svo sem nú er
orðið og hlýtur jafnan illt af athugaleysinu. Og ef nokkrum
manni hefir verið fyrirmælt þá mun þér hóti helst."



Eftir það dvaldist Grettir í bænum nokkra stund og fékk ekki
meira af Ólafi konungi en nú var sagt. Síðan fór hann suður í
land og ætlaði austur til Túnbergs að finna Þorstein drómund
bróður sinn. Og er ekki sagt af hans ferðum fyrr en hann kom
austur á Jaðar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.