Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 37

Grettis saga Ásmundarsonar 37 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 37)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
363738

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Snemma um vorið eftir kom skip út af Noregi. Það var fyrir
þing. Þeir kunnu að segja mörg tíðindi. Það fyrst að
höfðingjaskipti var orðið í Noregi. Var þá kominn til ríkis
Ólafur konungur Haraldsson en Sveinn jarl úr landi stokkinn
um vorið eftir Nesjaorustu. Voru margir merkilegir hlutir
sagðir frá Ólafi konungi og það með að hann tók þá menn alla
best sem voru atgervismenn um nokkura hluti og gerði sér þá
handgengna. Við þetta urðu glaðir margir ungir menn og
fýstust til utanferðar.



Og svo sem Grettir spurði þessi tíðindi gerist honum hugur á
að sigla. Vænti hann sér sæmdar sem aðrir af konunginum. Skip
stóð uppi að Gásum í Eyjafirði. Þar tók Grettir sér far og
bjóst til utanferðar. Ekki hafði hann enn mikil fararefni.



Ásmundur gerðist nú mjög hrumur af elli og reis nú lítt úr
rekkju. Þau Ásdís áttu ungan son er Illugi hét, manna
efnilegastur. Atli tók nú við allri búsýslu og
fjárvarðveislu. Þótti það mikið batna því að hann var gæfur
og forsjáll.



Grettir fór til skips. Í þetta sama skip hafði ráðist
Þorbjörn ferðalangur áður en þeir vissu að Grettir mundi þar
í sigla. Löttu margir Þorbjörn að sigla samskipa við Gretti
en Þorbjörn kveðst fara mundu fyrir allt það. Bjóst hann til
utanferðar og varð heldur síðbúinn. Kom hann eigi fyrr norður
á Gáseyri en skipið var albúið.



Áður Þorbjörn færi vestan hafði Ásmundur hærulangur tekið
krankleika nokkurn og reis þá ekki úr rekkju.



Þorbjörn ferðalangur kom síð dags í sandinn. Voru menn þá
búnir til borða og tóku handlaugar úti hjá búðinni. En er
Þorbjörn reið fram í búðarsundin var honum heilsað og spurður
tíðinda.



Hann lést engin segja kunna "utan þess get eg að kappinn
Ásmundur að Bjargi sé nú dauður."



Margir tóku undir að þar færi gildur af heiminum sem hann var
"eða hversu bar það til?" sögðu þeir.



Hann svarar: "Lítið lagðist nú fyrir kappann því að hann
kafnaði í stofureyk sem hundur en eigi var skaði að honum því
að hann gerðist nú gamalær."



Þeir svara: "Þú talar undarlega við þvílíkan mann og eigi
mundi Gretti vel líka ef hann heyrði."



"Þola má eg það," sagði Þorbjörn, "og hærra mun Grettir bera
verða saxið en í fyrra sumar á Hrútafjarðarhálsi ef eg
hræðist hann."



Grettir heyrði fullgerla hvað Þorbjörn sagði og gaf sér ekki
að meðan Þorbjörn lét ganga söguna.



En er hann hætti þá mælti Grettir: "Það spái eg þér
Ferðalangur," sagði hann, "að þú deyir ekki í stofureyknum og
þó má vera að þú verðir ei ellidauður. En það er undarlega
gert að tala sneyðilega til saklausra manna."



Þorbjörn mælti: "Ekki mun eg aftra mér að þessu og eigi þótti
mér þú svo snæfurlega láta þá er vér tókum þig undan er þeir
Melamenn börðu þig sem nautshöfuð."



Grettir kvað þá vísu:



Jafnan verðr til orða

of löng boga slöngvi,

því kemr þar tll sumra

þung hefnd fyrir, tunga.

Margr hefir beiðir borgar

benlinns sakir minni,

Ferðalangr, þótt fengir

fjörtjón, en þú gjörvar.


Þorbjörn mælti: "Jafnfeigur þykist eg sem áður þótt þú
skjalir slíkt."



Grettir svarar: "Ekki hafa spár mínar átt langan aldur hér
til og enn mun svo fara. Vara þig ef þú vilt. Eigi mun síðar
sýnna."



Síðan hjó Grettir til Þorbjörns en hann bar við hendinni og
ætlaði svo að bera af sér höggið. En höggið kom á höndina
fyrir ofan úlfliðinn og síðan hljóp saxið á hálsinn svo að af
fauk höfuðið. Kaupmenn sögðu hann stórhöggvan og slíkt væru
konungsmenn og ekki þótti þeim skaði að þótt Þorbjörn væri
drepinn því að hann hafði bæði verið kífinn og köllsugur.



Litlu síðar létu þeir í haf og komu að áliðnu sumri til
Noregs suður við Hörðaland. Frétta þeir þá að Ólafur konungur
sat norður í Þrándheimi. Fékk Grettir sér far með
byrðingsmönnum norður þangað því að hann vildi fara á konungs
fund.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.