Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 28

Grettis saga Ásmundarsonar 28 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 28)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
272829

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Grettir Ásmundarson kom þetta sumar út í Skagafirði. Hann var
þá svo frægur maður fyrir sakir afls og hreysti að engi þótti
þá slíkur af ungum mönnum. Hann reið brátt heim til Bjargs og
tók Ásmundur þá við honum sæmilega. Atli hafði þá búsforráð.
Féll vel á með þeim bræðrum. Þá gerðist ofsi Grettis svo
mikill að honum þótti sér ekki ófært.



Þá gerðust þeir margir fullhraustir menn er þá voru ungir er
Grettir var að leikum á Miðfjarðarvatni með þeim áður en hann
fór utan. Einn af þeim var Auðunn er þá bjó á Auðunarstöðum í
Víðidal. Hann var Ásgeirsson, Auðunarsonar, Ásgeirssonar
æðikolls. Auðunn var góður bóndi og gegn maður. Allra manna
var hann sterkastur norður þar. Hann þótti hinn gæfasti í
byggðarlagi.



Grettir kom nú það í hug að hann þóttist hafa orðið varhluta
fyrir Auðuni að knattleiknum sem áður er sagt og vildi hann
prófa hvor þeirra meira hefði við gengist síðan. Af því gerir
Grettir heiman ferð sína á Auðunarstaði. Það var um öndverðan
sláttutíma. Grettir barst á mikið og reið í steindum söðli
mjög vönduðum er Þorfinnur gaf honum. Hann hafði góðan hest
og vopn öll hin bestu.



Grettir kom snemma dags á Auðunarstaði og drap á dyr. Fátt
var manna heima. Grettir spurði hvort Auðunn væri heima. Menn
sögðu að hann væri farinn til sels eftir mat. Grettir hleypti
beisli af hesti sínum. Túnið var óslegið og gekk hesturinn
þangað sem loðnast var. Grettir gekk til skála og settist
niður á setstokkinn og síðan sofnaði hann.



Litlu síðar kom Auðunn heim. Hann sá að hestur var í túninu
með steindum söðli. Auðunn bar mat á tveimur hestum og bar
skyr á hesti og var það í húðum og var bundið um fyrir ofan.
Það kölluðu menn skyrkylla. Auðunn tók af hestum og ber inn
skyr í fangi sér. Honum var myrkt fyrir augum. Grettir rétti
fótinn fram af stokkinum og féll Auðunn áfram og varð undir
honum skyrkyllirinn og gekk af yfirbandið. Auðunn spratt upp
og spurði hvað skelmi þar væri. Grettir nefndi sig.



Auðunn mælti: "Þanninn var óspaklega farið eða hvert er
erindið þitt?"



"Eg vil berjast við þig," segir Grettir.



"Sjá mun eg fyrst ráð fyrir mat mínum," sagði Auðunn.



"Vel má það," segir Grettir, "ef þú mátt eigi öðrum mönnum að
því hlíta."



Auðunn laut þá niður og þreif upp skyrkyllinn og sletti
framan í fang Gretti og bað hann fyrst taka við því er honum
var sent. Grettir varð allur skyrugur. Þótti honum það meiri
smán en þó Auðunn hefði veitt honum mikinn áverka. Síðan
réðust þeir á og glímdu heldur sterklega. Sækir Grettir með
ákefð en Auðunn fer undan. Finnur hann þá að Grettir hefir
dregið undan honum. Gengur upp allt það er fyrir þeim verður
og rekast þeir víða um skálann. Sparði hvorgi af en þó verður
Grettir drjúgari og fellur Auðunn að lyktum. Hann hafði
slitið öll vopnin af Gretti. Knýjast þeir fast og verður brak
mikið um þá og þá kemur dynur mikill undir bæinn og heyrir
Grettir að riðið var að húsunum og af baki stigið og inn
gengið snúðigt. Sér hann að maður gengur inn þriflegur í
rauðum kyrtli og hafði hjálm á höfði. Sjá sneri til skálans
því að hann heyrði umfang mikið er þeir áttust við. Hann
spurði hvað í skálanum væri.



Grettir nefndi sig "eða hver spyr að?"



"Barði heiti eg," segir sá er kominn var.



"Ertu Barði Guðmundarson úr Ásbjarnarnesi?"



"Sá er maður hinn sami," segir Barði. "Eða hvað hefstu að?"
sagði hann.



Grettir svarar: "Við Auðunn eigum hér gamanleika."



"Ekki veit eg um gaman það," segir Barði. "Er og ekki
jafnkomið á með ykkur. Þú ert ójafnaðarmaður og
ofurkappsfullur en hann er gæfur og góðfengur og láttu hann
upp standa skjótt."



Grettir svarar: "Margur seilist um hurð til lokunnar. Þætti
mér þér nær að hefna Halls bróður þíns en að hlutast til með
okkur Auðuni hvað við eigumst við."



"Jafnan heyri eg það," segir Barði, "en eigi veit eg hvort
þess verður nokkuð hefnt. En þó vil eg að þú látir Auðun vera
í náðum því hann er spakur maður."



Grettir gerði svo fyrir tillögur Barða og líkaði þó illa.
Barði spurði hvað til saka væri með þeim.



Grettir kvað vísu:



Eigi veit eg nema utan

Jalfaðr að þér sjalfum

kverkr fyr kapp og orku,

kvelling er það, svelli.

Svo bannaði sinnir

seim-Gauts, þá eg var heima,

ungum endr fyr löngu

ákall þinul fjalla.


Barði kvað það víst vorkunn ef hann ætti sín víst í að hefna.



"Mun eg nú gera með ykkur," sagði Barði. "Vil eg að þið
skiljið að svo gervu og sé nú slitið með ykkur."



Og það létu þeir haldast því þeir voru skyldir og líkaði
Gretti heldur illa við Barða og bræður hans, riðu á burt
allir saman.



Og er þeir voru í veg komnir þá mælti Grettir: "Það hefi eg
spurt að þú ætlar suður til Borgarfjarðar í sumar. Nú vil eg
bjóða þér Barði að fara suður með þér og þykist eg þá gera
við þig verðleikum betur."



Barði varð glaður við þetta og játaði skjótt þessu og bað
hann hafa þökk fyrir. Síðan skildu þeir.



Þá veik Barði aftur og mælti: "Það vil eg til skilja," segir
hann, "að þú farir ei nema Þórarinn leyfi því hann skal ráða
ferðinni."



"Vel þætti mér þú mega einhlítur vera að ráðum þínum. Á eg
ekki," sagði Grettir, "ferðir mínar undir öðrum mönnum en
illa mun mér þykja ef þú gerir mig liðrækan."



Nú fara sína leið hvorir og kvaðst Barði skyldu gera Gretti
vissu "ef Þórarinn vill að þú farir" en ella skyldi hann
sitja um kyrrt.



Grettir reið heim til Bjargs en Barði til bús síns.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.