Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 24

Grettis saga Ásmundarsonar 24 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 24)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
232425

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Gunnar var í bænum og sat um Gretti nær sem færi gæfi á
honum.Það bar til á einhverjum degi að Grettir sat í búð nokkurri
og drakk því að hann vildi eigi verða fyrir Gunnari. Og er
hann varði minnst var hlaupið á hurðina svo hart að hún
brotnaði í sundur. Þar hlupu inn fjórir menn alvopnaðir. Var
þar kominn Gunnar og fylgdarmenn hans. Þeir sóttu að Gretti.
Hann þreif vopn sín er héngu uppi yfir honum, opaði hann þá
upp í hyrninguna og varðist þaðan. Hann hafði fyrir sér
skjöldinn en hjó með saxinu. Sóttist þeim eigi fljótt. Kom
hann á höggi einn fylgdarmann Gunnars. Þurfti sá eigi fleiri.
Rýmdi Grettir þá fram á gólfið. Hrukku þeir þá utar eftir
búðinni. Féll þá annar maður af Gunnari. Þá vildi Gunnar
undan leita og hans förunautar. Komst sá til dyranna og drap
fótunum í þröskuldinn og lá fallinn og komst seint upp.
Gunnar hafði fyrir sér skjöldinn og opaði Gretti undan en
hann sótti að með kappi og hljóp upp í þverpallinn við
dyrnar. Bar þá hendur Gunnars úr dyrunum inn og svo
skjöldinn. Grettir hjó þá niður í milli Gunnars og
skjaldarins og af honum báðar hendurnar í úlfliðnum. Féll
hann á bak aftur út úr dyrunum. Grettir hjó hann banahögg og
því komst sá á fætur er honum hafði fylgt og fór þegar á fund
jarls og sagði honum þessi tíðindi.Sveinn jarl varð ákaflega reiður við þessa sögu og stefndi
þegar þing í bænum. En er þeir Þorfinnur og Þorsteinn
drómundur vissu þetta heimtu þeir að sér tengdamenn sína og
vini og fjölmenntu mjög til þingsins. Jarl var allstyggur og
mátti lítt orðum við hann koma.Þorfinnur gekk fyrst fyrir jarl og mælti: "Því er eg hér
kominn að eg vil bjóða yður sátt og sæmdir fyrir víg þessi er
Grettir hefir vegið. Skuluð þér einir skera og skapa ef
maðurinn hefir grið."Jarl svarar reiður mjög: "Seint leiðist þér að biðja griða
til handa Gretti en grunar mig að þú hafir þar eigi gott að
sök. Hefir hann nú drepið þrjá bræður hvern á fætur öðrum.
Voru þeir svo hraustir menn í sér að enginn þeirra vildi í
sjóð bera annan. Nú tjáir þér Þorfinnur eigi að biðja fyrir
Gretti því að eg vil eigi leiða svo inn rangindi í landið að
taka bætur fyrir slík óhæfuverk."Þá gekk fram Bersi Skáld-Torfuson, bað jarl taka sættum "vil
eg," sagði hann, "þar til biðja og bjóða mitt góss því
Grettir er maður stórættaður og góður vin minn. Megið þér sjá
herra að betra er að gefa einum manni grið og hafa í móti
margra manna þökk en ráða einn fésektum, heldur en brjótast í
móti sæmd sinni og hætta hvort þér náið manninum eða eigi."Jarl svarar: "Vel fer þér Bersi þetta og sýnir þú það jafnan
að þú ert góður drengur en þó nenni eg eigi að brjóta svo
landslögin að gefa þeim grið sem ólífismenn eru."Þá gekk fram Þorsteinn drómundur og kvaddi jarl og bauð boð
fyrir Gretti og fór þar um mörgum fögrum orðum. Jarlinn
spurði hvað honum gengi til að bjóða boð fyrir þenna mann.
Þorsteinn sagði að þeir voru bræður.Jarl kvaðst það eigi vitað hafa "en drengskapur er þér í þó
að vildir hjálpa honum. En fyrir því að vér höfum ætlað eigi
hér fébætur fyrir þessi mál þá munum vér hér alla jafndýra um
gera. Skulum vér hafa líf Grettis, hvað er kostar, þegar vér
komumst við."Hljóp jarl þá upp og vildi ekki á líta um sættirnar þeirra
Þorfinns og gengu þá heim í garð Þorsteins og bjuggust þar
um. En er jarl sá þetta lét hann vopnast alla hirð sína,
gengu síðan með fylktu liði þangað. Og áður liðið kom að
skipuðust þeir til varnar fyrir garðshliðinu. Stóðu þeir
fremstir Þorfinnur og Þorsteinn og Grettir og þá Bersi. Hafði
hver þeirra mikla sveit manna.Jarl bað þá selja fram Gretti og halda sig eigi í ófæru. Þeir
buðu öll hin sömu boð sem fyrr. Jarl vildi það ekki heyra.Þeir Þorfinnur og Þorsteinn kváðu jarl skyldu meira fyrir
verða að ná lífi Grettis "því eitt skal yfir oss og mun það
þá mælt að þér vinnið mikið til eins manns lífs ef vér erum
allir við velli lagðir."Jarl kvað öngan þeirra spara skyldu. Var þá við sjálfu búið
að þeir mundu berjast. Þá gengu að jarli margir góðgjarnir
menn og báðu að hann héldi eigi til svo mikils vandræðis,
sögðu að þeir mundu mikið afráð gjalda áður þeir væru
drepnir. Jarl fann að þetta var heilræði. Lét hann þá heldur
sefast. Síðan var dregin saman sættin. Voru þeir Þorfinnur og
Þorsteinn þess fúsir þegar Grettir næði griðum.Jarl mælti: "Það skuluð þér vita," sagði hann, "þó að eg geri
hér mikið miðlunarmál um víg þessi að eg kalla þetta öngva
sætt en eigi nenni eg að berjast við menn mína þó að eg sjái
að þér metið mig lítils í þessu máli."Þá mælti Þorfinnur: "Þetta er yður meiri sæmd herra því að
þér skuluð einir ráða fégjöldum."Jarl sagði þá að Grettir skyldi fara í friði fyrir honum út
til Íslands þegar skip ganga ef þeim líkaði þá vel. Þeir
kváðust það þiggja mundu. Luku þeir jarli fé svo honum gast
að og skildu með öngum kærleikum. Fór Grettir með Þorfinni.
Skildust þeir Þorsteinn bróðir hans með vináttu. Varð
Þorfinnur frægur af fylgd þeirri er hafði veitt Gretti, við
slíkt ofurefli sem hann átti að eiga. Engi af þeim mönnum
komst í kærleika við jarl þaðan frá, þeirra er Gretti hafði
lið veitt, nema Bersi einn.Svo kvað Grettir:Var Þorfinnr

Þundar sessi

aldar alinn

oss til hjálpar

þá er mig víf

í valskorum

lukt og læst

lífs um kvaddi.Var stórskip

stallgoðs bana

Rauðahafs

og Regins skáli

er Býleists

bróðurdóttur

manna mest

mér varnaði.Og enn þessa:Þótti þá

þengils mönnum

ekki dælt

oss að stríða

er hlébarðr

hlífar eldi

bragða borg

brenna vildi.


Grettir fór með Þorfinni norður aftur og er með honum þar er
hann kom honum í skip með kaupmönnum þeim að ætluðu til
Íslands og gaf honum mörg góð þing í klæðum og söðul steindan
og bitul með. Skildu þeir með vináttu. Bað Þorfinnur hann sín
vitja ef hann kæmi aftur til Noregs.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.