Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 21

Grettis saga Ásmundarsonar 21 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 21)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
202122

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Björn hét maður er þar var á vist með Þorkeli. Hann var
ákafamaður í lyndi og góðrar ættar, skyldur nokkuð Þorkeli.
Ekki var hann vinsæll maður af alþýðu því að hann afflutti
mjög fyrir þeim mönnum er voru með Þorkatli. Kom hann svo
mörgum á burt. Fátt kom á með þeim Gretti. Þótti Birni hann
lítils verður hjá sér en Grettir var ótillátssamur og kom til
þverúð með þeim. Björn var hávaðamaður mikill og gerði um sig
mikið. Fylgdu honum að því margir ungir menn og höfðu þeir
oft á kveldum slentur mikið úti.



Það bar til á öndverðum vetri að híðbjörn einn grimmur hljóp
úr híði sínu og varð svo grimmur að hann eirði hvorki mönnum
né fé. Ætluðu menn að hann mundi vaknað hafa af háreysti því
er Björn hafði gert með kumpánum sínum. Gerðist dýrið svo
illt viðfangs að það reif niður hjörð fyrir mönnum. Hafði
Þorkell af þessu mestan skaða því hann var manna ríkastur í
þessu byggðarlagi.



Á nokkurn dag kvaddi Þorkell til fylgdar menn sína að leita
hvar híð bjarnarins væri. Þeir fundu það í sjóvarhömrum. Var
þar hamarklettur einn og hellisskúti framan í hamrinum einum
en einn stígur til að ganga. Bjarg var undir hellinum og urð
við sjóinn. Var þar vís bani því er ofan hrapaði. Lá björninn
í híðinu á daginn en leitaði á burt jafnan er náttaði. Héldu
öngvar grindur fénu fyrir honum. Komu þeir eigi hundum við.
Þótti mönnum þetta hið mesta vandræði.



Björn frændi Þorkels kvað vera að gert hið mesta er híðið var
fundið "skal eg nú prófa," sagði hann, "hversu leikur fer með
okkur nöfnum."



Eigi lét Grettir sem hann vissi hvað Björn talaði um þetta.



Jafnan bar svo til á kveldum þá er menn fóru að sofa, þá
hvarf Björn út. Það var eina nótt að Björn fór til híðsins.
Hann varð var við að dýrið var þar fyrir og grenjaði
illilega. Björn lagðist niður við einstigið og hafði með sér
skjöldinn og ætlaði að bíða þar til er dýrið leitaði á burt
eftir vanda. Bessi hafði veður af manninum og seinkaði heldur
ferðinni. Björn syfjaði heldur mjög þar sem hann lá og getur
eigi vakað. Og í þessu ræður dýrið úr híðinu, getur nú séð
hvar maðurinn liggur, krækir til hramminum og hnykkir af
honum skildinum og kastar ofan fyrir bjargið. Björn bregður
við hart. En er hann vaknar, tekur til fóta og hleypur heim,
var þá búið við að dýrið mundi grípa hann. Vissu þetta
félagar hans því að þeir höfðu njósn á um ferðir Bjarnar.
Fundu þeir skjöldinn um morguninn og gerðu af þessu hið mesta
gabb.



Fór Þorkell sjálfur til híðsins og þeir átta saman. Þar var
þá Björn og Grettir og aðrir fylgdarmenn Þorkels. Grettir
hafði yfir sér loðkápu og lagði hana af sér meðan þeir sóttu
að dýrinu. Þar var óhægt á að sækja því að ekki mátti við
koma nema spjótalögum og beit hann þau af sér. Björn eggjaði
þá mjög til atsóknar en þó gekk hann eigi svo nær að honum
væri við nokkuru hætt. Og er minnst varði þrífur Björn kápu
Grettis og kastaði í híðið til bjarnarins. Ekki gátu þeir að
gert og hurfu aftur er á leið daginn. En er Grettir bjóst
heim að ganga saknar Grettir feldar síns. Hann gat séð að
björn hafði drepið undir sig kápuna.



Hann mælti þá: "Hver hefir glest við mig og kastað feld mínum
í híðið?"



Björn svarar: "Sá einn mun það gert hafa er þora mun við að
ganga."



Grettir svarar: "Eigi legg eg slíkt langt upp."



Þá sneru þeir heim á leið. Og er þeir gengið höfðu um hríð
slitnaði hosnasterta Grettis. Þorkell bað þá bíða hans.
Grettir kvað þess eigi þurfa.



Þá mælti Björn: "Eigi þurfið þér það að ætla að Grettir renni
frá kápu sinni. Mun hann vilja hafa frægð af og drepa einn
dýrið það er vér höfum frá gengið átta. Þá væri hann slíkur
sem hann er sagður en allslælega hefir hann fram gengið í
dag."



"Eigi veit eg," sagði Þorkell, "hversu þér fer af en eigi
munuð þið jafnir hreystimenn vera og legg þú fátt til hans."



Björn kvað hvorugan þeirra kjósa orð úr munni sér.



Nú ber leiti á milli þeirra. Grettir sneri þá aftur að
einstiginu. Var þá ekki að metast við aðra um atgönguna. Hann
brá þá sverðinu Jökulsnaut en hann hafði hönk á meðalkaflanum
á saxinu og smeygði á hönd sér. Því gerði hann svo að hann
þóttist heldur mega taka til þess er hann vildi ef laus væri
höndin.



Hann gekk þegar í einstigið. Og er dýrið sá manninn hljóp það
með grimmd mikilli og móti Gretti og laust til hans með
hramminum þeim er firr var berginu. Grettir hjó í móti með
sverðinu og kom á hramminn fyrir ofan klærnar og tók þar af.
Þá vildi dýrið ljósta með þeim fætinum sem heill var, skaust
á stúfinn og varð hann lægri en hann ætlaði og féll þá dýrið
í fang Gretti. Hann þrífur þá meðal hlusta dýrinu og hélt þá
frá sér svo það náði eigi að bíta hann. Svo hefir Grettir
sagt að hann þóttist þá aflraun mesta gert hafa að halda
dýrinu. En með því að dýrið braust um fast en rúmið lítið þá
viku þeir báðir ofan fyrir bjargið. Nú var dýrið þyngra og
kom það fyrri niður á urðina. Varð Grettir þá efri en dýrið
lamdist þá mjög þeim megin sem niður vissi. Grettir þrífur þá
til saxins og lagði björninn til hjartans og var það hans
bani. Eftir það fór hann heim og tók feld sinn og var hann
allur rifinn í sundur. Hann hafði með sér það er hann hafði
höggvið af hramminum.



Þorkell sat að drykkju þá er Grettir kom í stofuna. Hlógu
þeir að feldarslitrinu er Grettir hafði yfir sér. Hann setur
nú upp á borðið það er hafði hann höggvið af hramminum.



Þorkell mælti: "Hvar er nú Björn frændi minn? Aldrei sá eg
þér svo bíta járnin og vil eg að þú bætir Gretti sæmd fyrir
þessa svívirðing sem þú hefir til hans gert."



Björn kvað það frestast mundu "og hirði eg aldrei hvort honum
líkar vel eða illa."



Grettir kvað vísu þessa:



Oft kom heim í húmi

hræddr, þá er öngum blæddi,

sá er vetrliða vitja

víg-Njörðr í haust gjörði.

Sá engi mig sitja

síð fyr bjarnar híði.

Þó kom eg ullar otra

út úr hellis skúta.


"Bæði er," sagði Björn, "að þú hefir vel fram gengið enda
berð þú okkur ólíkt söguna. Skil eg að þú munt þykjast mér
þessa sneið stinga."



Þorkell mælti: "Það vildi eg Grettir," sagði hann, "að þú
hefnir þín eigi á Birni en eg mun bæta fyrir hann fullum
manngjöldum og séuð þið sáttir."



Björn kvað hann verja mega betur fé sínu en bæta fyrir þetta
"þykir mér það ráð að hér hafi eik það er af annarri skefur
er við Grettir eigumst við."



Grettir kvað sér það allvel líka.



"Þá muntu Grettir," sagði Þorkell, "gera það fyrir mína skuld
að gera ekki á hluta Bjarnar meðan þið eruð hjá mér."



"Það skal vera," segir Grettir.



Björn kvaðst óhræddur ganga skyldu fyrir Gretti hvar sem þeir
fyndust. Grettir glotti að en vildi ekki þiggja féð fyrir
Björn og voru þeir þar um veturinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.