Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 18

Grettis saga Ásmundarsonar 18 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 18)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
171819

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þorfinnur hét lendur maður sá er þar átti bú í eyjunni. Hann
var son Kárs hins gamla er þar hafði lengi búið. Þorfinnur
var höfðingi mikill.



Og er alljóst var orðið sáu menn til úr eyjunni að kaupmenn
voru nauðuglega staddir. Var þá sagt til Þorfinni. Hann brá
við skjótt og lét setja fram karfa stóran er hann átti. Reru
sextán menn á borð. Þeir voru á karfanum nærri þrír tigir
manna, fóru til sem hvatast og burgu fé kaupmanna en
hafskipið sökk niður. Týndist þar mikið góss. Þorfinnur
flutti alla menn heim af skipinu til sín. Voru þeir þar viku
og þurrkuðu varning sinn. Síðan fóru kaupmenn suður í land og
fóru þeir úr sögunni.



Grettir var eftir hjá Þorfinni og lét lítið um sig. Hann var
fátalaður lengstum. Þorfinnur lét gefa honum mat og gaf sér
ekki mikið að honum. Grettir var honum ófylgjusamur og vildi
eigi ganga með honum úti á daginn. Það líkaði illa Þorfinni
en nennti þó eigi að kviðja honum mat. Þorfinnur var
híbýlaprúður og gleðimaður mikill. Vildi hann og að aðrir
menn væru glaðir.



Grettir var húsgöngull og fór á aðra bæi þar í eynni. Auðunn
hét maður er bjó þar sem heitir á Vindheimi. Þangað fór
Grettir daglega og gerði sér kært við hann. Sat Grettir þar
jafnan á dag fram.



Það var eitt kveld harðla síð er Grettir bjóst heim að ganga
að hann sá eld mikinn gjósa upp á nesi því er niður var frá
bæ Auðunar. Grettir spurði eftir hvað nýjungu það væri.
Auðunn kvað honum ekki á liggja það að vita.



"Það mundi mælt, sagði Grettir, "ef slíkt sæist á voru landi
að þar brynni af fé."



Bóndi svarar: "Sá einn mun fyrir þeim eldi ráða að eigi mun
gagn í um að forvitnast."



"Þó vil eg vita," segir Grettir.



"Þar á nesinu stendur haugur," segir Auðunn, "en þar var í
lagður Kár hinn gamli, faðir Þorfinns. Áttu þeir feðgar fyrst
eitt bóndaból í eynni en síðan Kár dó hefir hann svo aftur
gengið að hann hefir eytt á burt öllum bændum þeim er hér
áttu jarðir svo að nú á Þorfinnur einn alla eyna og öngum
verður þeim mein að þessu er Þorfinnur heldur hendi yfir."



Grettir kvað hann vel hafa sagt "mun eg hér koma á morgun og
lát til reiðu graftól."



"Let eg þig," segir Auðunn, "að fást þar við því að eg veit
að Þorfinnur mun fjandskap á þig leggja."



Grettir kvaðst mundu hætta á það.



Nú leið af nóttin. Kemur Grettir þar snemma. Voru þá til
reiðu graftólin. Fer bóndi með honum til haugsins.



Grettir braut nú hauginn og var að mikilvirkur, léttir eigi
fyrr en hann kemur að viðum. Var þá mjög áliðinn dagurinn.
Síðan reif hann upp viðuna. Auðunn latti hann þá mjög að
ganga í hauginn.



Grettir bað hann geyma festar "en eg mun forvitnast hvað hér
býr fyrir."



Gekk Grettir þá í hauginn. Var þar myrkt og þeygi þefgott.
Leitast hann nú fyrir hversu háttað var. Hann fann hestbein
og síðan drap hann sér við stólbrúðar og fann að þar sat
maður á stóli. Þar var fé mikið í gulli og silfri borið saman
og einn kistill settur undir fætur honum, fullur af silfri.
Grettir tók þetta fé allt og bar til festar. Og er hann gekk
utar eftir haugnum var gripið til hans fast. Lét hann þá
laust féð en réðst í mót þeim og tókust þeir þá til heldur
óþyrmilega. Gekk nú upp allt það er fyrir varð. Sótti
haugbúinn með kappi. Grettir fór undan lengi og þar kemur að
hann sér að eigi mun duga að hlífast við. Sparir nú hvorgi
annan. Færast þeir þangað er hestbeinin voru. Kipptust þeir
þar um lengi og fóru ýmsir á kné en svo lauk að haugbúinn
féll á bak aftur og varð af því dykur mikill. Þá hljóp Auðunn
frá festarhaldinu og ætlaði að Grettir mundi dauður. Grettir
brá nú sverðinu Jökulsnaut og hjó á hálsinn haugbúanum svo að
af tók höfuðið. Setti hann það við þjó honum. Grettir gekk
síðan til festar með féið og var Auðunn allur í brottu. Varð
hann þá að handstyrkja upp festina. Hann hafði hnýtt fénu í
snæri og dró það upp síðar.



Grettir var orðinn stirður mjög af sameign þeirra Kárs, snýr
nú heim til bæjar Þorfinns með féð. Þá var fólk allt undir
borð komið. Þorfinnur hvessti á Gretti augun er hann kom í
drykkjustofuna og spurði hvað hann ætti svo nauðsynlegt að
starfa að hann geymdi eigi hátta með öðrum mönnum.



Grettir mælti: "Mart er smátt það er til ber á síðkveldum."



Lagði hann þá fram á borðið fé það allt er hann hafði tekið
úr hauginum. Einn gripur var sá er Gretti stóðu mest augu
til. Það var eitt sax, svo gott vopn að aldrei kveðst hann
séð hafa betra. Það lét hann síðast fram. Þorfinnur varð
léttbrúnn við er hann sá féið og saxið því að það var
menjagripur þeirra og hafði aldrei úr ætt gengið.



"Hvaðan kom þér fé þetta?" sagði Þorfinnur.



Grettir kvað þá vísu:



Mér hefir brugðist, báru

blikrýrandi, að skýru,

brátt spyrji bragnar þetta,

bauga von í haugi.

Þó sé eg hitt að Hrotta

hríð-Ullr muni síðan

fár að Fáfnis mýri

fullteitr þannig leita.


Þorfinnur svarar: "Ekki mun þér allt í augu blæða og öngvan
hefir þessa fýst fyrr að brjóta hauginn. En fyrir því að eg
veit að það fé er illa komið er fólgið er í jörðu eða í hauga
borið þá mun eg ekki gefa þér hér skuld fyrir með því að þú
færðir mér. Eða hvar náðir þú saxinu góða?"



Grettir segir og kvað:



Fékk í firna dökkum,

féll draugr, tekið haugi

sax það er seggja vexir

sár, hyrlestir báru.

Og skyldi mér aldrei

jálms dýrlogi hjálma

ýtum hættr, ef ættag,

angrs hendi firr ganga.


Þorfinnur svarar: "Vel er til mælt en sýna skaltu nokkuð áður
það er frægð þyki í vera en eg gefi þér saxið því að það fékk
eg aldrei af föður mínum meðan hann lifði."



Grettir svarar: "Eigi má vita hverjum að mestu gagni kemur um
það er lýkur."



Þorfinnur tók við fénu og geymdi saxið hjá sæng sinni. Leið
svo veturinn framan til jóla að ekki bar fleira til frásagna.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.