Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 16

Grettis saga Ásmundarsonar 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 16)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
151617

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þorkell krafla gerðist nú gamall mjög. Hann hafði
Vatnsdælagoðorð og var höfðingi mikill. Hann var aldavin
Ásmundar hærulangs sem tengdum þeirra hæfði. Hann var því
vanur að ríða til Bjargs hvert vor að sækja þangað til
kynnis. Og enn gerði hann svo næsta vor eftir það er áður var
sagt að hann fór til Bjargs.



Tóku þeir Ásmundur og Ásdís við honum tveim höndum. Var hann
þar þrjár nætur og töluðu þeir mágar marga hluti milli sín.
Þorkell spurði hversu Ásmundi segði hugur um sonu sína,
hverjir iðnarmenn þeir mundu verða. Ásmundur kveðst ætla að
Atli yrði búmaður mikill, forsjáll og fémaður.



Þorkell segir: "Þarfur maður og þér líkur. En hvað segir þú
af Gretti?"



Ásmundur mælti: "Af honum er það að segja að hann mun verða
sterkur maður og óstýrilátur, þykkjumikill og þungur hefir
hann mér orðið."



Þorkell svarar: "Eigi er það heillavænlegt mágur," sagði
hann, "en hversu skulum við skipa þingferð okkra í sumar?"



Ásmundur svarar: "Eg gerist þungfær og vildi eg sitja heima."



"Viltu að Atli fari fyrir þig?" sagði Þorkell.



"Hann þykist eg eigi missa mega," sagði Ásmundur, "fyrir
sakir starfa og aðdráttar en Grettir vill ekki starfa. Er
hann svo viti borinn að eg get að hann kunni halda upp
lögskilum fyrir mig með þinni umsjá."



"Þú skalt ráða mágur," segir Þorkell.



Reið hann nú heim þá er hann var búinn og leysti Ásmundur
hann burt með góðum gjöfum.



Nokkru síðar bjóst Þorkell heiman til þings. Hann reið með
sex tigu manna. Fóru þeir allir með honum er í hans goðorði
voru. Kemur hann til Bjargs og reið Grettir þaðan með honum.
Þeir riðu suður heiði þá er Tvídægra heitir. Áifangar voru
litlir á fjallinu og riðu þeir mikinn ofan í byggðina. Og er
þeir komu ofan í Fljótstungu þótti þeim mál að sofa og
hleyptu beislum af hestum sínum og létu ganga með söðlum.
Lágu þeir áfram langt og sváfu. En er þeir vöknuðu svipuðust
menn að hestum sínum. Höfðu hestarnir sinn veg farið hver
þeirra en sumir höfðu velst. Grettir fann seinast sinn hest.



Það var þá háttur að menn vistuðu sig sjálfir til þings og
reiddu flestir mali um söðla sína. Söðull var undir kviði
niðri á hesti Grettis en í burt malurinn. Fer hann nú til
leitar og fann eigi. Sér hann nú hvar maður gengur. Sá fór
hart. Grettir spyr hver þar færi. Hann svarar og kvaðst
Skeggi heita og vera húskarl norðan úr Ási úr Vatnsdal.



"Er eg í ferð með Þorkatli," sagði hann, "en mér hefir tekist
til gálauslega. Eg hefi týnt vistamal mínum."



Grettir svarar: "Eindæmin eru verst. Eg hefi og týnt mal þeim
er eg átti og leitum nú báðir samt."



Það líkaði Skeggja vel. Ganga þeir nú um hríð. En er minnst
varði tekur Skeggi á rás upp eftir móunum, grípur þar upp
malinn. Grettir sá er hann laut og spyr hvað hann tók upp.



"Mal minn," segir Skeggi.



"Hverjir bera það fleiri en þú?" sagði Grettir, "og lát mig
sjá því að mart er öðru líkt."



Skeggi kvað öngvan mann taka af sér það er hann ætti. Grettir
þreif til malsins og toguðust þeir um hann og vildi sitt mál
hvortveggi hafa.



"Undarlega ætlið þér," segir húskarlinn, "þó að menn séu eigi
jafnstórauðgir allir sem þér Vatnsdælar að menn muni eigi
þora að halda á sínu fyrir yður."



Grettir kvað þetta ekki eftir mannvirðingu ganga þótt hver
hefði það er ætti.



Skeggi mælti: "Of fjarri er nú Auðunn að kyrkja þig sem við
knattleikinn."



"Vel er það," sagði Grettir, "en eigi muntu mig kyrkja hvern
veg sem hitt hefir verið."



Skeggi greip þá öxi og hjó til Grettis. En er Grettir sá
þetta þreif hann vinstri hendi öxarskaftið fyrir framan
hendur Skeggja svo að þegar varð laus. Grettir setti þá sömu
öxi í höfuð honum svo að þegar stóð í heila. Féll húskarl þá
dauður til jarðar.



Grettir tók malinn og kastar um söðul sinn. Hann reið síðan
eftir förunautum sínum. Þorkell reið undan því að hann vissi
eigi að þetta mundi til hafa borið. Menn söknuðu nú Skeggja
úr flokkinum. En er Grettir fann þá spyrja þeir hann hvað
hann vissi til Skeggja.



Grettir kvað þá vísu:



Hygg eg at hljóp til Skeggja

hamartröll með för rammri.

Blóð var á gunnar Gríði

gráðr, fyr stundu áðan.

Sú gein of haus honum

harðmynnt og lítt sparði,

var eg hjá viðreign þeira,

vígtenn og klauf enni.


Þá hlupu fylgdarmenn Þorkels upp og sögðu ekki mundu tröll
hafa tekið manninn um ljósan dag.



Þorkell þagnaði og mælti síðan: "Önnur efni munu í vera og
mun Grettir hafa drepið hann eða hvað bar til?"



Grettir segir þá allan áskilnað þeirra.



Þorkell mælti: "Allilla hefir þetta til tekist. Skeggi var
fenginn til fylgdar við mig en maður góðættaður og mun eg
taka ámælið á þann hátt að eg mun bæta slíku sem dæmt verður
en sektum má eg eigi ráða. Eru tveir kostir fyrir hendi fyrir
þig Grettir, hvort þú vilt heldur fara til þings og hætta á
hvern veg til tekst eða hverfa hér aftur."



Grettir kjöri að fara til þings og svo var að hann fór. Var
þetta mál kært af erfingjum hins vegna. Gekk Þorkell til
handsala og hélt upp fébótum en Grettir skyldi vera sekur og
vera utan þrjá vetur.



En er þeir riðu af þingi höfðingjarnir áðu þeir uppi undir
Sleðaási áður en þeir skildu. Þá hóf Grettir stein þann er
þar liggur í grasinu og nú heitir Grettishaf. Þá gengu til
margir menn að sjá steininn og þótti þeim mikil furða að svo
ungur maður skyldi hefja svo mikið bjarg.



Reið Grettir heim til Bjargs og sagði frá föður sínum.
Ásmundur tók lítt á og kvað hann óeirðarmann verða mundu.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.