Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 15

Grettis saga Ásmundarsonar 15 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 15)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
141516

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þá voru margir uppvaxandi menn í Miðfirði. Skáld-Torfa bjó þá
á Torfustöðum. Bersi hét son hennar. Hann var manna
gervilegastur og skáld gott. Þeir bjuggu á Mel bræður,
Kormákur og Þorgils. Með þeim óx upp sá maður er Oddur hét.
Hann var framfærslumaður þeirra og var kallaður Oddur
ómagaskáld. Auðunn hét maður. Hann óx upp á Auðunarstöðum í
Víðidal. Hann var gegn maður og góðfengur og sterkastur
norður þar sinna jafnaldra. Kálfur Ásgeirsson bjó á Ásgeirsá
og Þorvaldur bróðir hans. Atli bróðir Grettis gerðist og
þroskamaður og allra manna gæfastur. Við hann líkaði hverjum
manni vel.



Þessir lögðu knattleika saman á Miðfjarðarvatni. Komu þar til
Miðfirðingar og Víðdælar. Þar komu og margir inn úr
Vesturhópi og Vatnsnesi svo og úr Hrútafirði. Sátu þeir þar
við er lengra fóru til. Var þar skipað saman þeim sem
jafnsterkastir voru og varð að því hin mesta gleði lengstum á
haustum.



Grettir fór til leika fyrir bæn Atla bróður síns þá er hann
var fjórtán vetra gamall. Síðan var skipað mönnum til leiks.
Var Gretti ætlað að leika við Auðun er fyrr var nefndur. Hann
var þeirra nokkurum vetrum eldri. Auðunn sló knöttinn yfir
höfuð Gretti og gat hann eigi náð. Stökk hann langt eftir
ísinum. Grettir varð reiður við þetta og þótti Auðunn vilja
leika á sig, sækir þó knöttinn, kemur aftur og þegar hann
náði til Auðunar setur hann knöttinn rétt framan í enni honum
svo að sprakk fyrir. Auðunn sló Gretti með knattgildrunni er
hann hélt á og kom lítt á því að Grettir hljóp undir höggið.
Tókust þeir þá á fangbrögðum og glímdu. Þóttust menn þá sjá
að Grettir var sterkari en menn ætluðu því að Auðunn var
rammur að afli. Áttust þeir lengi við en svo lauk að Grettir
féll. Lét Auðunn þá fylgja kné kviði og fór illa með hann.
Hlupu þeir þá til Atli og Bersi og margir aðrir og skildu þá.



Grettir kvað ekki þurfa að halda á sér sem ólmum hundi og
mælti þetta: "Þræll einn þegar hefnist en argur aldrei."



Eigi létu menn þetta sér að sundurþykki verða því að þeir
Kálfur og Þorvaldur bræður vildu að þeir væru sáttir. Voru
þeir og skyldir nokkuð, Auðun og Grettir. Hélst leikurinn sem
áður og varð ekki til sundurþykki fleira.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.