Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 12

Grettis saga Ásmundarsonar 12 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 12)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
111213

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Í þann tíma kom hallæri svo mikið á Ísland að ekki hefir
jafnmikið komið. Þá tók af nálega allan sjávarafla og reka.
Það stóð yfir mörg ár.



Á einu hausti urðu þangað sæhafa kaupmenn á hafskipi og brutu
þar í Víkinni. Flosi tók við þeim fjórum eða fimm. Steinn hét
sá er fyrir þeim var. Víða vistuðust þeir þar um Víkina og
ætluðu að gera sér skip úr skipbrotunum og varð þeim það
óhægt. Skipið varð lítið til skutanna en breitt um miðbyrðið.



Um vorið kom veður mikið af norðri. Það hélst nær viku. Eftir
veðrið könnuðu menn reka sína.



Þorsteinn hét maður er bjó á Reykjanesi. Hann fann hval
rekinn innan fram á nesinu þar sem hét að Rifskerjum. Það var
reyður mikil. Hann sendi þegar mann til Flosa í Vík og svo
til næstu bæja.



Einar hét sá maður er bjó að Gjögri. Hann var landseti
Kaldbeklinga og skyldi geyma reka þeirra þeim megin fjarða.
Hann varð var við að hvalurinn var rekinn. Hann tók þegar
skip sitt og reri yfir um fjörðuna til Byrgisvíkur. Þaðan
sendi hann mann í Kaldbak. Og er þetta spurði Þorgrímur og
þeir bræður bjuggust þeir sem hvatast og voru tólf á
teinæringi. Þeir Kolbeinssynir fóru og með þeim, Ívar og
Leifur, og voru sex saman. Allir bændur þeir er við komust
fóru til hvalsins.



Nú er að segja frá Flosa að hann sendi eftir frændum sínum
norður í Ingólfsfjörð og Ófeigsfjörð og eftir Ólafi
Eyvindarsyni er þá bjó að Dröngum. Flosi kom fyrst og þeir
Víkurmenn. Þeir tóku þegar til skurðar og var dreginn á land
sá er skorinn var. Þeir voru nær tuttugu menn í fyrstu en
skjótt fjölgaðist fólkið.



Í því komu Kaldbeklingar með fjögur skip. Þorgrímur veitti
tilkall til hvalsins og fyrirbauð Víkurmönnum skurð og skipti
og brautflutning á hvalnum. Flosi bað hann sýna ef Eiríkur
hefði gefið Önundi tréfót með ákveðnum orðum rekann ella
kveðst hann mundu vígi verja. Þorgrímur þóttist liðfár og réð
því eigi til atgöngu.



Þá reri skip innan yfir fjörðu og sóttu knálega. Þeir komu að
brátt. Þar var Svanur af Hóli úr Bjarnarfirði og húskarlar
hans. Og þegar hann kom bað hann Þorgrím eigi láta ræna sig.
En þeir voru áður vinir miklir og bauð Svanur honum lið sitt.
Þeir bræður kváðust það þiggja mundu. Lögðu þeir þá að
rösklega. Þorgeir flöskubakur réð fyrst upp á hvalinn að
húskörlum Flosa. Þorfinnur, er fyrr var getið, skar hvalinn.
Hann var fram við höfuðið og stóð í spori er hann hafði gert
sér.



Þorgeir mælti: "Þar færi eg þér öxi þína."



Síðan hjó hann á hálsinn svo að af tók höfuðið.



Flosi var uppi á mölinni er hann sá þetta. Hann eggjaði þá
sína menn til móttöku. Nú berjast þeir lengi og veitti
Kaldbeklingum betur. Fáir menn höfðu þar vopn nema öxar þær
er þeir skáru með hvalinn og skálmir. Hrukku Víkurmenn af
hvalnum í fjöruna. Austmenn höfðu vopn og urðu skeinuhættir.
Steinn stýrimaður hjó fót undan Ívari Kolbeinssyni en Leifur
bróðir Ívars laust félaga Steins í hel með hvalrifi. Þá var
með öllu barið því er til fékkst og féllu þar menn af
hvorumtveggjum.



Þessu næst komu þeir Ólafur frá Dröngum með mörgum skipum.
Þeir veittu Flosa. Urðu Kaldbeklingar þá bornir ofurliði.
Þeir höfðu áður hlaðið skip sín. Svanur bað þá ganga á skip
sín. Létu þeir þá berast fram að skipunum. Víkurmenn sóttu þá
eftir. Og er Svanur var kominn að sjánum hjó hann til Steins
stýrimanns og veitti honum mikinn áverka. Síðan hljóp hann á
skip sitt. Þorgrímur særði Flosa miklu sári og komst við það
undan. Ólafur hjó til Ófeigs grettis og særði hann til
ólífis. Þorgeir þreif Ófeig í fang sér og hljóp með hann á
skip. Reru þeir Kaldbeklingar inn yfir fjörðu. Skildi þá með
þeim.



Þetta var kveðið um fundinn:



Hörð frá eg heldr að yrðu

hervopn að Rifskerjum

mest því að marglr lustu

menn slyppir hvalklyppum.

En málm-Gautar móti

mjög fast hafa kastað,

oss líst ímun þessi

óknyttin, þvestslyttum.


Síðan varð komið á með þeim griðum og lögðu þeir málin til
alþingis. Veittu þeir Kaldbeklingum Þóroddur goði og
Miðfjarðar-Skeggi og margir Sunnlendingar. Varð Flosi sekur
og margir þeir er að höfðu verið með honum. Varð honum þá
féskylft mjög því að hann vildi einn halda upp fébótum. Þeir
Þorgrímur gátu eigi sýnt að þeir hefðu fé lagið fyrir
jarðirnar og rekann er Flosi kærði eftir.



Þorkell máni hafði þá lögsögu. Var hann þá beiddur úrskurðar.
Honum kveðst það lög sýnast að nokkuð hefði fyrir komið þótt
eigi væri fullt verð "því að svo gerði Steinunn hin gamla við
Ingólf afa minn að hún þá af honum Rosmhvalanes allt og gaf
fyrir heklu flekkótta og hefir það ekki rift orðið. Munu þar
stærri rið í vera. En hér legg eg til ráð," segir hann, "að
skipað sé brotgeiranum og hafi hvorirtveggju að jafnaði.
Síðan sé það lögtekið að hver eigi reka fyrir sinni jörðu."



Þetta var gert. Var þá svo skipt til að þeir Þorgrímur létu
Reykjarfjörð og allt út þeim megin en þeir skyldu eiga Kamb.
Ófeigur var bættur miklu fé. Þorfinnur var ógildur. Þorgeiri
var bætt fyrir fjörráð. Síðan sættust þeir.



Flosi réðst til Noregsferðar með Steini stýrimanni en seldi
jarðir sínar í Víkinni Geirmundi hvikatimbur. Bjó hann þar
síðan. Skip það er kaupmenn höfðu gert var mjög breiðvaxið.
Það kölluðu menn Trékylli og þar er víkin við kennd. Á því
fór Flosi utan og varð afturreka í Öxarfjörð. Þaðan af
gerðist saga Böðmóðs og Grímólfs og Gerpis.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.