Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gr ch. 11

Grettis saga Ásmundarsonar 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gr ch. 11)

Anonymous íslendingasögurGrettis saga Ásmundarsonar
101112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þau Önundur og Æsa áttu tvo syni. Hét hinn eldri Þorgeir en
hinn yngri Ófeigur grettir. Litlu síðar andaðist Æsa. Eftir
það fékk Önundur þeirrar konu er Þórdís hét. Hún var dóttir
Þorgríms frá Gnúpi í Miðfirði, skyld Miðfjarðar-Skeggja. Við
henni átti Önundur þann son er Þorgrímur hét. Hann var snemma
mikill maður og sterkur, búsýslumaður mikill og vitur maður.



Önundur bjó í Kaldbak til elli. Hann varð sóttdauður og
liggur í Tréfótshaugi. Hann hefir fræknastur verið og
fimastur einfættur maður á Íslandi.



Þorgrímur var fyrir sonum Önundar þótt aðrir væru eldri. En
er hann var hálfþrítugur að aldri þá hafði hann hærur í
höfði. Því var hann kallaður hærukollur. Þórdís móðir hans
giftist síðan norður í Víðidal Auðuni skökli. Þeirra son var
Ásgeir að Ásgeirsá. Þeir Þorgrímur hærukollur og bræður hans
áttu eignir miklar allir saman og skiptu engu með sér.



Eiríkur bjó í Árnesi sem fyrri var getið. Hann átti Ólöfu,
dóttur Ingólfs úr Ingólfsfirði. Flosi hét sonur þeirra. Hann
var efnilegur maður og átti marga frændur. Þeir komu út
hingað þrír bræður, Ingólfur og Ófeigur og Eyvindur, og námu
þeir þá þrjá fjörðu er við þá eru kenndir og byggðu þar
síðan. Ólafur hét son Eyvindar. Hann bjó fyrst í
Eyvindarfirði en síðan að Dröngum og var mikill maður fyrir
sér.



Engi varð áskilnaður með mönnum þar meðan hinir eldri menn
lifðu. En þá er Eiríkur var látinn þótti Flosa Kaldbeklingar
eigi hafa löglegar heimildar á jörðum þeim er Eiríkur hafði
gefið Önundi. Af því gerðist sundurþykki mikið meðal þeirra
en þó héldu þeir Þorgrímur sem áður. Ekki máttu þeir þá leika
saman eiga.



Þorgeir var fyrir búi þeirra bræðra í Reykjarfirði og reri
jafnan til fiska því að þá voru firðirnir fullir af fiskum.



Nú gera þeir ráð sitt í Víkinni. Maður hét Þorfinnur. Hann
var húskarl Flosa í Árnesi.



Þenna mann sendi Flosi til höfuðs Þorgeiri. Hann leyndist í
naustinu. Þenna morgun bjóst Þorgeir á sjá að róa og tveir
menn með honum og hét annar Brandur. Þorgeir gekk fyrst. Hann
hafði á baki sér leðurflösku og í drykk. Myrkt var mjög. Og
er hann gekk ofan frá naustinu þá hljóp Þorfinnur að honum og
hjó með öxi á milli herða honum og sökk öxin og skvakkaði
við. Hann lét lausa öxina því að hann ætlaði að eigi mundi
þurfa um að binda og vildi forða sér sem skjótast.



Er það af Þorfinni að segja að hann hljóp norður í Árnes og
kom þar áður en alljóst var og sagði víg Þorgeirs og kveðst
mundu þurfa ásjá Flosa, kvað það og eitt til að bjóða sættir
"og bætir það helst vort mál svo mikið sem að er orðið."



Flosi kveðst fyrst mundu hafa fréttir "og ætla eg að þú sért
allhræddur eftir stórvirkin."



Nú er að segja frá Þorgeiri að hann snaraðist við höggið og
kom öxin í flöskuna en hann varð ekki sár. Þeir leituðu ekki
mannsins því að myrkt var að. Reru þeir út eftir fjörðum og
komu í Kaldbak og sögðu atburð þenna.



Þeir gerðu að þessu kalls mikið og kölluðu hann Þorgeir
flöskubak og svo hét hann síðan. Þá var þetta kveðið:



Fyrr lauguðu frægir

fránhvítinga rítar

rausnarmenn í ranni

ræfrhvössu bensævar.

Nú rauð, sá er var víða,

vómr, frá tekinn sóma,

benja skóðs af bleyði

bæði hlýr í sýru.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.