Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Grœnl ch. 6

Grænlendinga þáttr 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Grœnl ch. 6)

UnattributedGrænlendinga þáttr
56

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Hallur hét maður. Hann bjó að Sólarfjöllum, vitur maður og
góður bóndi. Hann var í liði með Sokka og kom síðast með
sínu liði.




Hann mælti til Sokka: "Ekki vænleg líst mér þín ætlan að
leggja smáskipum að stórskipum við slíkan viðbúnað sem eg
hygg að þeir munu hafa. En eg veit eigi hversu traust lið
er þú hefir en allir vaskir menn munu vel gefast en hinir
munu hlífast meir, og verða höfuðsmenn fyrir það uppgefnir
og horfir þá enn þunglegar vor málahlutur en áður. Nú
sýnist mér ráð ef menn skulu að leggja að eiðar fari fram að
hver maður skuli annaðhvort hér falla eða hafa sigur."



En við þessu orð Halls dignuðu menn mjög.



Sokki mælti: "Eigi munum vér þó skilja við þetta, að ósett
sé málunum."




Hallur kvaðst mundu leita um sættir milli þeirra og kallaði
á kaupmenn og mælti: "Hvort skal mér fritt að ganga á fund
yðvarn?"




Þeir Kolbeinn og Ketill svara að honum skyldi fritt. Síðan
hitti hann þá og lét nauðsyn að málum væri sett eftir slík
stórvirki. Þeir kváðust nú búnir við hvoru sem aðrir vildu,
kváðu af þeim landsmönnum allan þennan ójafnað staðið hafa
"en nú er þú sýnir svo mikla góðgirnd þá unum vér því að þú
gerir í milli vor."



Hann kvaðst eftir því gera mundu og dæma er honum sýndist
réttlegast hversu sem hvorum líkaði. Síðan var þetta fyrir
Sokka borið. Hann kveðst og mundu una umdæmi Halls.
Kaupmenn skyldu um nætur að búnaði sínum vera og kváðu Sokka
ekki annað líka en þeir yrðu í burtu sem fyrst "en ef þeir
seinka búnað sinn og gera mér skapraun í því þá er vís von
að þeir skulu bótalausir ef þeir verða teknir."



Nú skildu þeir að því og var á sáttarfund kveðið.



Ketill mælti:" Ekki horfir skjótlega búnaður vor en vistföng
þverra heldur og er það mitt ráð að leita eftir vistunum og
veit eg hvar sá maður býr er mikinn mat á og kalla eg ráð að
sækja eftir."




Þeir kváðust þess albúnir.



Síðan hlupu þeir upp eina nátt frá skipum, þrír tigir manna
saman, allir vopnaðir, og komu að bænum og var þar autt
allt. Þórarinn hét bóndi sá er þar bjó.



Ketill mælti: "Eigi hefir mitt ráð vel gefist" og fara síðan
í burt frá bænum og ofan á leið til skipa og var þar hrísótt
er þeir fóru.



Þá mælti Ketill: "Syfjar mig," sagði hann, "og verð eg að
sofa."



Þeir kváðu það ekki mjög ráðlegt en þó lagðist hann niður og
sofnaði en þeir sátu yfir.



Litlu síðar vaknaði hann og mælti: "Mart hefir fyrir mig
borið. Hvað mun varða þótt vér kippum upp hríslu þessi er
hér er undir höfði mér?"



Þeir kipptu upp hríslunni og var þar undir jarðhús mikið.



Ketill mælti: "Vitum fyrst hvað hér er fanga."



Þeir fundu þar sex tigi sláturgripa og tólf vættir smjörs,
skreið mikla. "Vel er það," sagði Ketill, "að eg hefi eigi
villt upp borið fyrir yður."



Nú fara þeir til skips með feng sinn.



Nú líður að sáttarfundinum og komu hvorirtveggju til þess
fundar, kaupmenn og landsmenn.



Þá mælti Hallur: "Sú er sáttargerð mín yðvar í milli að eg
vil að á standist víg Össurar og Einars en fyrir manna minna
mun koma sektir Austmanna, að þeir skulu hér ekki eiga vist
né væri. Þau víg skulu og jöfn vera, Steingríms bónda og
Símonar, Kráks austmanns og Þorfinns Grænlendings, Víghvats
austmanns og Bjarnar Grænlendings, Þóris og Þórðar. Nú er
einn óbættur vor maður er Þóarinn heitir, ómegðarmaður.
Hann skal fé bæta."



Sokki hvað sér þungt gerðir líka og svo öðrum Grænlendingum
er þannig fór um mannjafnað. Hallur kvaðst ætla að þar muni
þó staðar nema hans ummæli og við það skildu þeir.



Síðan rak ís að og þakti alla fjörðu og hugðu Grænlendingar
þá gott til ef þeir mættu taka þá og þeir færu eigi svo burt
sem mælt var. En við það sjálft að mánaðarmótið kom þá rak
í burt allan ísinn og gaf kaupmönnum burt af Grænlandi og
skildu við það.




Þeir komu við Noreg. Kolbeinn hafði haft einn hvítabjörn af
Grænlandi og fór með dýrið á fund Haralds konungs gilla og
gaf honum og tjáði fyrir konungi hversu þungs hlutar
Grænlendingar voru af verðir og færði þá mjög í róg. En
konungur spurði annað síðar og þótti honum Kolbeinn hafa
fals fyrir sig borðið og komu engi laun fyrir dýrið. Síðan
hljóp Kolbeinn í flokk með Sigurði slembidjákn og gekk inn
að Haraldi konungi gilla og veitti honum áverka. Og síðan
er þeir fóru fyrir Danmörk og sigldu mjög en Kolbeinn var á
eftirbáti en veður hvasst þá sleit frá bátinn og drukknaði
Kolbeinn.



En þeir Hermundur komu til Íslands til ættjarða sinna.



Og lýkur þar þessi sögu.



Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.