Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Grœnl ch. 5

Grænlendinga þáttr 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Grœnl ch. 5)

UnattributedGrænlendinga þáttr
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Tíðindi þessi spurðust og fréttu það kaupmenn.



Þá mælti Ketill Kálfsson: "Ekki fór fjarri getu minni að
honum mundi höfuðgjarnt verða."



Maður hét Símon, frændi Össurar, mikill maður og sterkur.
Ketill kvað vera mega ef Símon fylgdi atgervi sinni "að hann
mun muna dráp Össurar frænda síns."



Símon kvaðst þar eigi mundu ferleg orð um hafa.



Ketill lét búa skip þeirra og sendi menn á fund Kolbeins
stýrimanns og sagði honum tíðindin "og segið honum svo að eg
skal fara með máli á hendur Einari því mér eru kunnig
grænlensk lög og er eg búinn til við þá. Höfum vér og
mikinn liðskost ef að oss kemst."



Símon kvaðst vilja Ketils ráðum fram fara. Síðan fór hann
og hitti Kolbein, sagði honum vígið og þar með orðsending
Ketils og þeir skyldu snúast til liðveislu við þá úr
Vestribyggð og sækja til þings þeirra Grænlendinga.
Kolbeinn kvaðst koma mundu að vissu ef hann mætti og kvaðst
vilja að Grænlendingum yrði það eigi hagkeypi að drepa menn
þeirra.



Ketill tók þegar mál af Símoni og fór með nokkura sveit
manna en sagði að þeir kaupmenn skyldu halda skjótt eftir
"og hafið varning með yður."



Kolbeinn fór þegar er honum komu þessi orð, bað og félaga
sína fara til þings og kveðst þá hafa svo mikla sveit að
óvíst væri að Grænlendingar sætu yfir hlut þeirra. Nú
hittust þeir Kolbeinn og Ketill og báru ráð sín saman.
Hvortveggji þeirra var gildur maður. Nú fóru þeir og bægði
þeim veður og komast þó fram og höfðu mikla sveit manna en
þó minni en þeir hugðu.



Nú komu menn til þings. Sokki var þar kominn Þórisson.
Hann var vitur maður og var þá gamall og mjög tekinn til að
gera um mál manna. Hann gengur á fund þeirra Kolbeins og
Ketils og kvaðst vilja leita um sættir.



"Vil eg bjóðast til," segir hann, "að gera í milli yðvar.
Og þótt mér sé meiri vandi á við Einar son minn þá skal það
þó um gera er mér og öðrum vitrum mönnum líst nær sanni."



Ketill kvaðst ætla að þeir mundu málum fram halda til
málsfyllingar en fyrirkveðast eigi að taka sættir "en þó er
ört að gengið við oss en höfum ekki vanist því hér til að
minnka vorn hlut."




Sokki kveðst ætla að þeir munu eigi jafnt að vígi standa og
kvað óvíst að þeir fengju meiri sæmd þó hann dæmdi eigi.



Kaupmenn gengu að dómi og hafði Ketill mál frammi á hönd
Einari.




Það mælti Einar: "Það mun víða spyrjast ef þeir bera oss hér
málum" og gekk að dóminum og hleypir upp og fengu þeir eigi
haldið.



Þá mælti Sokki: "Kostur skal enn þess er eg bauð, að sættast
og geri eg um málið."



Ketill kvaðst ætla að það mundi nú ekki verða "er þú leggur
til yfirbóta það er þó er hinn sami ójafnaður Einars um
þetta mál" og skildu að því.




En því komu kaupmenn eigi úr Vestribyggð til þings að þá var
andviðri er þeir voru búnir með tveim skipum.



En að miðju sumri skyldi sætt gera á Eiði. Þá komu þeir
kaupmenn vestan og lögðu að við nes nokkuð og hittust þeir
þá allir saman og áttu stefnur.



Þá mælti Kolbeinn að eigi skyldi svo nær hafa gengið um
sættirnar ef þeir hefðu allir samt verið "en það þykir mér
nú ráð að vér förum allir til þessa fundar með slíkum föngum
sem til eru."



Og svo var að þeir fóru og leyndust í leynivogi einum skammt
frá biskupsstólnum.



Það bar saman að biskupsstólinum, að hringdi til hámessu og
það að Einar Sokkason kom. Og er kaupmennirnir heyrðu þetta
þá sögðu þeir að mikla skyldi gera virðing til Einars að
hringja skal í mót honum og kváðu slík mikil endemi og urðu
illa við.




Kolbeinn mælti: "Verðið eigi illa við þetta því að svo mætti
að berast að þetta yrði að líkhringingu áður kveld kæmi."



Nú komu þeir Einar og settust niður í brekku einni. Sokki
lét fram gripi til virðingar og þá er til gjalds voru
ætlaðir.




Ketill mælti: "Það vil eg að við Hermundur Koðránsson virðum
gripina."




Sokki kvað svo vera skyldu.



Símon frændi Össurar sýndi á sér óþekktarsvip og reikaði hjá
meðan gripagjaldið var sett. Síðan var fram borin
spangabrynja ein forn.




Símon mælti þá: "Svívirðlega er slíkt boðið fyrir slíkan
mann sem Össur var" og kastaði brynjunni á völlinn á burt og
gekk upp að þeim er þeir sátu í brekkunni.



Og er það sáu þeir Grænlendingar þá spretta þeir upp og
horfðu forbrekkis og í móti honum Símoni. Og því næst gekk
Kolbeinn upp hjá þeim er þeir horfðu allir frá og slæst á
bak þeim og fór einn frá sínum mönnum. Og var það
jafnsnemma að hann komst á bak Einari og hjó með öxi milli
herða honum og Einars öx kom í höfuð Símoni og fengu báðir
banasár.




Einar mælti er hann féll: "Slíks var að von."



Síðan hljóp Þórður fóstbróðir Einars að Kolbeini og vildi
höggva hann en Kolbeinn snaraðist við honum og stakk fram
öxarhyrnunni og kom í barkann Þórði og hafði hann þegar
bana. Síðan slær í bardaga með þeim. Biskup sat hjá Einari
og andaðist hann í knjám honum. Steingrímur hét maður er
það mælti að þeir skyldu gera svo vel að berjast eigi og
gekk á milli með nokkura menn en hvorirtveggju voru svo óðir
að Steingrímur var lagður sverði í gegnum í þessi hríð.
Einar andaðist uppi á brekkunni við búð Grænlendinga.



Og nú urðu menn sárir mjög og komust þeir Kolbeinn til skips
með þrjá sína menn vegna og fóru síðan yfir Einarsfjörð til
Skjálgsbúða. Þar voru kaupskipin og voru þá mjög í búnaði.



Kolbeinn kvað í hafa gerst nokkura róstu "og vil eg ætla að
Grænlendingar uni nú eigi betur við en áður."



Ketill mælti: "Sannyrði gafst þér Kolbeinn," sagði hann, "að
vér mundum heyra líkhringinguna áður vér færum í burt og
ætla eg að hann Einar sé dauður borinn til kirkju."



Kolbeinn kvaðst heldur þannig hafa að stutt.



Ketill mælti: "Þess er von að Grænlendingar muni sækja á
vorn fund og kalla eg ráð að menn haldi á búnaði sínum eftir
föngum og séu allir á skipum um nætur."




Og svo gerðu þeir.



Sokki harmaði mjög þessi tíðindi og bað menn fulltingis að
veita sér vígsgengi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.