Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Grœn ch. 8

Grœnlendinga saga 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Grœn ch. 8)

UnattributedGrœnlendinga saga
78

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Freydís fór nú til bús síns því að það hafði staðið meðan
óskatt. Hún fékk mikinn feng fjár öllu föruneyti sínu því að hún vildi leyna
láta ódáðum sínum. Situr hún nú í búi sínu.



Eigi urðu allir svo haldinorðir að þegðu yfir ódáðum þeirra eða illsku að
eigi kæmi upp um síðir. Nú kom þetta upp um síðir fyrir Leif bróður hennar
og þótti honum þessi saga allill. Þá tók Leifur þrjá menn af liði þeirra
Freydísar og píndi þá til sagna um þenna atburð allan jafnsaman og var með
einu móti sögn þeirra.



"Eigi nenni eg," segir Leifur, "að gera það að við Freydísi systur mína sem
hún væri verð en spá mun eg þeim þess að þeirra afkvæmi mun lítt að þrifum
verða."



Nú leið það svo fram að öngum þótti um þau vert þaðan í frá nema ills.



Nú er að segja frá því er Karlsefni býr skip sitt og sigldi í haf. Honum
fórst vel og kom til Noregs með heilu og höldnu og sat þar um veturinn og
seldi varning sinn og hafði þar gott yfirlæti og þau bæði hjón af hinum
göfgustum mönnum í Noregi. En um vorið eftir bjó hann skip sitt til Íslands.



Og er hann var albúinn og skip hans lá til byrjar fyrir bryggjunum þá kom
þar að honum Suðurmaður einn, ættaður af Brimum úr Saxlandi. Hann falar af
Karlsefni húsasnotru hans.



"Eg vil eigi selja," sagði hann.



"Eg mun gefa þér við hálfa mörk gulls," segir Suðurmaður.



Karlsefni þótti vel við boðið og keyptu síðan. Fór Suðurmaður í burt með
húsasnotruna en Karlsefni vissi eigi hvað tré var. En það var mösur kominn
af Vínlandi.



Nú siglir Karlsefni í haf og kom skipi sínu fyrir norðan land í Skagafjörð
og var þar upp sett skip hans um veturinn. En um vorið keypti hann
Glaumbæjarland og gerði bú á og bjó þar meðan hann lifði og var hið mesta
göfugmenni og er mart manna frá honum komið og Guðríði konu hans og góður
ættbogi.



Og er Karlsefni var andaður tók Guðríður við búsvarðveislu og Snorri son
hennar er fæddur var á Vínlandi.



Og er Snorri var kvongaður þá fór Guðríður utan og gekk suður og kom út
aftur til bús Snorra sonar síns og hafði hann þá látið gera kirkju í Glaumbæ.



Síðan varð Guðríður nunna og einsetukona og var þar meðan hún lifði.



Snorri átti son þann er Þorgeir hét. Hann var faðir Yngveldar móður Brands
biskups. Dóttir Snorra Karlsefnissonar hét Hallfríður. Hún var kona Runólfs
föður Þorláks biskups. Björn hét sonur Karlsefnis og Guðríðar. Hann var
faðir Þórunnar móður Bjarnar biskups.



Fjöldi manna er frá Karlsefni komið og er hann kynsæll maður orðinn. Og
hefir Karlsefni gerst sagt allra manna atburði um farar þessar allar er nú

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.