Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Grœn ch. 3

Grœnlendinga saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Grœn ch. 3)

UnattributedGrœnlendinga saga
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Á einhverju kveldi bar það til tíðinda að manns var vant af
liði þeirra og var það Tyrkir suðurmaður. Leifur kunni því stórilla því að
Tyrkir hafði lengi verið með þeim feðgum og elskað mjög Leif í barnæsku.
Taldi Leifur nú mjög á hendur förunautum sínum og bjóst til ferðar að leita
hans og tólf menn með honum.En er þeir voru skammt komnir frá skála þá gekk Tyrkir í mót þeim og var
honum vel fagnað.Leifur fann það brátt að fóstra hans var skapgott. Hann var brattleitur
og lauseygur, smáskitlegur í andliti, lítill vexti og vesallegur en
íþróttamaður á alls konar hagleik.Þá mælti Leifur til hans: "Hví varstu svo seinn fóstri minn og fráskili
föruneytinu?"Hann talaði þá fyrst lengi á þýsku og skaut marga vega augunum og gretti sig.
En þeir skildu eigi hvað er hann sagði.Hann mælti þá á norrænu er stund leið: "Eg var genginn eigi miklu lengra en
þið. Kann eg nokkur nýnæmi að að segja. Eg fann vínvið og vínber.""Mun það satt fóstri minn?" kvað Leifur."Að vísu er það satt," kvað hann, "því að eg var þar fæddur er hvorki skorti
vínvið né vínber."Nú sváfu þeir af þá nótt en um morguninn mælti Leifur við háseta sína: "Nú
skal hafa tvennar sýslur fram og skal sinn dag hvort, lesa vínber eða höggva
vínvið og fella mörkina svo að það verði farmur til skips míns."Og þetta var ráðs tekið.Svo er sagt að eftirbátur þeirra var fylltur af vínberjum.Nú var hogginn farmur á skipið.Og er vorar þá bjuggust þeir og sigldu burt og gaf Leifur nafn landinu
eftir landkostum og kallaði Vínland, sigla nú síðan í haf og gaf þeim vel
byri þar til er þeir sáu Grænland og fjöll undir jöklum.Þá tók einn maður til máls og mælti við Leif: "Hví stýrir þú svo mjög undir
veður skipinu?"Leifur svaraði: "Eg hygg að stjórn minni en þó enn að fleira. Eða hvað
sjáið þér til tíðinda?"Þeir kváðust ekki sjá það er tíðindum sætti."Eg veit eigi, "segir Leifur, "hvort eg sé skip eða sker."Nú sjá þeir og kváðu sker vera. Hann sá því framar en þeir að hann sá menn
í skerinu."Nú vil eg að vér beitum undir veðrið, "segir Leifur, "svo að vér náum til
þeirra ef menn eru þurftugir að ná vorum fundi og er nauðsyn á að duga þeim.
En með því að þeir séu eigi friðmenn þá eigum vér allan kost undir oss en
þeir ekki undir sér."Nú sækja þeir undir skerið og lægðu segl sitt, köstuðu akkeri og skutu litlum
báti öðrum er þeir höfðu haft með sér. Þá spurði Leifur hver þar réði fyrir
liði.Sá kveðst Þórir heita og vera norænn maður að kyni "eða hvert er þitt nafn?"Leifur segir til sín."Ertu son Eiríks rauða úr Brattahlíð?" segir hann.Leifur kvað svo vera: "Nú vil eg, "segir Leifur, "bjóða yður öllum á mitt
skip og fémunum þeim er skipið má við taka."Þeir þágu þann kost og sigldu síðan til Eiríksfjarðar með þeim farmi þar til
er þeir komu til Brattahlíðar, báru farminn af skipi. Síðan bauð Leifur
Þóri til vistar með sér og Guðríði konu hans og þrem mönnum öðrum en fékk
vistir öðrum hásetum, bæði Þóris og sínum félögum. Leifur tók fimmtán menn
úr skerinu. Hann var síðan kallaður Leifur hinn heppni. Leifi varð nú bæði
gott til fjár og mannvirðingar.Þann vetur kom sótt mikil í lið Þóris og andaðist hann Þórir og mikill
hluti liðs hans. Þann vetur andaðist og Eiríkur rauði.Nú var umræða mikil um Vínlandsför Leifs og þótti Þorvaldi bróður hans of
óvíða kannað hafa verið landið.Þá mælti Leifur við Þorvald: "Þú skalt fara með skip mitt bróðir ef þú vilt
til Vínlands og vil eg þó að skipið fari áður eftir viði þeim er Þórir átti
í skerinu."Og svo var gert.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.