Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gísl ch. 36

Gísla saga Súrssonar 36 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gísl ch. 36)

Anonymous íslendingasögurGísla saga Súrssonar
353637

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Maður er nefndur Sveinn er fyrstur réðst í móti Gísla. Gísli
heggur til hans og klýfur hann í herðar niður og fleygir
honum ofan fyrir hamarinn. Nú þykjast þeir eigi vita hvað
staðar næmi manndráp þessa manns.



Gísli mælti þá til Eyjólfs: "Það mundi eg vilja að þau þrjú
hundruð silfurs er þú hefur tekið til höfuðs mér, skaltu hafa
dýrast keypt og það mundi eg vilja að þú gæfir til þess önnur
þrjú hundruð silfurs að við hefðum aldrei fundist og muntu
taka svívirðing fyrir mannskaða."



Nú leita þeir sér ráðs og vilja eigi fyrir líf sitt frá
hverfa. Sækja þeir nú að honum tveggja vegna og fylgja þeir
Eyjólfi fremstir er annan heitir Þórir en annar Þórður,
frændur Eyjólfs; þeir voru hinir mestu garpar. Og er aðsóknin
þá bæði hörð og áköf og fá þeir nú komið á hann sárum nokkrum
með spjótalögum en hann verst með mikilli hreysti og
drengskap. Og fá þeir svo þungt af honum af grjóti og stórum
höggum svo að enginn var ósár, sá er að honum sótti, því að
Gísli var eigi missfengur í höggum. Nú sækja þeir Eyjólfur að
fast og frændur hans; þeir sáu að þar lá við sæmd þeirra og
virðing. Leggja þeir þá til hans með spjótum svo að út falla
iðrin en hann sveipar að sér iðrunum og skyrtunni og bindur
að fyrir neðan með reipinu.



Þá mælti Gísli að þeir skyldu bíða lítt það, "munuð þér nú
hafa þau málalok sem þér vilduð."



Hann kvað þá vísu:



39

Fals hallar skal Fulla

fagrleit, sús mik teitir,

rekkilát at rökkum,

regns, sínum vin fregna;

vel hygg ek, þótt eggjar

ítrslegnar mik bíti;

þá gaf sínum sveini

sverðs minn faðir herðu.


Sjá er hin síðasta vísa Gísla. Og jafnskjótt er hann hafði
kveðið vísuna hleypur hann ofan af hamrinum og keyrir sverðið
í höfuð Þórði, frænda Eyjólfs, og klýfur hann allt til
beltisstaðar enda fellur Gísli á hann ofan og er þegar
örendur. En þeir voru allir mjög sárir förunautar Eyjólfs.
Gísli lét líf sitt með svo mörgum og stórum sárum að furða
þótti í vera. Svo hafa þeir sagt að hann hopaði aldrei og
eigi sáu þeir að högg hans væri minna hið síðasta en hið
fyrsta.



Lýkur þar nú ævi Gísla og er það alsagt að hann hefur hinn
mesti hreystimaður verið þó að hann væri eigi í öllum hlutum
gæfumaður.



Nú draga þeir hann ofan og taka af honum sverðið, götva hann
þar í grjótinu og fara ofan til sjávar. Þá andaðist hinn
sjötti maður við sjó niðri. Eyjólfur bauð Auði að hún færi
með honum en hún vildi eigi.



Eftir þetta fara þeir Eyjólfur heim í Otradal og andaðist
þegar hina sömu nótt hinn sjöundi maður en hinn átti liggur í
sárum tólf mánuði og fær bana. En aðrir verða heilir, þeir
sem sárir voru, og fengu þó óvirðing. Og er það alsagt að
engin hafi hér frægari vörn veitt verið af einum manni svo að
menn viti með sannindum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.