Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gísl ch. 27

Gísla saga Súrssonar 27 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gísl ch. 27)

Anonymous íslendingasögurGísla saga Súrssonar
262728

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Berki þykir eigi það til liggja að veita Ingjaldi aðgöngu,
landseta sínum; hverfa þeir nú frá til bæjar og leita þar
Gísla og finna hann eigi sem von var. Þeir fara nú um eyja og
koma þar að í einum stað er fíflið lá og beit gras í dalverpi
einu og bundinn steinn við hálsinn.



Þá tekur Börkur til orða: "Bæði er nú að mikið er sagt frá
fíflinu Ingjalds enda deilist það nú heldur víðara en eg
hugði og er hér ekki á að horfa og hefur oss orðið svo mikil
vanhyggja að stóru ber; og eigi veit eg nær vér fáum þetta
leiðrétt og mun Gísli þar verið hafa á bátnum hjá oss og mun
hafa látið eftir fíflinu því að hann er við hvorttveggja
brugðinn og er hin mesta hermikráka; og er það skömm
jafnmörgum mönnum ef hann skal nú komast úr höndum oss og
skundum eftir honum og látum hann nú eigi úr færi ganga."



Síðan hlaupa þeir á skip og róa eftir þeim og falla fast við
árar. Þeir geta að líta að þau eru komin langt inn á sund og
sækja nú hvorirtveggja fast róðurinn. Rennir það skipið meira
sem mennirnir voru fleiri á og leggst svo nærri um síðir að
þá er Börkur kominn í skotfæri er þau eru komin að landi.



Þá tekur Gísli til orða og mælti við ambáttina: "Nú munum við
skiljast og er hér gull að þú skalt færa Ingjaldi en annað
konu hans og seg þeim að þau gefi þér frelsi og ber þetta til
jartegna. eg vil og að Svarti sé frelsi gefið. Máttu að vísu
heita minn lífgjafi og vil eg að þú njótir þess."



Nú skilja þau og hleypur Gísli á land og í hamraskarð nokkuð
er það er á Hjarðanesi. Ambáttin reri í brott, alsveitt af
mæði og rauk af henni.



Þeir Börkur róa að landi og verður Saka-Steinn skjótastur af
skipinu og hleypur að leita Gísla; og er hann kemur í
hamraskarðið stendur Gísli fyrir með brugðið sverð og keyrir
þegar í höfuð honum svo að stóð í herðum niðri og féll hann
dauður á jörð. Þeir Börkur ganga nú upp á eyna en Gísli
hleypur á sund og ætlar að leggjast til lands. Börkur skýtur
eftir honum spjóti og kom í kálfann á honum og skar út úr og
varð það mikið sár. Hann kemur á brott spjótinu en týnir
sverðinu því að hann var svo móður að hann gat eigi á haldið.
Þá var myrkt af nótt. Er hann komst að landi þá hleypur hann
í skóg því að þá var víða skógum vaxið. Þá róa þeir Börkur að
landi og leita Gísla og kvía hann í skóginum og er hann svo
móður og stirður að hann má varla ganga og verður nú var við
menn alla vega frá sér.



Nú leitar hann ráðs og fer ofan til sjávarins og kemst þar
inn með flæðarbökkum til Haugs í myrkrinu og hittir bónda
einn er Refur hét og var allra manna slægastur. Hann heilsar
honum og spyr tíðinda. Hann sagði allt hversu farið hafði með
þeim Berki. Refur átti sér konu er Álfdís hét, væn að
yfirliti en fárskona sem mest í skapi og var hinn mesti
kvenskratti; með þeim Ref var jafnræði.



Og er hann hefur sagt Ref tíðindin skorar Gísli á hann til
fulltingis, "og munu þeir koma hér brátt," sagði Gísli, "og
ekur nú að mjög en fáir verða til liðveislu."



"Eg mun gera á nokkurn," sagði Refur, "þann að ráða einn
hversu að með skal vara að veita þér og hlutast þú til
einskis."



"Það skal nú þiggja," sagði Gísli, "og mun eg eigi ganga fæti
framar."



"Gakk þú inn þá," sagði Refur og svo gerðu þeir."



Þá mælti Refur við Álfdísi: "Nú mun eg skipta mönnum við þig
í rekkjunni," og tekur nú fötin öll úr rúminu og mælti að
Gísli skyldi þar niður leggjast í hálminn og ber á hann ofan
fötin og hvílir nú á honum ofan hún Álfdís, "og vertu nú
þar," sagði Refur, "fyrst, hvað sem í gerist."



Hann biður nú Álfdísi vera sem versta viðskiptis og sem
ærasta, "og spari nú ekki af," sagði Refur, "og að mæla það
allt illt er þér kemur í hug bæði í blóti og skattyrðum en eg
mun ganga til tals við þá og haga svo orðum sem mér sýnist."



Og í annað sinn er hann kemur út sér hann menn fara og eru
þar förunautar Barkar, átta saman. En Börkur er eftir að
Fossá. Og skulu þessir þangað fara að leita að Gísla og taka
hann ef hann væri þar kominn. En Refur er úti og spyr
tíðinda.



"Þau ein kunnum vér að segja, að þú munt spurt hafa. Eða
veistu nokkuð til að fara Gísla?" segja þeir, "eða hvort
hefur hann hér nokkuð komið?"



"Það er bæði," sagði Refur, "að hann hefur ekki hér komið
enda myndi honum skammt til skjótra ófara ef hann hefði þess
freistað; og eigi veit eg hversu trúlegt yður þykir að eg
myndi eigi óbúnari en einnhver yðar að drepa Gísla; en hef eg
það vit með mér að eg myndi þykjast ekki alllítið í vinna að
hafa slíks manns traust sem Börkur er og hans vinur vildi eg
vera."



Þeir spyrja: "Er þér nokkuð um að vér rannsökum þig og hús
þín?"



"Já," sagði Refur, "það vil eg gjarna; því að eg veit að þér
megið því örugglegar leita í öðrum stöðum ef þér vitið fyrir
víst að hann er eigi hér og gangið inn og leitið sem
gersamlegast."



Þeir ganga inn. Og er Álfdís heyrði hark þeirra þá spyr hún
hvað gauragangi þar væri eða hverjir glóparnir störfuðu á
mönnum um nætur. Refur bað hana að hafa sig að hófi. En hún
lætur þó eigi vant margra fíflyrða; veitir hún þeim mikla
ágauð svo að þeir máttu minni til reka. Þeir rannsaka eigi að
síður og þó minna en þeir myndu ef þeir yrðu eigi fyrir
þvílíkum hrópyrðum af húsfreyju. Fara síðan á brott og finna
alls ekki og biðja bónda vel lifa en hann bað þá vel fara. Og
koma þeir aftur til fundar við Börk og una allilla við sína
för og þykjast fengið hafa mikinn mannskaða með svívirðing en
komið engu áleiðis.



Flyst þetta nú yfir héraðið og þykir mönnum eigi úr steini
hefja hverjum óförum þeir fara fyrir Gísla. Börkur fer nú
heim og segir Eyjólfi hvað um er að vera.



Gísli er með Ref hálfan mánuð og síðan fer hann á brott og
skilja þeir Refur góðir vinir og gefur Gísli honum hníf og
belti og voru það góðir gripir en ekki hafði hann fleira
laust.



Og eftir þetta fer Gísli í Geirþjófsfjörð til konu sinnar og
hefur nú mikið aukist hans frægð í þessum atburð. Og er það
og sannsagt að eigi hefur meir atgervimaður verið en Gísli né
fullhugi og þó varð hann eigi gæfumaður. Nú er fyrst frá
horfið.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.