Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gísl ch. 14

Gísla saga Súrssonar 14 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gísl ch. 14)

Anonymous íslendingasögurGísla saga Súrssonar
131415

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Gísli býst nú til að heygja Véstein með allt lið sitt í sandmel þeim er á stenst og Seftjörn, fyrir neðan Sæból. Og er Gísli var á leið kominn þá fara þeir Þorgrímur með marga menn til haugsgerðarinnar.En þá er þeir höfðu veitt Vésteini umbúnað sem siður var til gekk Þorgrímur að Gísla og mælti: "Það er tíska," segir hann, "að binda mönnum helskó þá er þeir skulu ganga á til Valhallar og mun eg það gera við Véstein."Og er hann hafði það gert þá mælti hann: "Eigi kann eg helskó að binda ef þessir losna."Eftir þetta setjast þeir niður fyrir utan hauginn og talast við og láta allólíklega að nokkur viti hver þennan glæp hefur gert.Þorkell spurði Gísla: "Hversu berst Auður af um bróðurdauðann? Hvort grætur hún mjög?""Vita muntu það þykjast," segir Gísli; "hún berst af lítt og þykir mikið. Draum dreymdi mig," segir Gísli, "í fyrri nótt og svo í nótt en þó vil eg eigi á kveða hver vígið hefur unnið en á hitt horfir um draumana. Það dreymdi mig hina fyrri nótt að af einum bæ hrökktist höggormur og hyggi Véstein til bana. En hina síðari nótt dreymdi mig að vargur rynni af sama bæ og biti Véstein til bana. Og sagði eg því hvorugan drauminn fyrr en nú að eg vildi að hvorugur réðist."Og þá kvað hann vísu:4

Betr hugðak þá, brigði

biðkat draums ens þriðja

slíks af svefni vökðum

sárteina, Vésteini,

þás vér í sal sátum

Sigrhadds við mjöð gladdir

komskat maðr á miðli

mín né hans, at víni.Þorkell spurði þá: "Hversu berst Auður af um bróðurdauðann, hvort grætur hún mjög?""Oft spyrð þú þessa, frændi," segir Gísli, "og er þér mikil forvitni á að vita þetta."Gísli kvað vísu:5

Hylr á laun und líni

linnvengis skap kvinna,

gríðar leggs ór góðum.

Gefn, ölkera svefni;

eik berr angri lauka,

eirreks, bráa geira,

bróður, dögg á bæði

blíð öndugi síðan.Og enn kvað hann:6

Hrynja lætr af hvítum

hvarmskógi Gná bógar

hvönn fylvingum hyljar

hlátrbann í kné svanna;

hnetr less, en þreyr þessum,

Þögn, at mærðar Rögni,

snáka túns af sínu

sjónhesli bölgrónu.Nú ganga þeir bræður heim eftir þetta, báðir saman.Þá mælti Þorkell: "Mikil tíðindi hafa hér gerst og munu þér verða nokkru meiri tíðindi með harmi en oss; en eigi að síður verður hver með sjálfum sér lengst að fara. Vildi eg að þú létir þér eigi þetta svo mikils fá að menn renni þar af því grunum í; vildi eg að vér tækum upp leika og væri nú svo vel með oss sem þá er best hefur verið.""Þetta er vel mælt," segir Gísli, "og vil eg það gjarna, og þó með þeim hætti ef nokkuð kann það til að bera á þinni ævi að þér þyki jafnmikið sem mér þykir þetta þá skaltu mér því heita að gera þá með sama hætti sem þú beiðir mig nú."Þessu játar Þorkell. Síðan fara þeir heim og er þá drukkið erfi eftir Véstein. Og er það er gert fer hver heim til síns heimilis og var nú allt kyrrt.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.