Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gísl ch. 13

Gísla saga Súrssonar 13 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gísl ch. 13)

Anonymous íslendingasögurGísla saga Súrssonar
121314

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú bar það til nýlundu á Hóli að Gísli lætur illa í svefni
tvær nætur í samt og spyrja menn hvað hann dreymdi . Hann
vill eigi segja drauma sína.



Nú kemur hin þriðja nóttin og fara menn til rekkna sinna og
er menn höfðu sofið svefn kemur bylur á húsið, svo mikill, að
af tekur þekjuna alla öðrum megin af húsinu. Það fylgdi þessu
að vatn féll úr himni svo mikið að það var með ódæmum og tóku
húsin að drjúpa sem líklegt var er þakið tók að rofna.



Gísli spratt upp skjótt og heitir á menn sína að skýli. En
þræll einn var með Gísla sá er Þórður hét og kallaður hinn
huglausi. Þrællinn var heima en Gísli fór og nær allir
mennirnir með honum til heyjanna að duga þeim við. Vésteinn
bauð að fara með þeim en Gísli vill eigi það. Og nú er mest
tóku að drjúpa húsin þá snúa þau systkin rekkjum sínum um
endilangt húsið; en allir menn aðrir voru brott flýðir úr
húsinu nema þau tvö ein.



Nú er gengið inn nokkuð fyrir lýsing, hljóðlega, og þangað að
sem Vésteinn hvílir. Hann var þá vaknaður. Eigi finnur hann
fyrr en hann er lagður spjóti fyrir brjóstið svo að stóð í
gegnum hann.



En er Vésteinn fékk lagið þá mælti hann þetta: "Hneit þar,"
sagði hann.



Og því næst gekk maðurinn út. En Vésteinn vildi upp standa; í
því fellur hann niður fyrir stokkinn, dauður. Auður vaknar
við og kallar á Þórð hinn huglausa og biður hann taka vopnið
úr undinni. Það var þá mælt að sá væri skyldur að hefna er
vopni kippti úr sári; en það voru kölluð launvíg en eigi morð
ef menn létu vopn eftir í beninni standa. Þórður var svo
líkblauður maður að hann þorði hvergi í nánd að koma.



Gísli kom þá inn og sá hver efni í voru og bað Þórð vera
kyrran. Hann tók sjálfur spjótið úr sárinu og kastaði
alblóðugu í örk eina og lét engan mann sjá og settist á
stokkinn. Síðan lét hann búa um lík Vésteins eftir þeirri
siðvenju er þá var í þann tíma. Vésteinn var mjög harmdauða
bæði Gísla og öðrum mönnum.



Þá mælti Gísli til Guðríðar, fóstru sinnar: "Þú skalt fara á
Sæból og vita hvað menn hafast þar að; sendi eg þig fyrir því
þangað að eg trúi þér best um þetta og annað og kunn að segja
mér hvað menn hafast þar að."



Hún fer og kemur á Sæból. Þeir voru upp risnir og sátu með
vopnum, Þorgrímar tveir og Þorkell. Og er hún kom inn var
henni heilsað óbrátt því að fólk var flest fámálugt. Þó spyr
Þorgrímur hana tíðinda. Hún sagði víg Vésteins eða morð.



Þorkell svarar: "Tíðindi myndi okkur það hafa þótt eina
stund."



"Sá maður er þar látinn," segir Þorgrímur, "er vér erum allir
skyldir til virðing að veita og gera hans útferð sem
sæmilegasta og heygja hann; og er það satt að segja að slíkt
er mikill mannskaði. Máttu og segja svo Gísla að vér munum
þar koma í dag."



Hún fer heim og segir Gísla að Þorgrímur sat með hjálm og
sverð og öllum herbúnaði en Þorgrímur nef hafði bolöxi í
hendi en Þorkell hafði sverð og brugðið af handfang, "allir
menn voru þar upp risnir, sumir með vopnum."



"Slíks var að von," segir Gísli.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.