Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gísl ch. 9

Gísla saga Súrssonar 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gísl ch. 9)

Anonymous íslendingasögurGísla saga Súrssonar
8910

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú búa þeir skip sitt í öðrum stað, Þorgrímur og Þorkell, og
koma út hingað í Haukadalsárós í Dýrafjörð þann sama dag sem
Gísli hafði áður inn siglt byrðingnum. Nú hittast þeir brátt
og verður þar fagnafundur og fara nú hvorirtveggja til eigna
sinna. Hefur þeim og gott til fjár orðið, Þorgrími og
Þorkatli.



Þorkell var ofláti mikill og vann ekki fyrir búi þeirra en
Gísli vann nótt með degi.



Það var einn góðan veðurdag að Gísli lét alla menn vinna
heyverk nema Þorkell, hann var einn heima karla á bænum og
hafði lagst niður í eldhúsi eftir dögurð sinn. Eldhúsið var
tírætt að lengd en tíu faðma breitt en utan og sunnan undir
eldhúsinu stóð dyngja þeirra Auðar og Ásgerðar og sátu þær
þar og saumuðu. En er Þorkell vaknar gengur hann til
dyngjunnar því að hann heyrði þangað mannamál og leggst þar
niður hjá dyngjunni.



Nú tekur Ásgerður til orða. "Veittu mér það að þú sker mér
skyrtu, Auður, Þorkatli bónda mínum."



"Það kann eg eigi betur en þú," sagði Auður, "og myndir þú
eigi mig til biðja ef þú skyldir skera Vésteini bróður mínum
skyrtuna."



"Eitt er það sér," segir Ásgerður, "og svo mun mér þykja
nokkra stund."



"Löngu vissi eg það," segir Auður, "hvað við sig var og ræðum
ekki um fleira."



"Það þykir mér eigi brigsl," sagði Ásgerður, "þótt mér þyki
Vésteinn góður. Hitt var mér sagt að þið Þorgrímur hittust
mjög oft áður en þú værir Gísla gefin."



"Því fylgdu engir mannlestir," segir Auður, "því að eg tók
engan mann undir Gísla að því fylgdi neinn mannlöstur; og
munum við nú hætta þessari ræðu."



En Þorkell heyrir hvert orð og það er þær mæltu og tekur nú
til orða er þær hættu:



3

"Heyr undr mikit,

heyr örlygi,

heyr mál mikit,

heyr manns bana,

eins eða fleiri,"


og gengur inn eftir það.



Þá tekur Auður til orða: "Oft stendur illt af kvennahjali og
má það vera að hér hljótist af í verra lagi og leitum okkur
ráðs."



"Hugað hef eg mér ráð," segir Ásgerður, "það er hlýða mun en
ekki sé eg fyrir þína hönd."



"Hvert er það?" kvað Auður.



"Leggja upp hendur um háls Þorkatli er við komum í rekkju og
mun hann þetta fyrirgefa mér og segja þá lygi."



"Eigi mun því einu mega fyrir hlíta," segir Auður.



"Hvert úrræði muntu taka?" segir Ásgerður.



"Segja Gísla bónda mínum allt það er eg á vant að ræða eða af
að ráða."



Um aftaninn kemur Gísli heim af verkinu. Það var vant að
Þorkell var vanur að þakka bróður sínum verkið en nú er hann
hljóður og mælti ekki orð. Nú spyr Gísli hvort honum sé
þungt.



"Engar eru sóttir á mér," segir Þorkell, "en sóttum verra er
þó."



"Hef eg nokkuð þess gert," segir Gísli, "að þér þyki við mig
að?"



"Sá er enginn hlutur," segir Þorkell, "og muntu þess vís
verða þó að síðar sé."



Og gengur nú sinn veg hvor þeirra og varð ekki talað fleira
að sinni. Þorkell neytir lítt matar um kveldið og gengur
fyrstur manna að sofa.



Og er hann var kominn í rekkju þá kemur þar Ásgerður og
lyftir klæðum og ætlar niður að leggjast.



Þá tók Þorkell til orða: "Ekki ætla eg þér hér að liggja
náttlangt né lengra banni."



Ásgerður mælti: "Hví hefur svo skjótt skipast eða hvað ber
til þess?" segir Ásgerður.



Þorkell mælti: "Bæði vitum við nú sökina þótt eg hafi lengi
leyndur verið og mun þinn hróður ekki að meir þó að eg mæli
berara."



Hún svarar: "Þú munt ráða verða hugleiðing þinni um þetta en
ekki mun eg lengi þæfast til hvílunnar við þig og um tvo
kosti áttu að velja. Sá er annar að þú tak við mér og lát sem
ekki sé í orðið . Ella mun eg nefna mér votta nú þegar og
segja skilið við þig og mun eg láta föður minn heimta mund
minn og heimanfylgju og mun sá kostur að þú hafir aldrei
hvíluþröng af mér síðan."



Þorkell þagnaði og mælti um síðir: "Það ræð eg að þú ger
hvort þér líkar en eigi mun eg banna rekkjuna náttlangt."



Hún lýsti brátt yfir því hvor henni þótti betri og fer þegar
í rekkju sína. Eigi hafa þau lengi bæði saman legið áður en
þau semja þetta með sér svo sem ekki hefði í orðið.



Auður kom nú í rekkju hjá Gísla og segir honum ræður þeirra
Ásgerðar og biður af sér reiði og bað hann taka nokkuð gott
ráð ef hann sæi.



"Eigi sé eg hér ráð til," sagði hann, "það sem duga mun. En
þó mun eg ekki kunna þig um þetta því að mæla verður einnhver
skapanna málum og það mun fram koma sem auðið verður."

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.