Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gísl ch. 8

Gísla saga Súrssonar 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gísl ch. 8)

Anonymous íslendingasögurGísla saga Súrssonar
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Maður hét Skegg-Bjálfi og átti skip í förum. Hann ætlaði til
Danmerkur suður. Þeir fala að honum skipið hálft en hann
kveðst spurt hafa að þeir voru góðir drengir og gaf þeim
hálft skipið og launa þeir þegar meir en fullu.



Nú fara þeir suður til Danmerkur og í þann kaupstað er í
Vébjörgum heitir og eru þeir þar um veturinn með þeim manni
er Sigurhaddur hét. Þeir voru þar þrír, Vésteinn, Gísli og
Bjálfi og var gott vinfengi með þeim öllum og gjafaskipti. En
snemma um vorið bjó Bálfi skip sitt til Íslands.



Maður hét Sigurður, félagi Vésteins, norrænn að ætt og var þá
á Englandi vestur. Hann sendi Vésteini orð og kveðst vilja
slíta félag við hann og þóttist eigi þurfa hans fjár lengur.
Og nú biður Vésteinn leyfis að hann færi að hitta hann.



"Því skaltu heita mér að þú farir aldrei brott af Íslandi ef
þú kemur heill út nema eg leyfi þér."



Nú játar Vésteinn því.



Og einn morgun rís Gísli upp og gengur að smiðju; hann var
allra manna hagastur og ger að sér um alla hluti. Hann gerði
pening, þann er eigi stóð minna en eyri og hnitar saman
peninginn og eru tuttugu naddar á, tíu á hvorum hlutnum, og
þykir sem heill sé ef saman er lagður og má þó taka í sundur
í tvo hluti.



En frá því er sagt að hann tekur í sundur peninginn og selur
annan hlut í hendur Vésteini og biður þá þetta hafa til
jartegna, og "skulum við þetta því aðeins sendast á milli að
líf annars hvors okkar liggi við. En mér segir svo hugur um
að við munum þurfa að sendast á milli þó að við hittumst eigi
sjálfir."



Nú fer Vésteinn vestur til Englands en þeir Gísli og Bjálfi
til Noregs og út um sumarið til Íslands og varð gott til fjár
og góðrar sæmdar og skildu vel sitt félag og kaupir nú Bjálfi
skip hálft að Gísla.



Nú fer Gísli vestur í Dýrafjörð á byrðingi einum við tólfta
mann.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.