Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gísl ch. 1

Gísla saga Súrssonar 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gísl ch. 1)

Anonymous íslendingasögurGísla saga Súrssonar
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það er upphaf á sögu þessari að Hákon konungur
Aðalsteinsfóstri réð fyrir Noregi og var þetta á ofanverðum
hans dögum. Þorkell hét maður; hann var kallaður skerauki;
hann bjó í Súrnadal og var hersir að nafnbót. Hann átti sér
konu er Ísgerður hét og sonu þrjá barna; hét einn Ari, annar
Gísli, þriðji Þorbjörn, hann var þeirra yngstur, og uxu allir
upp heima þar.



Maður er nefndur Ísi; hann bjó í firði er Fibuli heitir á
Norðmæri; kona hans hét Ingigerður en Ingibjörg dóttir. Ari,
sonur Þorkels Sýrdæls, biður hennar og var hún honum gefin
með miklu fé. Kolur hét þræll er í brott fór með henni.



Maður hét Björn hinn blakki og var berserkur; hann fór um
land og skoraði á menn til hólmgöngu ef eigi vildu hans vilja
gera. Hann kom um veturinn til Þorkels Sýrdæls; Ari, sonur
hans, réð þá fyrir búi. Björn gerir Ara tvo kosti, hvort hann
vill heldur berjast við hann í hólmi þeim er þar liggur í
Súrnadal og heitir Stokkahólmur eða vill hann selja honum í
hendur konu sína. Hann kaus skjótt að hann vill heldur
berjast en hvorttveggja yrði að skömm, hann og kona hans;
skyldi þessi fundur vera á þriggja nátta fresti.



Nú líður til hólmstefnu framan. Þá berjast þeir og lýkur svo
að Ari fellur og lætur líf sitt. Þykist Björn hafa vegið til
landa og konu. Gísli segir að hann vill heldur láta líf sitt
en þetta gangi fram, vill hann ganga á hólm við Björn.



Þá tók Ingibjörg til orða: "Eigi var eg af því Ara gift að eg
vildi þig eigi heldur átt hafa. Kolur, þræll minn, á sverð er
Grásíða heitir og skaltu biðja að hann ljái þér því að það
fylgir því sverði að sá skal sigur hafa er það hefur til
orustu."



Hann biður þrælinn sverðsins og þótti þrælnum mikið fyrir að
ljá.



Gísli bjóst til hólmgöngu og berjast þeir og lýkur svo að
Björn fellur. Gísli þóttist nú hafa unnið mikinn sigur og það
er sagt að hann biður Ingibjargar og vildi eigi láta góða
konu úr ætt ganga og fær hennar. Nú tekur hann allan fjárhlut
og gerist mikill maður fyrir sér. Því næst andast faðir hans
og tekur Gísli allan fjárhlut eftir hann. Hann lét drepa þá
alla sem með Birni höfðu fylgt.



Þrællinn heimti sverð sitt og vill Gísli eigi laust láta og
býður hann fé fyrir. En þrællinn vill ekki annað en sverð
sitt og fær ekki að heldur. Þetta líkar þrælnum illa og
veitir Gísla tilræði; var það mikið sár. Gísli heggur í móti
með Grásíðu í höfuð þrælnum svo fast að sverðið brotnaði en
hausinn lamdist og fær hvortveggji bana.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.