Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

GíslIll ch. 2

Gísls þáttr Illugasonar 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (GíslIll ch. 2)

UnattributedGísls þáttr Illugasonar
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var einn þvottdag að Gísl stóð við stræti nokkuð snemma
dags og heyrði hann gný mikinn. Hann sá hvar Magnús konungur
fór og sveit mikil manna með honum. Þar sá hann Gjafvald.



Þá gekk kona út úr garði einum og hafði barn í faðmi. Þar var
Helga Þormóðsdóttir kona Gjafvalds. Hún kallaði á hann og
gekk hann til fundar við hana en konung og sveitina bar undan
fram.



Síðan gekk Gjafvaldur að strætinu við annan mann. Þá sneri
Gísl í móti honum og hjó til hans. Kom höggið á öxlina. Hljóp
höndin niður en gekk eigi af. Gjafvaldur snerist við honum.
Gísl hjó þá á aðra öxlina og fór það sár nær því sem hið
fyrra. Féll þá Gjafvaldur.



Gísl hljóp ofan á bryggjurnar þar sem flaut einn bátur
hlaðinn skíðum. Hét sá maður Þorsteinn, íslenskur, lítill
vexti, er átti bátinn. Gísl hljóp út á bátinn til Þorsteins
og svörfuðust skíðin utanborðs en hann reri yfir til Bakka.



Og er þeir komu á ána miðja stóð Gísl upp og kallaði á
bryggjurnar: "Sár þau," segir hann, "er fengið hefir
Gjafvaldur hirðmaður Magnúss konungs, ef að sárum gerist, en
víg ef að vígi gerist, lýsi eg mér á hendur. Hét eg Vígfús í
morgun en í kveld væni eg að eg heiti Ófeigur."



Síðan lentu þeir upp frá Bakka og hljóp Gísl þar á land. Þá
var blásið í bænum og farið að leita mannsins bæði á skipum
og landi. Hann fannst í hrísum nokkurum og var færður til
bæjarins. Konungsmenn kenndu Þorsteini að hann hefði flutt
Gísl yfir ána og gáfu honum sök á, sögðu hann og dauða
verðan.



Þá mælti Gísl: "Gefið honum ekki sakar á því er hann er engu
af valdur."



Gísl greip til Þorsteins er hann gekk hjá honum. Var hann svo
lítill að hann tók varla undir hönd honum.



Gísl varp honum á loft annarri hendi og mælti: "Sjáið nú hér
til," segir hann, "hvað mundi veslingur þessi varða mér
bátinn ef eg vildi til sækja er eg veifa honum sem barni.
Látið hann fara í friði því að hann er saklaus."



Þeir gerðu svo og sögðu að Gísl talaði vel og drengilega.
Gísl var settur í fjötur þann er gera hafði látið Haraldur
konungur Sigurðarson og engi maður hafði úr komist. Hann sat
í jarðstofu einni er kona nokkur átti völd á.



Þá var fjölmenni mikið í bænum. Þar voru þrjú Íslandsför. Réð
fyrir einu skipi Teitur sonur Gissurar biskups. Þar var þá og
Jón prestur Ögmundarson er síðan var biskup að Hólum og var
eigi færra íslenskra manna í bænum en þrjú hundruð.



Magnús konungur var ákafa reiður. Sat hann á stefnu og
bæjarbiskupinn með honum og þar var Jón prestur. Hann var
vinur biskups. Konungur bað drepa manninn. Í því kvað við
nónklukka.



Konungur mælti: "Er nú nón? Og sjáið til sólar."



Svo var þá gert og var öndvert nónið.



Þá mælti biskup: "Herra, eiga verður maðurinn helgarfrið á
sér þótt hann hafi stórt til gert."



Konungur mælti: "Þetta er prettur yðvar og hafið þér ráðagerð
í móti mér."



"Eigi er það herra," segir biskup, "en sjáið svo fyrir sem
best samir."



Síðan söfnuðust saman íslenskir menn. Voru þar margir frændur
og vinir Gísls og ræddu um málið hverja meðferð hafa skyldi.
Sýndist þeim í mikið vandkvæði komið og urðu eigi á sáttir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.